Tónlistarmaðurinn Prince mun koma fram í leikhléi á Super Bowl-úrslitaleiknum í bandarísku ruðningsdeildinni í Miami þann 4. febrúar.
Prince hefur verið önnum kafinn að undanförnu við að troða upp í klúbbnum sínum 3121 í Rio í Las Vegas.
Nýverið hélt hann þar tvegga tíma tónleika þar sem hann söng slagara á borð við Kiss, Purple Rain og Nothiing Compares 2 U.
Prince var nýlega tilnefndur til fimm Grammy-verðlauna fyrir plötuna 3121, þar á meðal fyrir bestu R&B plötuna.