Sjötti sigur Phoenix í röð 5. desember 2005 15:30 Hér takast þeir í hendur fyrir leikinn í gær fyrrum félagarnir hjá Phoenix, Joe Johnson og Steve Nash NordicPhotos/GettyImages Endurkoma Joe Johnson til Phoenix með nýja liðinu sínu Atlanta varð ekki ferð til fjár því eins og búast mátti við vann Phoenix áreynslulítinn sigur 112-94. Phoenix leiddi lengst af með 30 stiga mun, en gat leyft varamönnunum að spreyta sig í lokaleikhlutanum, þar sem Atlanta náði að klóra aðeins í bakkann og láta lokatölurnar líta betur út á pappírunum. Johnson var stigahæstur í liði Atlanta með 23 stig, en hann ákvað að skrifa undir samning hjá Atlanta í sumar og ná sér í stærri samning en hann hefði geta fengið hjá Phoenix, en þarf líklega að sætta sig við að vera í kjallara deildarinnar í staðinn. James Jones og Shawn Marion skoruðu 20 stig í liði Phoenix. Boston vann New York með 102 stigum gegn 99. Stephon Marbury skoraði 35 stig fyrir New York, en Paul Pierce var með 28 stig hjá Boston, sem vann þriðja leik sinn í röð. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Seattle sem vann sinn þriðja leik í röð þegar það skellti Indiana 107-102. Ron Artest skoraði 30 stig fyrir Indiana. Utah lagði Portland á útivelli 98-93. Mehmet Okur skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Sebastian Telfair og Ruben Patterson voru með 19 stig hjá Portland, sem lék án Darius Miles sem er meiddur á hné. Minnesota vann góðan útisigur á Sacramento 85-77. Mike Bibby var stigahæstur hjá Sacramento með 14 stig, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Loks vann LA Lakers nauman sigur á Charlotte á heimavelli sínum 99-98, þar sem Charlotte klúðraði unnum leik með því að klikka á vítalínunni í blálokin. Kobe Bryant var að venju stigahæstur hjá Lakers með 29 stig, en hitti skelfilega eins og undanfarið - nýtti aðeins 9 af 30 skotum sínum utan af velli. Melvin Ely átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Charlotte og skoraði 20 stig og hitti mjög vel. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Endurkoma Joe Johnson til Phoenix með nýja liðinu sínu Atlanta varð ekki ferð til fjár því eins og búast mátti við vann Phoenix áreynslulítinn sigur 112-94. Phoenix leiddi lengst af með 30 stiga mun, en gat leyft varamönnunum að spreyta sig í lokaleikhlutanum, þar sem Atlanta náði að klóra aðeins í bakkann og láta lokatölurnar líta betur út á pappírunum. Johnson var stigahæstur í liði Atlanta með 23 stig, en hann ákvað að skrifa undir samning hjá Atlanta í sumar og ná sér í stærri samning en hann hefði geta fengið hjá Phoenix, en þarf líklega að sætta sig við að vera í kjallara deildarinnar í staðinn. James Jones og Shawn Marion skoruðu 20 stig í liði Phoenix. Boston vann New York með 102 stigum gegn 99. Stephon Marbury skoraði 35 stig fyrir New York, en Paul Pierce var með 28 stig hjá Boston, sem vann þriðja leik sinn í röð. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Seattle sem vann sinn þriðja leik í röð þegar það skellti Indiana 107-102. Ron Artest skoraði 30 stig fyrir Indiana. Utah lagði Portland á útivelli 98-93. Mehmet Okur skoraði 28 stig og hirti 8 fráköst fyrir Utah, en Sebastian Telfair og Ruben Patterson voru með 19 stig hjá Portland, sem lék án Darius Miles sem er meiddur á hné. Minnesota vann góðan útisigur á Sacramento 85-77. Mike Bibby var stigahæstur hjá Sacramento með 14 stig, en Wally Szczerbiak skoraði 18 stig fyrir Minnesota. Loks vann LA Lakers nauman sigur á Charlotte á heimavelli sínum 99-98, þar sem Charlotte klúðraði unnum leik með því að klikka á vítalínunni í blálokin. Kobe Bryant var að venju stigahæstur hjá Lakers með 29 stig, en hitti skelfilega eins og undanfarið - nýtti aðeins 9 af 30 skotum sínum utan af velli. Melvin Ely átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Charlotte og skoraði 20 stig og hitti mjög vel.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira