Sérþarfir stjarnanna og stíf gæsla 30. nóvember 2006 16:30 Sissel Kyrkjebo er mjög vinsæl hér á landi og syngur ásamt þeim Ragnhildi Gísladóttur og Eyvör Pálsdóttur. „Við verðum með sérþjálfaða öryggisverði sem gæta stjarnanna og kannski ekki hvað síst Stradivarius-fiðlunnar sem Hjörleifur Valsson spilar á enda metin á nokkrar milljónir,“ segir Samúel Kristjánsson hjá Frost. Fyrirtækið hefur veg og vanda af einhverjum stærstu tónleikum Íslandssögunnar, Frostrósir: Evrópskar Dívur en þeir verða í Laugardalshöllinni laugardaginn 5. desember. Í engu verður sparað þegar þær Petula Clark og Sissel Kyrkjebo stíga á sviðið ásamt fjölda annarra söngkvenna því hátt í fimm hundruð starfsmenn koma að þessum tónleikum á einn eða annan hátt. Samúel hefur verið á fleygiferð að undanförnu enda syngja sumar stjörnurnar ekki í hvaða míkrafóna sem er og þá þarf að útvega. „Gríska söngkonan Eleftheria Arvanitaki hefur kannski gert hvað mestu kröfurnar enda er hún ef til vill langvinsælust af þeim öllum þótt við Íslendingar könnumst ekki mikið við hana,“ segir Samúel. Kostnaðurinn við tónleikana er gríðarlegur og nemur veltan í kringum verkefnið um hundrað milljónir. „Sviðsetningin ein kostar í kringum þrjátíu milljónir enda verður þetta að standast alþjóðleg gæði hvað umgjörð varðar,“ segir Samúel en dívurnar syngja síðan í sérstakri sjónvarpsútsendingu frá Hallgrímskirkju sem verður sýnd til fjölda Evrópulanda. Menning Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við verðum með sérþjálfaða öryggisverði sem gæta stjarnanna og kannski ekki hvað síst Stradivarius-fiðlunnar sem Hjörleifur Valsson spilar á enda metin á nokkrar milljónir,“ segir Samúel Kristjánsson hjá Frost. Fyrirtækið hefur veg og vanda af einhverjum stærstu tónleikum Íslandssögunnar, Frostrósir: Evrópskar Dívur en þeir verða í Laugardalshöllinni laugardaginn 5. desember. Í engu verður sparað þegar þær Petula Clark og Sissel Kyrkjebo stíga á sviðið ásamt fjölda annarra söngkvenna því hátt í fimm hundruð starfsmenn koma að þessum tónleikum á einn eða annan hátt. Samúel hefur verið á fleygiferð að undanförnu enda syngja sumar stjörnurnar ekki í hvaða míkrafóna sem er og þá þarf að útvega. „Gríska söngkonan Eleftheria Arvanitaki hefur kannski gert hvað mestu kröfurnar enda er hún ef til vill langvinsælust af þeim öllum þótt við Íslendingar könnumst ekki mikið við hana,“ segir Samúel. Kostnaðurinn við tónleikana er gríðarlegur og nemur veltan í kringum verkefnið um hundrað milljónir. „Sviðsetningin ein kostar í kringum þrjátíu milljónir enda verður þetta að standast alþjóðleg gæði hvað umgjörð varðar,“ segir Samúel en dívurnar syngja síðan í sérstakri sjónvarpsútsendingu frá Hallgrímskirkju sem verður sýnd til fjölda Evrópulanda.
Menning Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira