Mont og efasemdir 12. desember 2006 11:00 Þessi fyrsta sólóplata Bents stendur vel fyrir sínu. Taktarnir eru hráir og einfaldir en virka vel og Bent tekst vel að koma frá sér því sem hann vill segja. Stjörnur: 3 Rottweilerhundur er fyrsta sólóplata Ágústs Bents, en hann á að baki tvær plötur sem meðlimur í XXX Rottweilerhundum og plötuna Góða ferð sem hann gerði með 7berg. Nafnið á plötunni Rottweilerhundur er ágætlega við hæfi þar sem flestir taktarnir á henni eru gerðir af Lúlla, aðaltaktsmið XXX Rottweilerhunda, en auk hans eiga nokkrir aðrir taktsmiðir eitt lag hver á plötunni. Í anda amerískra hip-hop stjarna eru nokkrir gestarapparar; - BlazRoca mætir á svæðið í titillaginu Rottweilerhundur og 7berg rappar í laginu Hér kemur flugvélin. Þeir tveir ásamt U-Fresh og B-Kay eiga svo innkomur í endurgerð af laginu Skríbent sem lokar plötunni fyrir utan aukalag sem kemur í ljós nokkrum mínútum eftir að Skríbent rímixið endar. Það eru mörg flott lög á Rottweilerhundi, þ.á m. Skríbent (sérstaklega flottur þungur trommutaktur sem stendur alveg einn ef frá er talinn kórsöngur í viðlaginu.) og Móða (útvarpsvænsta lag plötunnar. Textinn flottur og líka takturinn sem er gerður af Johnny Sexual) og Rottweilerhundur. Almennt séð eru taktarnir frekar hráir og einfaldir en virka vel og heildarsvipurinn á plötunni er nokkuð sterkur. Lúlli í stuði. Lögin eru samt ekki öll jafn góð. Slak-asta lagið að mínu mati er Skunda skakkur. Bent er fínn rappari. Hann hefur flotta rödd og gott flæði. Textarnir eru líka margir ágætir. Þeir eru skemmtilegt sambland af monti og efasemdum. Ekki að Bent sé eitthvert stórskáld, en honum tekst að koma vel frá sér því sem hann vill segja. Íslenskt rapp er ekki mjög áberandi í dag, en það eru samt fínir hlutir í gangi. Nýjabrumið er löngu farið og það er ekkert merkilegt lengur í sjálfu sér að gera íslenska rappplötu. Eina leiðin til að vekja athygli er bara að gera góða plötu. Bent hefur tekist það, þó að ekki sé hún fullkomin. Trausti Júlíusson Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Rottweilerhundur er fyrsta sólóplata Ágústs Bents, en hann á að baki tvær plötur sem meðlimur í XXX Rottweilerhundum og plötuna Góða ferð sem hann gerði með 7berg. Nafnið á plötunni Rottweilerhundur er ágætlega við hæfi þar sem flestir taktarnir á henni eru gerðir af Lúlla, aðaltaktsmið XXX Rottweilerhunda, en auk hans eiga nokkrir aðrir taktsmiðir eitt lag hver á plötunni. Í anda amerískra hip-hop stjarna eru nokkrir gestarapparar; - BlazRoca mætir á svæðið í titillaginu Rottweilerhundur og 7berg rappar í laginu Hér kemur flugvélin. Þeir tveir ásamt U-Fresh og B-Kay eiga svo innkomur í endurgerð af laginu Skríbent sem lokar plötunni fyrir utan aukalag sem kemur í ljós nokkrum mínútum eftir að Skríbent rímixið endar. Það eru mörg flott lög á Rottweilerhundi, þ.á m. Skríbent (sérstaklega flottur þungur trommutaktur sem stendur alveg einn ef frá er talinn kórsöngur í viðlaginu.) og Móða (útvarpsvænsta lag plötunnar. Textinn flottur og líka takturinn sem er gerður af Johnny Sexual) og Rottweilerhundur. Almennt séð eru taktarnir frekar hráir og einfaldir en virka vel og heildarsvipurinn á plötunni er nokkuð sterkur. Lúlli í stuði. Lögin eru samt ekki öll jafn góð. Slak-asta lagið að mínu mati er Skunda skakkur. Bent er fínn rappari. Hann hefur flotta rödd og gott flæði. Textarnir eru líka margir ágætir. Þeir eru skemmtilegt sambland af monti og efasemdum. Ekki að Bent sé eitthvert stórskáld, en honum tekst að koma vel frá sér því sem hann vill segja. Íslenskt rapp er ekki mjög áberandi í dag, en það eru samt fínir hlutir í gangi. Nýjabrumið er löngu farið og það er ekkert merkilegt lengur í sjálfu sér að gera íslenska rappplötu. Eina leiðin til að vekja athygli er bara að gera góða plötu. Bent hefur tekist það, þó að ekki sé hún fullkomin. Trausti Júlíusson
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira