Thatcher umbylti bresku samfélagi 3. maí 2005 00:01 Sá stjórnmálamaður sem á hvað mestan þátt í því hvernig breskt samfélag lítur út núna er ekki einu sinni í framboði. Hann heitir Margaret Thatcher. Bretland samtímans er nútímalegt markaðssamfélag án hafta og afturhaldssemi. En 1974 var því öðruvísi farið: Edward Heath, þáverandi leiðtogi íhaldsmanna, var andsnúinn kapítalisma og meðal pólitískra fyrirmynda hans voru Josef Tito, Fidel Castro og Mao Zedong. Fimm árum síðar var járnfrúin Margaret Thatcher komin á kreik, leiddi Íhaldsflokkinn til sigurs í kosningum og leiddi byltingu á bresku samfélagi. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir Thatcher í rauninni bæði hafa breytt Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Sá fyrrnefndi hafi verið yfirstéttarflokkur og mjög gamaldags, eins og reyndar Bretland allt, sem stóð í vegi fyrir tækniframförum og alls kyns umbótum. Ólafur segir Thatcher ekki hafa passað mjög vel inn í hóp gömlu yfirstéttarkallanna og lagt megináherslu á markaðinn, nútímalegt samfélag og samkeppni. En nú láta forystumenn Íhaldsflokksins sem Thatcher sé ekki til á meðan Blair, Brown og félagar ræða um efnahagsstefnu hennar eins og hálfgert nýja testamenti. Af hverju? Ólafur segir Verkamannaflokkinn hafa færst nær miðjunni og í rauninni ekki vera neitt fjarri því sem Thatcher var að gera. Báðir flokkarnir hafa því færst til hægri og því er Íhaldsflokkurinn í augum margra jafnógirnilegur kostur og Verkamannaflokkurinn var á níunda áratugnum. Nú er járnfrúin mörgum kjósendum gleymd og í fyrsta sinn í hálfa öld tekur hún ekki þátt í kosningabaráttunni, enda bæði fullorðin og sögð ósátt við flokkinn. Ólafur segir að arfleifð hennar verði sú að hún hafi verið leiðtoginn sem breytti Bretlandi frá gamla tímanum til nýja tímans. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Sjá meira
Sá stjórnmálamaður sem á hvað mestan þátt í því hvernig breskt samfélag lítur út núna er ekki einu sinni í framboði. Hann heitir Margaret Thatcher. Bretland samtímans er nútímalegt markaðssamfélag án hafta og afturhaldssemi. En 1974 var því öðruvísi farið: Edward Heath, þáverandi leiðtogi íhaldsmanna, var andsnúinn kapítalisma og meðal pólitískra fyrirmynda hans voru Josef Tito, Fidel Castro og Mao Zedong. Fimm árum síðar var járnfrúin Margaret Thatcher komin á kreik, leiddi Íhaldsflokkinn til sigurs í kosningum og leiddi byltingu á bresku samfélagi. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir Thatcher í rauninni bæði hafa breytt Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum. Sá fyrrnefndi hafi verið yfirstéttarflokkur og mjög gamaldags, eins og reyndar Bretland allt, sem stóð í vegi fyrir tækniframförum og alls kyns umbótum. Ólafur segir Thatcher ekki hafa passað mjög vel inn í hóp gömlu yfirstéttarkallanna og lagt megináherslu á markaðinn, nútímalegt samfélag og samkeppni. En nú láta forystumenn Íhaldsflokksins sem Thatcher sé ekki til á meðan Blair, Brown og félagar ræða um efnahagsstefnu hennar eins og hálfgert nýja testamenti. Af hverju? Ólafur segir Verkamannaflokkinn hafa færst nær miðjunni og í rauninni ekki vera neitt fjarri því sem Thatcher var að gera. Báðir flokkarnir hafa því færst til hægri og því er Íhaldsflokkurinn í augum margra jafnógirnilegur kostur og Verkamannaflokkurinn var á níunda áratugnum. Nú er járnfrúin mörgum kjósendum gleymd og í fyrsta sinn í hálfa öld tekur hún ekki þátt í kosningabaráttunni, enda bæði fullorðin og sögð ósátt við flokkinn. Ólafur segir að arfleifð hennar verði sú að hún hafi verið leiðtoginn sem breytti Bretlandi frá gamla tímanum til nýja tímans.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Sjá meira