Átökin halda áfram 11. júní 2005 00:01 Erfitt er að fullyrða um hvort sala Steinunnar Jónsdóttur á fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka til Burðaráss breyti valdahlutföllum í bankanum. Einhverra breytingar er því að vænta á næstunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja aðilar tengdir Straumi sig hafa yfir 40 prósenta hlut í bankanum og ætla að láta til skarar skríða innan skamms. Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Karl Wernersson höfðu hug á að kaupa fjögurra prósenta hlut Steinunnar í Íslandsbanka. Hún ákvað þó að selja Burðarási hlutinn þegar hún frétti af samstarfi þessara þriggja aðila. Tvennum sögum fer af því hvort aðilar tengdir Landsbankanum hafi vitað af þessu samstarfi. Bæði Baugur og Hannes Smárason eru nú þegar hluthafar í bankanum. Hannes keypti fyrir nokkru hlut fyrir um þrjá milljarða í bankanum og í vor keypti Baugur hlut fyrir um milljarð. Samtals er hlutur þeirra og Karls Wernerssonar því um fimmtán prósent. Athygli vekur að samkvæmt Morgunblaðinu vildi Straumur selja Karli, Jóni Ásgeiri og Hannesi, en hingað til hefur Straumur verið hliðhollari Landsbankanum og félögum tengdum þeim. Gæti þetta orðið til þess að styrkja meirihlutann í hluthafahópi Íslandsbanka. Karl á eins og kunnugt er Sjóvá, sem Straumur hefur mikinn áhuga á að eignast. Sala á Sjóvá til Straums myndi því liðka fyrir því að Straumur selji Karli og tengdum aðilum hlut sinn í Íslandsbanka. Virði hlutar Straums er rúmlega 30 milljarðar króna. Ljóst er að framvinda mála ræðst af því hvað Straumur gerir við tæplega 20 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka. Ef skoðaður er hluthafalisti Íslandsbanka sést að vafaatkvæði eru mörg en eignaraðild að bankanum er mjög dreifð. Ef til kosninga kæmi á stjórnarfundi væri erfitt að segja til um úrslitin. Að undanförnu hafa stjórnir bankans verið sjálfskipaðar en nokkur átök hafa verið fyrir fundina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Erfitt er að fullyrða um hvort sala Steinunnar Jónsdóttur á fjögurra prósenta hlut í Íslandsbanka til Burðaráss breyti valdahlutföllum í bankanum. Einhverra breytingar er því að vænta á næstunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins telja aðilar tengdir Straumi sig hafa yfir 40 prósenta hlut í bankanum og ætla að láta til skarar skríða innan skamms. Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason og Karl Wernersson höfðu hug á að kaupa fjögurra prósenta hlut Steinunnar í Íslandsbanka. Hún ákvað þó að selja Burðarási hlutinn þegar hún frétti af samstarfi þessara þriggja aðila. Tvennum sögum fer af því hvort aðilar tengdir Landsbankanum hafi vitað af þessu samstarfi. Bæði Baugur og Hannes Smárason eru nú þegar hluthafar í bankanum. Hannes keypti fyrir nokkru hlut fyrir um þrjá milljarða í bankanum og í vor keypti Baugur hlut fyrir um milljarð. Samtals er hlutur þeirra og Karls Wernerssonar því um fimmtán prósent. Athygli vekur að samkvæmt Morgunblaðinu vildi Straumur selja Karli, Jóni Ásgeiri og Hannesi, en hingað til hefur Straumur verið hliðhollari Landsbankanum og félögum tengdum þeim. Gæti þetta orðið til þess að styrkja meirihlutann í hluthafahópi Íslandsbanka. Karl á eins og kunnugt er Sjóvá, sem Straumur hefur mikinn áhuga á að eignast. Sala á Sjóvá til Straums myndi því liðka fyrir því að Straumur selji Karli og tengdum aðilum hlut sinn í Íslandsbanka. Virði hlutar Straums er rúmlega 30 milljarðar króna. Ljóst er að framvinda mála ræðst af því hvað Straumur gerir við tæplega 20 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka. Ef skoðaður er hluthafalisti Íslandsbanka sést að vafaatkvæði eru mörg en eignaraðild að bankanum er mjög dreifð. Ef til kosninga kæmi á stjórnarfundi væri erfitt að segja til um úrslitin. Að undanförnu hafa stjórnir bankans verið sjálfskipaðar en nokkur átök hafa verið fyrir fundina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira