Hreyfing í stað lyfjagjafar 8. mars 2005 00:01 "Heilbrigðiskerfið á ekki að vera veikindakerfi. Heilbrigðiskerfið á að standa undir nafni og stuðla að heilbrigði fólks þótt auðvitað sé ábyrgðin á endanum hjá fólkinu sjálfu. Við viljum að hreyfing verði valkostur í heilbrigðiskerfinu þannig að læknar geti vísað á hreyfingu sem meðferð við sjúkdómum á sama hátt og þeir vísa á lyf og læknisaðgerðir," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, en hún hefur ásamt þingmönnunum Drífu Hjartardóttur, Þuríði Backman, Gunnari Örlygssyni, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Magnúsi Stefánssyni lagt fram tillögu til þingsályktunar sem felur í sér að heilbrigðisráðherra skipi nefnd til að undirbúa að hreyfing verði raunverulegur valkostur í heilbrigðiskerfinu. Ásta Ragnheiður bendir á að útgjöld til heilbrigðismála aukist stöðugt og aðgerðum á sjúkrahúsum fjölgi ár frá ári auk þess sem lyfjanotkun fer vaxandi. "Það þarf að leita leiða til að breyta þeirri hugsun að eina lækningin við kvillum sé lyf eða aðgerð því oft geta sjúklingar breytt heilsufari sínu með breyttu líferni, mataræði og hreyfingu," segir Ásta Ragnheiður. Í greinargerð með þingsályktuninni kemur fram að offita meðal fullorðinna hafi tvöfaldast á tuttugu árum og að um 65% fullorðinna landsmanna séu yfir æskilegri þyngd. "Við hugsum vel um bílana okkar, bónum þá og látum gera við þá þegar þeir bila. Svo skiptum við þeim út þegar þeir eru orðnir lúnir. Við fáum hins vegar bara einn skrokk sem við getum ekki skipt út. Þess vegna skiptir miklu að heilbrigðiskerfið sinni forvörnum. Offita veldur til dæmis miklum kostnaði í heilbrigðiskerfinu og fer vaxandi hjá börnum. Offita er raunverulegt heilbrigðisvandamál sem, ef ekkert verður að gert, á eftir að verða heilbrigðiskerfinu þungur baggi. Það er engin spurning að hreyfing og hollusta er góð leið til að sporna við þeirri þróun." Í greinargerð þingmannanna kemur jafnframt fram að Svíar, Danir og Norðmenn hafi um nokkurra ára skeið gert tilraunir með að vísa á hreyfingu sem úrræði í stað þess að vísa á lyf. Þykir þessi valkostur hafa gefið góð raun. Heilsa Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Heilbrigðiskerfið á ekki að vera veikindakerfi. Heilbrigðiskerfið á að standa undir nafni og stuðla að heilbrigði fólks þótt auðvitað sé ábyrgðin á endanum hjá fólkinu sjálfu. Við viljum að hreyfing verði valkostur í heilbrigðiskerfinu þannig að læknar geti vísað á hreyfingu sem meðferð við sjúkdómum á sama hátt og þeir vísa á lyf og læknisaðgerðir," segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, en hún hefur ásamt þingmönnunum Drífu Hjartardóttur, Þuríði Backman, Gunnari Örlygssyni, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Magnúsi Stefánssyni lagt fram tillögu til þingsályktunar sem felur í sér að heilbrigðisráðherra skipi nefnd til að undirbúa að hreyfing verði raunverulegur valkostur í heilbrigðiskerfinu. Ásta Ragnheiður bendir á að útgjöld til heilbrigðismála aukist stöðugt og aðgerðum á sjúkrahúsum fjölgi ár frá ári auk þess sem lyfjanotkun fer vaxandi. "Það þarf að leita leiða til að breyta þeirri hugsun að eina lækningin við kvillum sé lyf eða aðgerð því oft geta sjúklingar breytt heilsufari sínu með breyttu líferni, mataræði og hreyfingu," segir Ásta Ragnheiður. Í greinargerð með þingsályktuninni kemur fram að offita meðal fullorðinna hafi tvöfaldast á tuttugu árum og að um 65% fullorðinna landsmanna séu yfir æskilegri þyngd. "Við hugsum vel um bílana okkar, bónum þá og látum gera við þá þegar þeir bila. Svo skiptum við þeim út þegar þeir eru orðnir lúnir. Við fáum hins vegar bara einn skrokk sem við getum ekki skipt út. Þess vegna skiptir miklu að heilbrigðiskerfið sinni forvörnum. Offita veldur til dæmis miklum kostnaði í heilbrigðiskerfinu og fer vaxandi hjá börnum. Offita er raunverulegt heilbrigðisvandamál sem, ef ekkert verður að gert, á eftir að verða heilbrigðiskerfinu þungur baggi. Það er engin spurning að hreyfing og hollusta er góð leið til að sporna við þeirri þróun." Í greinargerð þingmannanna kemur jafnframt fram að Svíar, Danir og Norðmenn hafi um nokkurra ára skeið gert tilraunir með að vísa á hreyfingu sem úrræði í stað þess að vísa á lyf. Þykir þessi valkostur hafa gefið góð raun.
Heilsa Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira