Tónlist og teygjur fara vel saman 24. maí 2005 00:01 Margir sjá fyrir sér að það að spila á hljóðfæri sé ekkert sérstaklega erfið vinna líkamlega en þær Herdís Anna Jónsdóttir og Rósa Guðmundsdóttir, hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands, vilja aldeilis ekki meina það. "Atvinnuhljóðfæraleikari þarf að vera í sama formi og ólympíufari. Það sagði sjúkraþjálfarinn okkar að minnsta kosti," segir Herdís ákveðin. "Við þurfum að þekkja hverja taug og hvert vöðvaknippi til að geta sinnt okkar starfi sem skyldi og geta haldið hljóðfærinu tímunum saman í sömu stellingu." Og því er það að í kaffitímanum á virkum morgnum klukkan ellefu breytist stóri salurinn í Háskólabíó í smástund úr hljómsveitaræfingasvæði í jógastöð, með teygjum og öndunaræfingum undir stjórn þeirra Rósu og Herdísar. "Hugsaðu þér ef áttatíu blaðamenn og aðrir sem vinna við tölvu þyrftu að vélrita nákvæmlega í takt, á sama hraða og vera búin á nákvæmlega sama tíma, og fylgjast með stjórnanda allan tímann að auki. Hljóðfæraleikari í hljómsveit getur ekki stoppað og velt fyrir sér hvernig er best að gera eitthvað, eða ákveðið að standa aðeins á fætur og teygja úr sér eða fara á klósettið. Þetta veldur heilmikilli streitu og spennu hjá hljóðfæraleikurum." Þær stöllur efast ekki um að teygjurnar hafi bætt hljóminn í hljómsveitinni. "Því betur sem þú nærð að slaka, því betur nær hljóðfærið þitt að hljóma," segir Rósa. "Svo er þetta líka gott fyrir starfsandann í hljómsveitinni." Þær segja gestastjórnendur mjög hrifna af teygjuframtakinu. "Ashkenazy fannst þetta alveg frábært og teygði með af mikilli einbeitingu. Við höfum ekki hitt neinn stjórnanda sem hefur kynnst hópteygjum annars staðar, svo þetta virðist vera einstakt framtak hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Herdís. "Við ættum að fara í teygjutrúboð." En hverjir skyldu vera duglegastir að teygja? "Fólk er misduglegt en það fer ekkert eftir hljóðfærunum. Ef það er ekki teygt, sem stundum vill vera, þá taka blásararnir það hins vegar helst nærri sér og koma og skamma okkur." Kaffihléinu er lokið og nýteygðir hljóðfæraleikarar taka til starfa að nýju. Blaðamaður laumast til að gera teygjur frammi á gangi við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Heilsa Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Margir sjá fyrir sér að það að spila á hljóðfæri sé ekkert sérstaklega erfið vinna líkamlega en þær Herdís Anna Jónsdóttir og Rósa Guðmundsdóttir, hljóðfæraleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands, vilja aldeilis ekki meina það. "Atvinnuhljóðfæraleikari þarf að vera í sama formi og ólympíufari. Það sagði sjúkraþjálfarinn okkar að minnsta kosti," segir Herdís ákveðin. "Við þurfum að þekkja hverja taug og hvert vöðvaknippi til að geta sinnt okkar starfi sem skyldi og geta haldið hljóðfærinu tímunum saman í sömu stellingu." Og því er það að í kaffitímanum á virkum morgnum klukkan ellefu breytist stóri salurinn í Háskólabíó í smástund úr hljómsveitaræfingasvæði í jógastöð, með teygjum og öndunaræfingum undir stjórn þeirra Rósu og Herdísar. "Hugsaðu þér ef áttatíu blaðamenn og aðrir sem vinna við tölvu þyrftu að vélrita nákvæmlega í takt, á sama hraða og vera búin á nákvæmlega sama tíma, og fylgjast með stjórnanda allan tímann að auki. Hljóðfæraleikari í hljómsveit getur ekki stoppað og velt fyrir sér hvernig er best að gera eitthvað, eða ákveðið að standa aðeins á fætur og teygja úr sér eða fara á klósettið. Þetta veldur heilmikilli streitu og spennu hjá hljóðfæraleikurum." Þær stöllur efast ekki um að teygjurnar hafi bætt hljóminn í hljómsveitinni. "Því betur sem þú nærð að slaka, því betur nær hljóðfærið þitt að hljóma," segir Rósa. "Svo er þetta líka gott fyrir starfsandann í hljómsveitinni." Þær segja gestastjórnendur mjög hrifna af teygjuframtakinu. "Ashkenazy fannst þetta alveg frábært og teygði með af mikilli einbeitingu. Við höfum ekki hitt neinn stjórnanda sem hefur kynnst hópteygjum annars staðar, svo þetta virðist vera einstakt framtak hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands," segir Herdís. "Við ættum að fara í teygjutrúboð." En hverjir skyldu vera duglegastir að teygja? "Fólk er misduglegt en það fer ekkert eftir hljóðfærunum. Ef það er ekki teygt, sem stundum vill vera, þá taka blásararnir það hins vegar helst nærri sér og koma og skamma okkur." Kaffihléinu er lokið og nýteygðir hljóðfæraleikarar taka til starfa að nýju. Blaðamaður laumast til að gera teygjur frammi á gangi við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Heilsa Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira