San Antonio 2 - Detroit 2 17. júní 2005 00:01 Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71. San Antonio sá aldrei til sólar í leiknum og það var fyrst og fremst hörkuvörn Detroit, ásamt fjölbreyttum sóknarleik, sem skóp sigur þeirra. Liðin spila fimmta leikinn í Detroit á sunnudagskvöldið og ef fer sem horfir, mun San Antonio snúa aftur til Texas 3-2 undir. "Þeir pressuðu okkur mjög stíft og við fundum engin svör við vörn þeirra. Við verðum að finna svar við þeim strax, annars erum við í ansi vondum málum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en þjálfari hans var ekki jafn myrkur í máli. "Fyrri hálfleikurinn var lélegasti hálfleikur sem ég hef séð hjá nokkru liði í úrslitakeppni á minni löngu æfi," öskraði hann á leikmenn sína þegar þeir fengu tebollann sinn í hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Larry Brown þjálfari Detroit var öllu sáttari við sína menn. "Ég held að þessi leikur hafi verið best spilaði leikur á þessu stigi úrslitakeppninnar hjá nokkru liði sem ég hef þjálfað;" sagði hann. Þeir Antonio McDyess og Lindsay Hunter komu af bekknum hjá Detroit og léku eins og englar, sem aðeins jók á niðurlægingu San Antonio. Sjö leikmenn Detroit skoruðu yfir 10 stig í leiknum. "Þeir komu grimmir til leiks, en við vorum fljótir að kreista úr þeim loftið og ég vona að þessi meðbyr haldi áfram," sagði McDyess. "Ég myndi ekki segja að ég væri vonsvikinn, það er ekki orð til að lýsa tilfinningum mínum eftir þennan leik," sagði Gregg Popovich eftir leikinn, greinilega í ansi slæmu skapi. SAN ANTONIODETROITStig71102Skot-skot reynd, %26-70 (.371)41-90 (.456)3ja stiga skot-skot reynd,%5-15 (.333)2-9 (.222)Víti-víti reynd, %14-24 (.583)18-23 (.783)Fráköst(í sókn-heildar)12-4413-47Stoðsendingar1523Tapaðir boltar173Stolnir boltar113Varin skot96Stig úr hraðaupphlaupum1022Villur (Tækni/ásetnings)21 (0/0)22 (0/0)Mesta forysta í leik431Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 16 stig (16 frák), Manu Ginobili 12 stig, Tony Parker 12 stig, Devin Brown 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Robert Horry 5 stig, Beno Udrih 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs, 5 frák), Lindsay Hunter 17 stig (5 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 13 stig (7 frák), Rip Hamilton 12 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák, 3 varin, 3 stolnir). NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Það mætti aðeins eitt lið til leiks í nótt í fjórða leik Detroit og San Antonio í fjórða leik lokaúrslitanna, því strax frá byrjun var ljóst að heimamenn myndu valta yfir daufa gestina og jafna metin í einvíginu eftir slæm töp í fyrstu tveimur leikjunum. Lokastaðan 102-71. San Antonio sá aldrei til sólar í leiknum og það var fyrst og fremst hörkuvörn Detroit, ásamt fjölbreyttum sóknarleik, sem skóp sigur þeirra. Liðin spila fimmta leikinn í Detroit á sunnudagskvöldið og ef fer sem horfir, mun San Antonio snúa aftur til Texas 3-2 undir. "Þeir pressuðu okkur mjög stíft og við fundum engin svör við vörn þeirra. Við verðum að finna svar við þeim strax, annars erum við í ansi vondum málum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en þjálfari hans var ekki jafn myrkur í máli. "Fyrri hálfleikurinn var lélegasti hálfleikur sem ég hef séð hjá nokkru liði í úrslitakeppni á minni löngu æfi," öskraði hann á leikmenn sína þegar þeir fengu tebollann sinn í hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Larry Brown þjálfari Detroit var öllu sáttari við sína menn. "Ég held að þessi leikur hafi verið best spilaði leikur á þessu stigi úrslitakeppninnar hjá nokkru liði sem ég hef þjálfað;" sagði hann. Þeir Antonio McDyess og Lindsay Hunter komu af bekknum hjá Detroit og léku eins og englar, sem aðeins jók á niðurlægingu San Antonio. Sjö leikmenn Detroit skoruðu yfir 10 stig í leiknum. "Þeir komu grimmir til leiks, en við vorum fljótir að kreista úr þeim loftið og ég vona að þessi meðbyr haldi áfram," sagði McDyess. "Ég myndi ekki segja að ég væri vonsvikinn, það er ekki orð til að lýsa tilfinningum mínum eftir þennan leik," sagði Gregg Popovich eftir leikinn, greinilega í ansi slæmu skapi. SAN ANTONIODETROITStig71102Skot-skot reynd, %26-70 (.371)41-90 (.456)3ja stiga skot-skot reynd,%5-15 (.333)2-9 (.222)Víti-víti reynd, %14-24 (.583)18-23 (.783)Fráköst(í sókn-heildar)12-4413-47Stoðsendingar1523Tapaðir boltar173Stolnir boltar113Varin skot96Stig úr hraðaupphlaupum1022Villur (Tækni/ásetnings)21 (0/0)22 (0/0)Mesta forysta í leik431Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 16 stig (16 frák), Manu Ginobili 12 stig, Tony Parker 12 stig, Devin Brown 8 stig, Bruce Bowen 6 stig, Robert Horry 5 stig, Beno Udrih 5 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 17 stig (7 stoðs, 5 frák), Lindsay Hunter 17 stig (5 stoðs), Rasheed Wallace 14 stig (8 frák), Tayshaun Prince 13 stig, Antonio McDyess 13 stig (7 frák), Rip Hamilton 12 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák, 3 varin, 3 stolnir).
NBA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti