Sigurður Sveinsson þjálfar Fylki

Sigurður Valur Sveinsson, fyrrum landsliðsmaður og stórskytta, hefur verið ráðinn þjálfari handknattleiksdeildar Fylkis í Árbænum. Fylkismenn ætla sér stóra hluti í handboltanum og hafa sett stefnuna á að mæta með lið til keppni í öllum flokkum árið 2007. Fylkir verður með í efstu deild á næsta ári og verður fróðlegt að sjá hvernig Sigurði tekst til með liðið. Sigurður þjálfaði síðast lið HK í efstu deild árið 2000.