Horfði á föður sinn stunginn 16. maí 2005 00:01 Einn lést og annar slasaðist þegar í brýnu sló milli gesta annars vegar og boðflennu hins vegar í matarboði að Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Árásarmaðurinn var æstur þegar hann kom í íbúðina, en enn er ekki ljóst hvað varð til þess að hann greip hníf og banaði einum gestanna. Húsráðandi var of miður sín til að tjá sig þegar eftir því var leitað, en að sögn eins þeirra sem voru í matarboðinu, lét árásarmaðurinn öllum illum látum þegar hann kom í íbúðina og kunni vitnið enga skýringu á hvað olli þeirri miklu reiði. Húsráðandi og árásarmaðurinn þekktust lítillega. Húsráðandinn vildi lítið með manninn hafa og bað hann með góðu að fara en því sinnti hann ekki. Við það kom til ósátta milli hans og eins gestanna. Átök þeirra bárust fram á stigagang fjölbýlishússins. Þar tók sá óvelkomni fram hníf og veitti gestinum áverka á brjósti sem skömmu síðar drógu hann til dauða. Hann var látinn þegar lögregla og sjúkralið komu að laust fyrir klukkan ellefu í fyrrakvöld. Annar maður, sem reyndi að yfirbuga árásarmanninn, slasaðist í átökunum og var fluttur á sjúkrahús en hann reyndust ekki alvarlega slasaður. Mennirnir þrír eru allir frá Víetnam en hafa búið hér á landi um hríð. Aðrir íbúar hússins, sem voru heima, voru slegnir og margir sváfu ekki um nóttina. Einn varð vitni að því að dóttir hins látna stóð grátandi og blóðug í stigaganginum og endurtók í sífellu að pabbi sinn væri dáinn. Annar íbúi var hissa á að fólkinu hefði ekki verið veitt áfallahjálp enda hefði mikil skelfing gripið um sig. Ekki fékkst staðfest hjá lögreglu að fólkinu hefði verið boðin áfallahjálp. Hjörtur Sveinsson, sá íbúi sem hvað lengst hefur búið í húsinu, sagðist aldrei áður hafa orðið var við nokkur vandræði vegna fólksins, sem búið hefur í húsinu lengi. "Fjölskyldan hefur búið hér um tíma og ég veit ekki til þess að nokkur vandræði hafi verið þeirra vegna. Ég kom heim um svipað leyti og lögreglan kom hér að. Þá voru hérna um tíu lögreglubílar auk sjúkraliðs og ljóst að mikið hafði gengið á miðað við blóðsletturnar sem voru víða um stigaganginn. Fólk var grátandi og öskrandi og óhætt er að segja að hér hafi verið dapurlegt." Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en tveimur mönnum sem einnig voru handteknir hefur verið sleppt. Rannsókn málsins stendur yfir.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Einn lést og annar slasaðist þegar í brýnu sló milli gesta annars vegar og boðflennu hins vegar í matarboði að Hlíðarhjalla í Kópavogi á sunnudagskvöld. Árásarmaðurinn var æstur þegar hann kom í íbúðina, en enn er ekki ljóst hvað varð til þess að hann greip hníf og banaði einum gestanna. Húsráðandi var of miður sín til að tjá sig þegar eftir því var leitað, en að sögn eins þeirra sem voru í matarboðinu, lét árásarmaðurinn öllum illum látum þegar hann kom í íbúðina og kunni vitnið enga skýringu á hvað olli þeirri miklu reiði. Húsráðandi og árásarmaðurinn þekktust lítillega. Húsráðandinn vildi lítið með manninn hafa og bað hann með góðu að fara en því sinnti hann ekki. Við það kom til ósátta milli hans og eins gestanna. Átök þeirra bárust fram á stigagang fjölbýlishússins. Þar tók sá óvelkomni fram hníf og veitti gestinum áverka á brjósti sem skömmu síðar drógu hann til dauða. Hann var látinn þegar lögregla og sjúkralið komu að laust fyrir klukkan ellefu í fyrrakvöld. Annar maður, sem reyndi að yfirbuga árásarmanninn, slasaðist í átökunum og var fluttur á sjúkrahús en hann reyndust ekki alvarlega slasaður. Mennirnir þrír eru allir frá Víetnam en hafa búið hér á landi um hríð. Aðrir íbúar hússins, sem voru heima, voru slegnir og margir sváfu ekki um nóttina. Einn varð vitni að því að dóttir hins látna stóð grátandi og blóðug í stigaganginum og endurtók í sífellu að pabbi sinn væri dáinn. Annar íbúi var hissa á að fólkinu hefði ekki verið veitt áfallahjálp enda hefði mikil skelfing gripið um sig. Ekki fékkst staðfest hjá lögreglu að fólkinu hefði verið boðin áfallahjálp. Hjörtur Sveinsson, sá íbúi sem hvað lengst hefur búið í húsinu, sagðist aldrei áður hafa orðið var við nokkur vandræði vegna fólksins, sem búið hefur í húsinu lengi. "Fjölskyldan hefur búið hér um tíma og ég veit ekki til þess að nokkur vandræði hafi verið þeirra vegna. Ég kom heim um svipað leyti og lögreglan kom hér að. Þá voru hérna um tíu lögreglubílar auk sjúkraliðs og ljóst að mikið hafði gengið á miðað við blóðsletturnar sem voru víða um stigaganginn. Fólk var grátandi og öskrandi og óhætt er að segja að hér hafi verið dapurlegt." Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald en tveimur mönnum sem einnig voru handteknir hefur verið sleppt. Rannsókn málsins stendur yfir.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.Blóðslettur mátti víða finna í stigaganginum. Blóð var á veggjum, teppum, handriðum og skófatnaði í anddyri.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent