Barítónsöngvarinn Jón Leifsson heldur debut-tónleika sína í Salnum í Kópavogi á morgun. Jón stundaði nám í Söngskólanum í Reykjavík og lauk burtfararprófi þaðan vorið 2005 en hann hefur enn fremur sótt Masterclass-söngtíma hjá Kristni Sigmundssyni, David Jones, Elisabetu Meyer-Topsoe, Robert Stapleton og Kiri Te Kanawa og hlotnaðist sá heiður að syngja á tónleikum hennar haustið 2005.
Jón hefur tekið þátt í allmörgum óperum með kór Íslensku óperunnar og söng hlutverk herforingja í Rakaranum í Sevilla eftir Rossini og þjóns Macbeths í samnefndri óperu eftir Verdi í Íslensku óperunni. Jón er einnig félagi í Óperukór Reykjavíkur og hefur komið fram sem einsöngvari með kórnum, nú síðast í 9. sinfóníu Beethovens í St. Pétursborg.
Á efnisskrá tónleikanna í dag eru sönglög og aríur eftir Charles Gounod, Wagner, Verdi, Mozart og Bizet. Tónleikarnir hefjast kl. 17 á sunnudaginn.