Ölvaður unglingur réðst að tilefnislausu á dyravörð á Gauki á Stöng í nótt og barði hann svo rækilega að flytja þurfti dyravörðinn á slysadeild til aðhlynningar. Lögreglumenn náðu að yfirbuga unglinginn, sem gistir fangageymslur.
Þá óskaði rútubílstjóri eftir aðstoð lögreglu þegar hann var að hleypa ölvuðum unglingum út úr bílnum við Klébergsskóla í Mosfellsbæ í nótt. Lögregla stillti til friðar og þurfti ekki að handtaka neinn.