Stjórnarslit hafi ekki verið nærri 31. maí 2005 00:01 Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Fréttablaðið hefur undanfarna fjóra daga birt greinar um söluna á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Þar hefur meðal annars komið fram að Halldór Ásgrímsson hafi rætt við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks, sem báðir vildu eignast Búnaðarbankann haustið 2002, og hvatt þá til að sameinast um tilboð. Halldór segir ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Hann segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson hafa leitað eftir samtali við sig en hann hafi ekki haft tíma í það, auk þess sem ráðherra var staddur á Selfossi, og beðið þá um að hringja í sig sem þeir hafi gert. Halldór segist hafa sagt að hann gæti lítið gert í málinu en farsælast væri ef þeir gætu sameinast í málinu. „Þeir gerðu það ekki og ég hafði engin frekari afskipti af því," segir Halldór. Halldór segist enn fremur hafa veitt ýmis samtöl í gegnum tíðina og það geri hann á hverjum einasta degi. Í úttektinni segir einnig að einkavæðingarnefnd hafi ekki verið látin vita af ákvörðun stjórnvalda um að selja Búnaðarbankann um leið og Landsbankann. Var eðlilegt að taka þannig fram fyrir hendurnar á nefndinni sem átti að sjá um einkavæðinguna? Halldór segir að það hafi alderu verið gert. Það liggi þó ljóst fyrir að ráðherrar taki endanlegar ákvarðanir en ekki embættismenn. Halldór segir það einnig „tóma vitleysu" að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna málsins. „Allt þetta hefði verið hægt að leiðrétta með einu símtali en viðkomandi virðast ekki hafa haft áhuga á því," segir forsætisráðherra. Það fer ekki milli mála þegar umfjöllun um málið er skoðuð að ýjað er að því að stjórnarflokkarnir hafi verið að búa til þóknanlega kaupendur að bönkunum. Halldór neitar því og segir einfaldlega hafa verið auglýst eftir kaupendum. „Bankarnir voru að meirihluta seldir á almennum markaði. Síðan var ákveðið að leita að kjölfestufjárfestum inn í bankana. Fyrst var reynt að ná erlendum aðilum inn í bankana, sérstaklega árið 2001, það tókst ekki. Síðan kemur bréf frá þeim Samson-mönnum og það setur hlutina í gang á nýjan leik og þá eru bankarnir einfaldlega auglýstir,“ segir Halldór. Halldór segir fimm aðila hafa haft áhuga á málinu og einkavæðingarnefnd og sá erlendi banki sem hafi verið ráðgjafi í málinu, HSBC, hafi ráðlagt að rætt yrði við þrjá aðila og það hafi verið. Tveir þeirra hafi keypt bankana og það hafi allt verið gert samkvæmt ráðleggingum einkavæðingarnefndar og þess HSBC. Það sé sannleikurinn í málinu. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Sjá meira
Forsætisráðherra segir að aldrei hafi legið nærri stjórnarslitum vegna sölunnar á ríkisbönkunum. Hann segir úttekt Fréttablaðsins á einkavæðingunni innihalda rangfærslur sem hefði mátt leiðrétta með einu símtali, en aldrei hafi verið leitað eftir upplýsingum úr ráðuneytinu. Fréttablaðið hefur undanfarna fjóra daga birt greinar um söluna á hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Þar hefur meðal annars komið fram að Halldór Ásgrímsson hafi rætt við fulltrúa S-hópsins og Kaldbaks, sem báðir vildu eignast Búnaðarbankann haustið 2002, og hvatt þá til að sameinast um tilboð. Halldór segir ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Hann segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson hafa leitað eftir samtali við sig en hann hafi ekki haft tíma í það, auk þess sem ráðherra var staddur á Selfossi, og beðið þá um að hringja í sig sem þeir hafi gert. Halldór segist hafa sagt að hann gæti lítið gert í málinu en farsælast væri ef þeir gætu sameinast í málinu. „Þeir gerðu það ekki og ég hafði engin frekari afskipti af því," segir Halldór. Halldór segist enn fremur hafa veitt ýmis samtöl í gegnum tíðina og það geri hann á hverjum einasta degi. Í úttektinni segir einnig að einkavæðingarnefnd hafi ekki verið látin vita af ákvörðun stjórnvalda um að selja Búnaðarbankann um leið og Landsbankann. Var eðlilegt að taka þannig fram fyrir hendurnar á nefndinni sem átti að sjá um einkavæðinguna? Halldór segir að það hafi alderu verið gert. Það liggi þó ljóst fyrir að ráðherrar taki endanlegar ákvarðanir en ekki embættismenn. Halldór segir það einnig „tóma vitleysu" að hann hafi hótað stjórnarslitum vegna málsins. „Allt þetta hefði verið hægt að leiðrétta með einu símtali en viðkomandi virðast ekki hafa haft áhuga á því," segir forsætisráðherra. Það fer ekki milli mála þegar umfjöllun um málið er skoðuð að ýjað er að því að stjórnarflokkarnir hafi verið að búa til þóknanlega kaupendur að bönkunum. Halldór neitar því og segir einfaldlega hafa verið auglýst eftir kaupendum. „Bankarnir voru að meirihluta seldir á almennum markaði. Síðan var ákveðið að leita að kjölfestufjárfestum inn í bankana. Fyrst var reynt að ná erlendum aðilum inn í bankana, sérstaklega árið 2001, það tókst ekki. Síðan kemur bréf frá þeim Samson-mönnum og það setur hlutina í gang á nýjan leik og þá eru bankarnir einfaldlega auglýstir,“ segir Halldór. Halldór segir fimm aðila hafa haft áhuga á málinu og einkavæðingarnefnd og sá erlendi banki sem hafi verið ráðgjafi í málinu, HSBC, hafi ráðlagt að rætt yrði við þrjá aðila og það hafi verið. Tveir þeirra hafi keypt bankana og það hafi allt verið gert samkvæmt ráðleggingum einkavæðingarnefndar og þess HSBC. Það sé sannleikurinn í málinu.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fleiri fréttir Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Sjá meira