Íslenskt bíóvor Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. mars 2005 00:01 Samkvæmt lífseigri goðsögn fara Íslendingar þjóða mest í bíó. Þessi almenni bíóáhugi er vitaskuld afskaplega krúttlegur en er þó ekki ávísun á að Íslendingar séu bíómenningarþjóð þar sem magn og gæði fara ekki saman á íslenskum bíómarkaði, sem er ofhlaðinn Hollywood-framleiðslu. Það standa auðvitað fáir Bandaríkjamönnum framar í kvikmyndaframleiðslu enda hafa þarlendir gert kvikmyndagerð að arðbærri stóriðju. Þar er margt vel gert en hverjum gullmola sem ratar hingað frá Ameríku fylgja óteljandi kílómetrar af filmum með illa leiknu og skrifuðu rusli.Bíóþjóðin hefur þó ekki kippt sér mikið upp við það. Aðalmálið virðist vera að fara í bíó og drepa um það bil tvo klukkutíma í senn. Hvað það er sem er horft á er aukaatriði. Kvikmyndahúsunum hefur verið legið á hálsi að bjóða nær einungis upp á engilsaxneskt afþreyingarefni og það eru ekki mörg ár síðan það var hending að evrópskar, að maður tali ekki um asískar myndir, rötuðu á almennar sýningar í bíóum í Reykjavík. Bíóin ein og sér geta ekki borið alla ábyrgðina enda ekki ríkisstyrkt menningarfyrirtæki. Þau þurfa að standa undir sér og leggja því áherslu á það sem fjöldinn vill sjá. Árni Samúelsson gerði einu sinni virðingarverða tilraun til þess að búa til artí bíóstemningu í miðborg Reykjavíkur þegar hann breytti Nýja bíó í svokallað mánudagsbíóhús með áherslu á listrænar myndir. Betty Blue og Blue Velvet gengu ágætlega en síðan rann tilraunin út í sandinn. Fólkið lét einfaldlega ekki sjá sig. Síðan þá hefur margt breyst og áhugi á jaðarmyndum, litlum sjálfstæðum myndum og myndum úr öllum heimshornum hefur snaraukist. Vel heppnaðar kvikmyndahátíðir, breskir bíódagar, franskir bíódagar, "indí" hátíð, Nordisk Panorama og fleiri bíóveislur hafa sýnt myndir fyrir fullu húsi og vakið meiri athygli og selt fleiri miða en björtustu áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er því ljóst að íslenskir bíógestir vilja meiri fjölbreytni og þó að kvikmyndahátíðir séu vissulega góðra gjalda verðar ætti þessi fjölþjóðlega stemning á markaðnum að sýna að "öðruvísi myndir" ættu að geta gengið í almennum sýningum. Kvikmyndahátíðin Iceland International Film Festival 2005 sem hefst þann 7. apríl er ein sú glæsilegasta og safaríkasta sem haldin hefur verið á Íslandi árum saman en á dagskrá hennar eru myndir á borð við La Mala Education, nýjasta mynd spænska leikstjórans Pedro Almódovar, Ett hål i mitt hjärta eftir sænska snillinginn Lukas Moodysson, Downfall þar sem Bruno Ganz fer á kostum í hlutverki Adolfs Hitler, Maria Full of Grace, Hotel Rwanda, Vera Drake, Kinsey, 9 Songs, House of Flying Daggers og The Woodsman. Allar þessar myndir hafa vakið mikla athygli og aðdáendur Almódovars hafa beðið myndar hans með óþreyju frá því í fyrra. Sumar þessara mynda kepptu um Óskarsverðlaunin en samt berast þær Íslendingum ekki fyrr en verðlaunaathöfnin er löngu liðin og til þess þarf kvikmyndahátíð.Moodysson hefur verið að gera allt vitlaust með Ett hål i mitt hjärta, stórmerkilegri en jafnframt átakanlega erfiðri mynd. Sömu sögu er að segja af Michael Winterbottom, sem gengur með 9 Songs lengra í kynlífssenum en "alvöru leikstjórar" hafa áður gert. Þær myndir sem hér eru nefndar hafa allar vakið ýmist hrifningu, sterk viðbrögð eða deilur og það er illt að þurfa að bíða eftir þeim lengur en nauðsynlegt er. Þetta eru vissulega fullsæmdar skrautfjaðrir fyrir hvaða kvikmyndahátíð sem er en það er eitthvað að ef þær geta ekki spjarað sig á almennum sýningum á Íslandi. Þá væri fólki nær að leggja meira púður í baráttuna fyrir bættri bíómenningu frekar en að rembast við að bæta vínmenningu. Það verkefni er vita vonlaust. Það er gósentíð fram undan hjá íslenskum bíófíklum en um helgina verður langþráð mynd um ævi Peter Sellers, The Life and Death of Peter Sellers með Geoffrey Rush í aðalhutverki, og í lok næstu viku skellur stóra kvikmyndahátíðin á með slíkum kræsingum að það verður full vinna að sjá allt sem er í boði. Úrvalið þarna sýnir og sannar að kvikmyndahátíðir munu alltaf vera okkur Íslendingum nauðsynlegar þó að rjómanum af þeim verði fleytt yfir á almennar sýningar til að stytta biðina eftir myndum sem eru funheitar í umræðunni úti um allan heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt lífseigri goðsögn fara Íslendingar þjóða mest í bíó. Þessi almenni bíóáhugi er vitaskuld afskaplega krúttlegur en er þó ekki ávísun á að Íslendingar séu bíómenningarþjóð þar sem magn og gæði fara ekki saman á íslenskum bíómarkaði, sem er ofhlaðinn Hollywood-framleiðslu. Það standa auðvitað fáir Bandaríkjamönnum framar í kvikmyndaframleiðslu enda hafa þarlendir gert kvikmyndagerð að arðbærri stóriðju. Þar er margt vel gert en hverjum gullmola sem ratar hingað frá Ameríku fylgja óteljandi kílómetrar af filmum með illa leiknu og skrifuðu rusli.Bíóþjóðin hefur þó ekki kippt sér mikið upp við það. Aðalmálið virðist vera að fara í bíó og drepa um það bil tvo klukkutíma í senn. Hvað það er sem er horft á er aukaatriði. Kvikmyndahúsunum hefur verið legið á hálsi að bjóða nær einungis upp á engilsaxneskt afþreyingarefni og það eru ekki mörg ár síðan það var hending að evrópskar, að maður tali ekki um asískar myndir, rötuðu á almennar sýningar í bíóum í Reykjavík. Bíóin ein og sér geta ekki borið alla ábyrgðina enda ekki ríkisstyrkt menningarfyrirtæki. Þau þurfa að standa undir sér og leggja því áherslu á það sem fjöldinn vill sjá. Árni Samúelsson gerði einu sinni virðingarverða tilraun til þess að búa til artí bíóstemningu í miðborg Reykjavíkur þegar hann breytti Nýja bíó í svokallað mánudagsbíóhús með áherslu á listrænar myndir. Betty Blue og Blue Velvet gengu ágætlega en síðan rann tilraunin út í sandinn. Fólkið lét einfaldlega ekki sjá sig. Síðan þá hefur margt breyst og áhugi á jaðarmyndum, litlum sjálfstæðum myndum og myndum úr öllum heimshornum hefur snaraukist. Vel heppnaðar kvikmyndahátíðir, breskir bíódagar, franskir bíódagar, "indí" hátíð, Nordisk Panorama og fleiri bíóveislur hafa sýnt myndir fyrir fullu húsi og vakið meiri athygli og selt fleiri miða en björtustu áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er því ljóst að íslenskir bíógestir vilja meiri fjölbreytni og þó að kvikmyndahátíðir séu vissulega góðra gjalda verðar ætti þessi fjölþjóðlega stemning á markaðnum að sýna að "öðruvísi myndir" ættu að geta gengið í almennum sýningum. Kvikmyndahátíðin Iceland International Film Festival 2005 sem hefst þann 7. apríl er ein sú glæsilegasta og safaríkasta sem haldin hefur verið á Íslandi árum saman en á dagskrá hennar eru myndir á borð við La Mala Education, nýjasta mynd spænska leikstjórans Pedro Almódovar, Ett hål i mitt hjärta eftir sænska snillinginn Lukas Moodysson, Downfall þar sem Bruno Ganz fer á kostum í hlutverki Adolfs Hitler, Maria Full of Grace, Hotel Rwanda, Vera Drake, Kinsey, 9 Songs, House of Flying Daggers og The Woodsman. Allar þessar myndir hafa vakið mikla athygli og aðdáendur Almódovars hafa beðið myndar hans með óþreyju frá því í fyrra. Sumar þessara mynda kepptu um Óskarsverðlaunin en samt berast þær Íslendingum ekki fyrr en verðlaunaathöfnin er löngu liðin og til þess þarf kvikmyndahátíð.Moodysson hefur verið að gera allt vitlaust með Ett hål i mitt hjärta, stórmerkilegri en jafnframt átakanlega erfiðri mynd. Sömu sögu er að segja af Michael Winterbottom, sem gengur með 9 Songs lengra í kynlífssenum en "alvöru leikstjórar" hafa áður gert. Þær myndir sem hér eru nefndar hafa allar vakið ýmist hrifningu, sterk viðbrögð eða deilur og það er illt að þurfa að bíða eftir þeim lengur en nauðsynlegt er. Þetta eru vissulega fullsæmdar skrautfjaðrir fyrir hvaða kvikmyndahátíð sem er en það er eitthvað að ef þær geta ekki spjarað sig á almennum sýningum á Íslandi. Þá væri fólki nær að leggja meira púður í baráttuna fyrir bættri bíómenningu frekar en að rembast við að bæta vínmenningu. Það verkefni er vita vonlaust. Það er gósentíð fram undan hjá íslenskum bíófíklum en um helgina verður langþráð mynd um ævi Peter Sellers, The Life and Death of Peter Sellers með Geoffrey Rush í aðalhutverki, og í lok næstu viku skellur stóra kvikmyndahátíðin á með slíkum kræsingum að það verður full vinna að sjá allt sem er í boði. Úrvalið þarna sýnir og sannar að kvikmyndahátíðir munu alltaf vera okkur Íslendingum nauðsynlegar þó að rjómanum af þeim verði fleytt yfir á almennar sýningar til að stytta biðina eftir myndum sem eru funheitar í umræðunni úti um allan heim.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun