Rokkklúbbnum CBGB lokað 18. október 2006 14:45 Rokkgyðjan Patti Smith Kvaddi rokkklúbbinn CBGB ásamt fleirum um síðustu helgi. Rokkklúbburinn frægi í New York, CBGB, lokaði á sunnudagskvöldið eftir þrjátíu ára aðsetur í Bowery. Patti Smith kvaddi með stuttu setti og smellti mynd af lúnum innréttingum klúbbsins áður en hún taldi í. CBGB opnaði í desember 1973, og varð snemma einn aðalstaðurinn fyrir rokksenuna sem þá var að blóma: Patti Smith var þar krýnd drottning en flest böndin sem komu fram í borginni á þessum árum áttu þar fastan samastað: Ramones, Blondie, Talking Heads, Television, Sonic Youth og þúsundir smærri banda spiluðu þar uns til yfir lauk. Deilur hafa staðið við eigendur húsnæðisins á Bowery 313/315 og á endanum ákváðu eigendur klúbbsins að gefa eftir og flytja. Eigandinn Hilly Kristal skuldaði leigu og gat ekki borgað. Ýmsir lögðu honum lið: David Byrne úr Talking Heads og Steven Van Zandt í E Street Band og gengið í The Sopranos, en allt kom fyrir ekki. Kveðjuathöfnin var vandlega kynnt í New York og safnaðist fólk saman við klúbbinn á sunnudag. Frægir tónleikastaðir í New York hafa týnt tölunni síðustu misserin: Bottom Line lokaði vegna skulda í fyrra og Fez and the Luna Lounge var lokað vegna nýbygginga. The Continental á þriðja stræti í East Village býður ekki lengur upp á lifandi tónlist. Kristal er að leita að nýju húsnæði fyrir klúbbinn, en það er ógerlegt að flytja margklístruð plaggötin af veggjunum og rómaða hlandlyktina úr salernunum að minnsta kosti ekki til Las Vegas sem Kristal hefur nefnt sem mögulegan áfangastað klúbbsins. Menning Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Rokkklúbburinn frægi í New York, CBGB, lokaði á sunnudagskvöldið eftir þrjátíu ára aðsetur í Bowery. Patti Smith kvaddi með stuttu setti og smellti mynd af lúnum innréttingum klúbbsins áður en hún taldi í. CBGB opnaði í desember 1973, og varð snemma einn aðalstaðurinn fyrir rokksenuna sem þá var að blóma: Patti Smith var þar krýnd drottning en flest böndin sem komu fram í borginni á þessum árum áttu þar fastan samastað: Ramones, Blondie, Talking Heads, Television, Sonic Youth og þúsundir smærri banda spiluðu þar uns til yfir lauk. Deilur hafa staðið við eigendur húsnæðisins á Bowery 313/315 og á endanum ákváðu eigendur klúbbsins að gefa eftir og flytja. Eigandinn Hilly Kristal skuldaði leigu og gat ekki borgað. Ýmsir lögðu honum lið: David Byrne úr Talking Heads og Steven Van Zandt í E Street Band og gengið í The Sopranos, en allt kom fyrir ekki. Kveðjuathöfnin var vandlega kynnt í New York og safnaðist fólk saman við klúbbinn á sunnudag. Frægir tónleikastaðir í New York hafa týnt tölunni síðustu misserin: Bottom Line lokaði vegna skulda í fyrra og Fez and the Luna Lounge var lokað vegna nýbygginga. The Continental á þriðja stræti í East Village býður ekki lengur upp á lifandi tónlist. Kristal er að leita að nýju húsnæði fyrir klúbbinn, en það er ógerlegt að flytja margklístruð plaggötin af veggjunum og rómaða hlandlyktina úr salernunum að minnsta kosti ekki til Las Vegas sem Kristal hefur nefnt sem mögulegan áfangastað klúbbsins.
Menning Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira