San Antonio 2 - Detroit 1 15. júní 2005 00:01 Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna. Ben Wallace fór fyrir sínum mönnum í fyrri hálfleiknum með hörku varnarleik og mikilli baráttu, en þeir Chauncey Billups og Rip Hamilton tóku upp hanskann í síðari hálfleiknum með öflugum sóknarleik. "Ég held að mínir menn hafi áttað sig á því í kvöld hversu mikið þeir þurfa að berjast til að eiga möguleika í þessu einvígi," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. Miklu munaði fyrir gestina að Manu Ginobili fékk högg á lærið á fyrstu sekúndum leiksins og virtist aldrei ná sér á strik eftir það. Tim Duncan var einnig í strangri gæslu hjá Ben Wallace, sem varði hvert skotið á fætur öðru í byrjun leiksins og var loksins líkur sjálfum sér. "Við vissum að þetta væri leikur sem við yrðum að vinna og við náðum að þrífast á orkunni frá áhorfendum okkar í dag", sagði Rasheed Wallace. "Við komum ákveðnir til leiks í kvöld og staðráðnir í að verja heimavöllinn. Allir voru að hjálpast að og vinna hvor fyrir annan, og þannig vinnur maður körfuboltaleiki," sagði Rip Hamilton, sem átti ágætan leik. Spennan í leiknum var svo mikil í fyrri hálfleiknum að læknar þurftu að beita hjartahnoði á mann sem hneig í gólfið fyrir aftan aðra körfuna. Áhorfendur fögnuðu þegar hann setti þumalfingurinn á loft til marks um að hann væri heill á húfi þegar læknarnir báru hann út úr húsinu. SAN ANTONIODETROITStig7996Skot hitt - skot reynd, %29-67 (.433)40-85 (.471)3ja stiga skot - skot reynd %8-17 (.471)3-14 (.214)Víti - víti reynd, %13-20 (.650)13-17 (.765)Fráköst (sókn-heildar)10-3717-44Stoðsendingar1622Tapaðir boltar1811Stolnir boltar712Varin skot310Stig úr hraðaupphlaupum420Villur (Tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (1/0)Mesta forskot í leik619Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig, Tim Duncan 14 stig (10 frák, 4 stoðs, 3 stolnir), Bruce Bowen 13 stig, Brent Barry 10 stig, Manu Ginobili 7 stig, Robert Horry 6 stig (5 frák), Nazr Mohammed 4 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 24 stig, Chauncey Billups 20 stig (7 stoðs, 6 frák), Ben Wallace 15 stig (11 frák, 5 varin), Tayshaun Prince 12 stig (6 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (9 frák), Rasheed Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 3 stig. NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Það tók þá langan tíma að sýna það, en Detroit Pistons eru ennþá NBA meistarar. San Antonio hélt í við þá í fyrrihálfleiknum í þriðja leik liðanna í gærkvöldi, en þá hrökk vörn heimamanna í gang fyrir alvöru og skóp góðan 96-79 sigur þeirra í leik sem þeir einfaldlega urðu að vinna. Ben Wallace fór fyrir sínum mönnum í fyrri hálfleiknum með hörku varnarleik og mikilli baráttu, en þeir Chauncey Billups og Rip Hamilton tóku upp hanskann í síðari hálfleiknum með öflugum sóknarleik. "Ég held að mínir menn hafi áttað sig á því í kvöld hversu mikið þeir þurfa að berjast til að eiga möguleika í þessu einvígi," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit. Miklu munaði fyrir gestina að Manu Ginobili fékk högg á lærið á fyrstu sekúndum leiksins og virtist aldrei ná sér á strik eftir það. Tim Duncan var einnig í strangri gæslu hjá Ben Wallace, sem varði hvert skotið á fætur öðru í byrjun leiksins og var loksins líkur sjálfum sér. "Við vissum að þetta væri leikur sem við yrðum að vinna og við náðum að þrífast á orkunni frá áhorfendum okkar í dag", sagði Rasheed Wallace. "Við komum ákveðnir til leiks í kvöld og staðráðnir í að verja heimavöllinn. Allir voru að hjálpast að og vinna hvor fyrir annan, og þannig vinnur maður körfuboltaleiki," sagði Rip Hamilton, sem átti ágætan leik. Spennan í leiknum var svo mikil í fyrri hálfleiknum að læknar þurftu að beita hjartahnoði á mann sem hneig í gólfið fyrir aftan aðra körfuna. Áhorfendur fögnuðu þegar hann setti þumalfingurinn á loft til marks um að hann væri heill á húfi þegar læknarnir báru hann út úr húsinu. SAN ANTONIODETROITStig7996Skot hitt - skot reynd, %29-67 (.433)40-85 (.471)3ja stiga skot - skot reynd %8-17 (.471)3-14 (.214)Víti - víti reynd, %13-20 (.650)13-17 (.765)Fráköst (sókn-heildar)10-3717-44Stoðsendingar1622Tapaðir boltar1811Stolnir boltar712Varin skot310Stig úr hraðaupphlaupum420Villur (Tækni/ásetnings)21 (1/0)18 (1/0)Mesta forskot í leik619Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tony Parker 21 stig, Tim Duncan 14 stig (10 frák, 4 stoðs, 3 stolnir), Bruce Bowen 13 stig, Brent Barry 10 stig, Manu Ginobili 7 stig, Robert Horry 6 stig (5 frák), Nazr Mohammed 4 stig (7 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Richard Hamilton 24 stig, Chauncey Billups 20 stig (7 stoðs, 6 frák), Ben Wallace 15 stig (11 frák, 5 varin), Tayshaun Prince 12 stig (6 frák, 5 stoðs), Antonio McDyess 12 stig (9 frák), Rasheed Wallace 8 stig (7 frák), Lindsay Hunter 3 stig.
NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti