Bæjarráð Vesturbyggðar hefur ákveðið að ganga til samninga við Ragnar Jörundsson um starf bæjarstjóra. Þrír sóttu um starfið. Ragnar er 61 árs og hefur meðal annars gegnt starfi sveitarstjóra í Hrísey og Súðavík.
Undanfarið hefur hann starfað á markaðsdeild Ríkisútvarpsins. Gert er ráð fyrir að Ragnar komi til starfa 1. september.
Í Vesturbyggð búa tæplega eitt þúsund manns og eru Bíldudalur og Patreksfjörður meðal þéttbýlisstaða í sveitarfélaginu.