Idol-sveit Stöðvar tvö er nú á Egilsstöðum í leit að næstu Idol-stjörnu sinni. Áheyrnarprufur hefjast klukkan tvö í dag á Hótel Héraði.
Þangað geta söngvissir héraðsbúar leitað ef þeir vilja komast á toppinn. Á Egilsstöðum lýkur jafnframt visitasíum Idol-sveitarinnar á landsbyggðinni.