Reynir að draga úr reiði í sinn garð 29. nóvember 2006 05:00 Fyrsta verk páfa í Tyrklandsferð sinni var að heimsækja grafhýsi landsföðurins Kemals Ataturks, sem stofnaði Tyrkland nútímans. MYND/AP Benedikt sextándi páfi er staddur í Tyrklandi þar sem hann hvetur til samræðu og „bræðralags“ milli kristinna manna og múslima. Eitt af markmiðum ferðarinnar er að draga úr reiði múslima vegna umdeildrar ræðu í sumar, sem margir skildu sem gagnrýni á íslamstrú. Páfi hitti í gær meðal annarra Ali Bardakoglu, æðsta klerk múslima í Tyrklandi, sem á sínum tíma var meðal þeirra sem hvað harðast gagnrýndu páfa fyrir ræðuna í sumar. Að loknum fundi þeirra í gær sagði Bardakoglu að útbreidd hræðsla við múslima væri skaðleg öllum múslimum: „Hin svokallaða sannfæring um að sverðið sé notað til þess að breiða út íslam og vaxandi hræðsla við íslam skaðar alla múslima.“ Páfi hitti einnig í gær Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sem á síðustu stundu ákvað að taka á móti páfa á flugvellinum við komu hans til landsins. Erdogan hafði áður ekki sagst vilja hitta páfa. Páfi leggur mikla áherslu á frið og trúfrelsi í ferð sinni. Hörð mótmæli hafa verið í Tyrklandi síðustu daga gegn heimsókn páfa og óttast sumir um líf hans í ferðinni. Athygli vakti að þekkt tyrknesk leikkona, Serra Yilmas, hefur það hlutverk að vera túlkur páfa í heimsókninni. Hún hefur leikið í ítölskum kvikmyndum og er líklega þekktust fyrir leik sinn í myndinni Fáfróðir álfar, þar sem hún leikur tyrkneskan innflytjanda á Ítalíu sem kemst þar í kynni við hóp samkynhneigðra. Erlent Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Benedikt sextándi páfi er staddur í Tyrklandi þar sem hann hvetur til samræðu og „bræðralags“ milli kristinna manna og múslima. Eitt af markmiðum ferðarinnar er að draga úr reiði múslima vegna umdeildrar ræðu í sumar, sem margir skildu sem gagnrýni á íslamstrú. Páfi hitti í gær meðal annarra Ali Bardakoglu, æðsta klerk múslima í Tyrklandi, sem á sínum tíma var meðal þeirra sem hvað harðast gagnrýndu páfa fyrir ræðuna í sumar. Að loknum fundi þeirra í gær sagði Bardakoglu að útbreidd hræðsla við múslima væri skaðleg öllum múslimum: „Hin svokallaða sannfæring um að sverðið sé notað til þess að breiða út íslam og vaxandi hræðsla við íslam skaðar alla múslima.“ Páfi hitti einnig í gær Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, sem á síðustu stundu ákvað að taka á móti páfa á flugvellinum við komu hans til landsins. Erdogan hafði áður ekki sagst vilja hitta páfa. Páfi leggur mikla áherslu á frið og trúfrelsi í ferð sinni. Hörð mótmæli hafa verið í Tyrklandi síðustu daga gegn heimsókn páfa og óttast sumir um líf hans í ferðinni. Athygli vakti að þekkt tyrknesk leikkona, Serra Yilmas, hefur það hlutverk að vera túlkur páfa í heimsókninni. Hún hefur leikið í ítölskum kvikmyndum og er líklega þekktust fyrir leik sinn í myndinni Fáfróðir álfar, þar sem hún leikur tyrkneskan innflytjanda á Ítalíu sem kemst þar í kynni við hóp samkynhneigðra.
Erlent Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira