Hvað verður um íslenska frelsið? 31. ágúst 2005 00:01 Fyrir stuttu var í viðtali í Birtu ung kona sem hafði búið erlendis öll sín fullorðinsár. Hún er flutt heim núna og ástæðan er sú að hún er barnshafandi og getur ekki hugsað sér betri gjöf handa barninu sínu en íslenska frelsið. Helstu lífsgæði Íslendinga, sem búa við leiðinlegt veðurfar, dýra matvöru og einangrun, eru íslenska frelsið. Og hvað felst í hugtakinu "frelsi" í þessu samhengi? Að geta sent börnin sín út að leika án þess að þurfa að fara með þeim eða sjá alltaf nákvæmlega hvar þau eru. Að geta fengið sér gönguferð í rökkrinu, einn með sjálfum sér, án þess að eiga á hættu að vera misþyrmt. Að geta farið út að skemmta sér með vinkonum sínum í pæjulegum fötum og fengið sér í glas án þess að vera þar með orðin réttmætt fórnarlamb nauðgunar. Frelsi til að gera sjálfsagða og eðlilega hluti sem í flestum öðrum löndum teljast til munaðar sem nánast enginn getur veitt sér eða telur sig eiga heimtingu á. En hvernig stendur íslenska frelsið þessa dagana? Í sjónvarpsfréttunum um daginn var sagt frá því að konur þori ekki að kæra nauðganir vegna þess að sönnunarbyrðin er svo þung að þær treysta sér ekki til að bera hana. Í fyrradag var viðtal í fréttunum við konu sem hafði verið barin ítrekað í höfuðið með felgulykli af barnsföður sínum. Á menningarsólarhringnum, frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns, voru tveir ungir menn stungnir með hnífi. Annar þeirra lést, hinn meiddist alvarlega. Að auki lá við að lögreglan missti stjórn á unglingunum í bænum, sem að sögn miðborgarprestsins fóru um bæinn í árásargjörnum torfum, ölvaðir og eftirlitslausir. Af umfjöllun fjölmiðla að dæma er það ekki óalgengt að þeir sem fremja alvarlegustu ofbeldisglæpina eigi langa sakaskrá að baki, hafi áður framið svipuð afbrot og eigi við ýmis vandamál að etja sem rekja má til geðsjúkdóma eða eiturlyfjaneyslu. Engu að síður eru þessir einstaklingar úti í samfélaginu þangað til þeir ganga nógu langt til að hægt sé að loka þá inni til langs tíma og vonandi veita þeim einhverja aðstoð. Að minnsta kosti verja samfélagið gegn þeim. Og af hverju er það? Geðdeildirnar eru sveltar svo fársjúkir einstaklingar eigra úrræðalausir um göturnar. Fangelsin eru svo full að fólk þarf að bíða mánuðum saman eftir því að sitja af sér dóma. Afbrotamenn eru svo komnir aftur út í samfélagið löngu áður en þeir eru tilbúnir að taka þátt í því, hvað þá að samfélagið geti tekið á móti þeim. Í samfélagi sem telur ekki nema á við lítið hverfi í stórborgum heimsins ætti þetta ekki að þurfa að vera svona. Vandamál sem hafa vaxið stórþjóðum yfir höfuð ættu að vera viðráðanlegri í svona litlu einangruðu samfélagi þar sem að auki ríkir almenn velmegun og meira að segja þensla. En það má ekki gleyma því að við erum samfélagið. Fallegu, ríku, sterku "best í heimi" við erum samfélagið og við erum of önnum kafin við að reyna að standa okkur í einhverju óskilgreindu lífsgæðakapphlaupi til að taka nokkra ábyrgð á því sem gerist og er að gerast hjá okkur. Við fyllumst óhug þegar við heyrum um eitthvað sem getur skaðað glansímynd okkar af sjálfum okkur en tökum enga ábyrgð.Við krossleggjum bara fingurna þegar við heyrum um morð, rán og nauðganir og hugsum: vonandi ekki ég, sem betur fer ekki ég! Hvað þarf að gerast til að byggð verði almennileg fangelsi og góðar meðferðarstofnanir og fagfólk ráðið til vinnu þar gegn mannsæmandi launum? Hvaða glæpur er nógu alvarlegur til að við loksins teljum það þess virði að verja okkur almennilega, hlúa að þeim sem eru sjúkir og skaddaðir á meðal okkar á þann hátt sem þarf, þó það þýði að skilja þá frá samfélaginu þar til þeir teljast reiðubúnir til að taka þátt í því? Hvað kostar það mörg líf ? Og hvað verður um lífsgæðin okkar á meðan? Hvað verður um íslenska frelsið?Brynhildur Björnsdóttir -[email protected] Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var í viðtali í Birtu ung kona sem hafði búið erlendis öll sín fullorðinsár. Hún er flutt heim núna og ástæðan er sú að hún er barnshafandi og getur ekki hugsað sér betri gjöf handa barninu sínu en íslenska frelsið. Helstu lífsgæði Íslendinga, sem búa við leiðinlegt veðurfar, dýra matvöru og einangrun, eru íslenska frelsið. Og hvað felst í hugtakinu "frelsi" í þessu samhengi? Að geta sent börnin sín út að leika án þess að þurfa að fara með þeim eða sjá alltaf nákvæmlega hvar þau eru. Að geta fengið sér gönguferð í rökkrinu, einn með sjálfum sér, án þess að eiga á hættu að vera misþyrmt. Að geta farið út að skemmta sér með vinkonum sínum í pæjulegum fötum og fengið sér í glas án þess að vera þar með orðin réttmætt fórnarlamb nauðgunar. Frelsi til að gera sjálfsagða og eðlilega hluti sem í flestum öðrum löndum teljast til munaðar sem nánast enginn getur veitt sér eða telur sig eiga heimtingu á. En hvernig stendur íslenska frelsið þessa dagana? Í sjónvarpsfréttunum um daginn var sagt frá því að konur þori ekki að kæra nauðganir vegna þess að sönnunarbyrðin er svo þung að þær treysta sér ekki til að bera hana. Í fyrradag var viðtal í fréttunum við konu sem hafði verið barin ítrekað í höfuðið með felgulykli af barnsföður sínum. Á menningarsólarhringnum, frá laugardagsmorgni til sunnudagsmorguns, voru tveir ungir menn stungnir með hnífi. Annar þeirra lést, hinn meiddist alvarlega. Að auki lá við að lögreglan missti stjórn á unglingunum í bænum, sem að sögn miðborgarprestsins fóru um bæinn í árásargjörnum torfum, ölvaðir og eftirlitslausir. Af umfjöllun fjölmiðla að dæma er það ekki óalgengt að þeir sem fremja alvarlegustu ofbeldisglæpina eigi langa sakaskrá að baki, hafi áður framið svipuð afbrot og eigi við ýmis vandamál að etja sem rekja má til geðsjúkdóma eða eiturlyfjaneyslu. Engu að síður eru þessir einstaklingar úti í samfélaginu þangað til þeir ganga nógu langt til að hægt sé að loka þá inni til langs tíma og vonandi veita þeim einhverja aðstoð. Að minnsta kosti verja samfélagið gegn þeim. Og af hverju er það? Geðdeildirnar eru sveltar svo fársjúkir einstaklingar eigra úrræðalausir um göturnar. Fangelsin eru svo full að fólk þarf að bíða mánuðum saman eftir því að sitja af sér dóma. Afbrotamenn eru svo komnir aftur út í samfélagið löngu áður en þeir eru tilbúnir að taka þátt í því, hvað þá að samfélagið geti tekið á móti þeim. Í samfélagi sem telur ekki nema á við lítið hverfi í stórborgum heimsins ætti þetta ekki að þurfa að vera svona. Vandamál sem hafa vaxið stórþjóðum yfir höfuð ættu að vera viðráðanlegri í svona litlu einangruðu samfélagi þar sem að auki ríkir almenn velmegun og meira að segja þensla. En það má ekki gleyma því að við erum samfélagið. Fallegu, ríku, sterku "best í heimi" við erum samfélagið og við erum of önnum kafin við að reyna að standa okkur í einhverju óskilgreindu lífsgæðakapphlaupi til að taka nokkra ábyrgð á því sem gerist og er að gerast hjá okkur. Við fyllumst óhug þegar við heyrum um eitthvað sem getur skaðað glansímynd okkar af sjálfum okkur en tökum enga ábyrgð.Við krossleggjum bara fingurna þegar við heyrum um morð, rán og nauðganir og hugsum: vonandi ekki ég, sem betur fer ekki ég! Hvað þarf að gerast til að byggð verði almennileg fangelsi og góðar meðferðarstofnanir og fagfólk ráðið til vinnu þar gegn mannsæmandi launum? Hvaða glæpur er nógu alvarlegur til að við loksins teljum það þess virði að verja okkur almennilega, hlúa að þeim sem eru sjúkir og skaddaðir á meðal okkar á þann hátt sem þarf, þó það þýði að skilja þá frá samfélaginu þar til þeir teljast reiðubúnir til að taka þátt í því? Hvað kostar það mörg líf ? Og hvað verður um lífsgæðin okkar á meðan? Hvað verður um íslenska frelsið?Brynhildur Björnsdóttir -[email protected]
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun