Strákahljómsveitin Take That fór beint í efsta sæti breska smáskífulistans með lag sitt Patience. Þetta er níunda topplag sveitarinnar og sú fyrsta í yfir áratug.
Á breska breiðskífulistanum fór önnur strákasveit, hin írska Westlife, á toppinn. Sló hún þar ekki ómerkari keppinautum við en Bítlunum, U2 og Oasis, sem allar voru að gefa út nýjar plötur.