Vill hreyfingu sem meðferðarform 19. apríl 2005 00:01 Gagnreyndar rannsóknir hafa sýnt að hreyfing hefur jákvæð áhrif á marga sjúkdóma og eru þar á meðal margir lífsstílssjúkdómar. Einstaklingur sem hefur verið sjúkdómsgreindur af lækni með einhvern þessara sjúkdóma ætti að geta fengið hreyfingarseðil og liti hann út eins og lyfseðill, en væri í raun ávísun á hreyfingu en ekki lyf," segir Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari. Héðinn fer fyrir vinnuhópi á vegum Félags íslenskra sjúkraþjálfara sem vill sjá hreyfingu nýtta enn frekar sem meðferðarform. "Með þennan seðil í höndunum gæti fólk til að mynda farið til sjúkraþjálfara þar sem því er veitt ráðgjöf um hvernig hreyfing geti nýst þeim og sjúkraþjálfarinn byggt upp raunhæfa hreyfingaráætlun í samráði við einstaklinginn," segir Héðinn. "Fræðsla um hreyfingu er mjög mikilvæg því alltof margir miða við einhverja staðalímynd og telja sig eiga of langt í land og gefast strax upp. Fólk þarf einnig að átta sig á því að hreyfing þarf ekki bara að eiga sér stað inni á líkamsræktarstöð heldur ætti hún að vera hluti af lífsstíl fólks og hana þarf að miða við aðstæður hvers og eins," segir Héðinn. Hann telur það mikilvægast að einstaklingum sé hjálpað til sjálfshjálpar og að bera ábyrgð á eigin heilsu en ekki gera þá háða kerfinu. "Samhliða fræðslunni myndi vera útbúin hreyfingaráætlun sem yrði sniðin að þörfum einstaklingsins. Honum yrði veitt aðhald til að byrja með en svo yrði það minnkað smám saman þannig að einstaklingurinn geti séð um hreyfinguna sjálfur," segir Héðinn. Þetta telur hann gefa einstaklingunum meiri trú á sjálfum sér til að takast á við eigin kvilla og í kjölfarið myndu heilbrigðisvandamál minnka. Heilsa Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburarbræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Gagnreyndar rannsóknir hafa sýnt að hreyfing hefur jákvæð áhrif á marga sjúkdóma og eru þar á meðal margir lífsstílssjúkdómar. Einstaklingur sem hefur verið sjúkdómsgreindur af lækni með einhvern þessara sjúkdóma ætti að geta fengið hreyfingarseðil og liti hann út eins og lyfseðill, en væri í raun ávísun á hreyfingu en ekki lyf," segir Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari. Héðinn fer fyrir vinnuhópi á vegum Félags íslenskra sjúkraþjálfara sem vill sjá hreyfingu nýtta enn frekar sem meðferðarform. "Með þennan seðil í höndunum gæti fólk til að mynda farið til sjúkraþjálfara þar sem því er veitt ráðgjöf um hvernig hreyfing geti nýst þeim og sjúkraþjálfarinn byggt upp raunhæfa hreyfingaráætlun í samráði við einstaklinginn," segir Héðinn. "Fræðsla um hreyfingu er mjög mikilvæg því alltof margir miða við einhverja staðalímynd og telja sig eiga of langt í land og gefast strax upp. Fólk þarf einnig að átta sig á því að hreyfing þarf ekki bara að eiga sér stað inni á líkamsræktarstöð heldur ætti hún að vera hluti af lífsstíl fólks og hana þarf að miða við aðstæður hvers og eins," segir Héðinn. Hann telur það mikilvægast að einstaklingum sé hjálpað til sjálfshjálpar og að bera ábyrgð á eigin heilsu en ekki gera þá háða kerfinu. "Samhliða fræðslunni myndi vera útbúin hreyfingaráætlun sem yrði sniðin að þörfum einstaklingsins. Honum yrði veitt aðhald til að byrja með en svo yrði það minnkað smám saman þannig að einstaklingurinn geti séð um hreyfinguna sjálfur," segir Héðinn. Þetta telur hann gefa einstaklingunum meiri trú á sjálfum sér til að takast á við eigin kvilla og í kjölfarið myndu heilbrigðisvandamál minnka.
Heilsa Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburarbræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira