Margt um Mannakorn 16. desember 2006 13:30 Klassastöff eftir karlana sem eldast vel. Sjörnur: 4 Tveir diskar detta í fangið á hlustandanum: Ekki dauðir enn og Jól með Mannakornum. Sá fyrri skrapp úr pressunum í vor og geymir upptökur frá þrítugsafmæli hljómsveitarinnar, hinn seinni nýkominn og geymir sígildar jólaperlur. Báðir diskarnir koma út hjá forlaginu Sögur. Á afmælissafninu eru sextán lög úr safni Magnúsar Eiríkssonar, ýmist sungin af honum sjálfum eða Pálma Gunnarssyni, en þeir bræður eru um langt skeið búnir að vera ásinn í þessu sérkennilega safnbandi sem hefur allar götur frá upphafi verið ögn á skjön við flesta aðra. Þar ræðst mest um söngva Magnúsar sem eru margir orðnir þjóðareign. Hann er einn stórra lagasmiða tuttugustu aldarinnar, þegar búinn að reisa sér marga minnisvarða sem standa svo lengi menn vilja syngja blúsuð raullög. Úr þeirri deildinni er tónlist Magnúsar, samtvinnað lag og ljóð í þreifingu gítaristans uns úr er orðið sönglag sem gefur túlkandanum færi á að dýpka ljóðið enn. Magnús er listamaður af guðs náð - sitji sá skýin. Þá eru fáir íslenskir rafmagnsgítaristar sem hafa sótt sérstaka og sína hljóma inn í hljóðfæri sitt. Það sannast raunar eftirminnilega á þessum hljómleikadiski. Söngrödd hans er ekki eins þýð og Pálma, en megnar þrátt fyrir þröngt svið að ná blæbrigðum sem betri söngvarar eignast bara á óskastundum. Hér er fín blanda af slagarastemningunni, sárari söngvum og skemmtilögum. Alltaf er þetta framborið af ofstækislausri og fágaðri spilamennsku. Taka verður fram glæsilegan þátt Þóris Úlfarssonar á orgel. Margt með nýju eða öðru sniði en áður var og oftast. Bandið gæti látið hærra en býður nettum hljóðheimi Salarins en þarf þess ekki. Það hefur aldrei þurft að láta hátt: eftirminnilegustu ópusarnir eru Enginn eins og þú, Ómissandi fólk og andstöðusöngurinn Göngum yfir brúna. Hinn diskurinn er önnur Anna: líklega meira sprottinn fram fyrir framkvæmdasemi Pálma sem hefur lengi sótt á jólamiðin. Safnið enda smærra, aðeins ellefu lög, flutt af þeim félögum og nokkrum gestasöngvurum: Sigga og Ragnheiði Helgu Pálmabörnum, Hrund Ósk Árnadóttur. Lagasafnið sækja þeir í þann aragrúa jólalaga sem hljómplötuiðnaðurinn hefur komið á framfæri á liðnum áratugum: tvö þeirra eiga þeir Magnús og Pálmi, restin er amerískrar ættar. Allt er hér vel unnið, söngur víða í væmnara lagi, einkum hjá Pálma, Magnús er eins og kyndugur álfur út úr hól, Sigurður og Ragnheiður gera vel. Uppgötvun mínum eyrum var rödd Hrundar sem er sérkennilega seiðandi, ljær væmnustu textum einhverju sexi sem sjaldan heyrist hér og alls ekki í jólalögum. Hún er líka einfær um sárt drama í blúsuðum pörtum eins og Bjöllurnar hringja, krúttlegum barnaskap í samsetningi eins og Kæri stúfur, og jafnvel í gamla slagaranum Hvít jól sem hún syngur með Pálma, gefur hún kunnuglegri laglínu brothættan innileik sem maður taldi víðsfjarri laginu. Mætti maður biðja um gott úrval af sálmum drengir en svona jólalagaglundur. Hrund er til bjargar.Páll Baldvin Baldvinsson Jól með Mannakornum Sígildar jólaperlu. Enn ein jólaplatan – fáguð en full af gömlum hugmyndum. Stjörnur: 2 . Mannakorn á afmælistónleikum. . Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Tveir diskar detta í fangið á hlustandanum: Ekki dauðir enn og Jól með Mannakornum. Sá fyrri skrapp úr pressunum í vor og geymir upptökur frá þrítugsafmæli hljómsveitarinnar, hinn seinni nýkominn og geymir sígildar jólaperlur. Báðir diskarnir koma út hjá forlaginu Sögur. Á afmælissafninu eru sextán lög úr safni Magnúsar Eiríkssonar, ýmist sungin af honum sjálfum eða Pálma Gunnarssyni, en þeir bræður eru um langt skeið búnir að vera ásinn í þessu sérkennilega safnbandi sem hefur allar götur frá upphafi verið ögn á skjön við flesta aðra. Þar ræðst mest um söngva Magnúsar sem eru margir orðnir þjóðareign. Hann er einn stórra lagasmiða tuttugustu aldarinnar, þegar búinn að reisa sér marga minnisvarða sem standa svo lengi menn vilja syngja blúsuð raullög. Úr þeirri deildinni er tónlist Magnúsar, samtvinnað lag og ljóð í þreifingu gítaristans uns úr er orðið sönglag sem gefur túlkandanum færi á að dýpka ljóðið enn. Magnús er listamaður af guðs náð - sitji sá skýin. Þá eru fáir íslenskir rafmagnsgítaristar sem hafa sótt sérstaka og sína hljóma inn í hljóðfæri sitt. Það sannast raunar eftirminnilega á þessum hljómleikadiski. Söngrödd hans er ekki eins þýð og Pálma, en megnar þrátt fyrir þröngt svið að ná blæbrigðum sem betri söngvarar eignast bara á óskastundum. Hér er fín blanda af slagarastemningunni, sárari söngvum og skemmtilögum. Alltaf er þetta framborið af ofstækislausri og fágaðri spilamennsku. Taka verður fram glæsilegan þátt Þóris Úlfarssonar á orgel. Margt með nýju eða öðru sniði en áður var og oftast. Bandið gæti látið hærra en býður nettum hljóðheimi Salarins en þarf þess ekki. Það hefur aldrei þurft að láta hátt: eftirminnilegustu ópusarnir eru Enginn eins og þú, Ómissandi fólk og andstöðusöngurinn Göngum yfir brúna. Hinn diskurinn er önnur Anna: líklega meira sprottinn fram fyrir framkvæmdasemi Pálma sem hefur lengi sótt á jólamiðin. Safnið enda smærra, aðeins ellefu lög, flutt af þeim félögum og nokkrum gestasöngvurum: Sigga og Ragnheiði Helgu Pálmabörnum, Hrund Ósk Árnadóttur. Lagasafnið sækja þeir í þann aragrúa jólalaga sem hljómplötuiðnaðurinn hefur komið á framfæri á liðnum áratugum: tvö þeirra eiga þeir Magnús og Pálmi, restin er amerískrar ættar. Allt er hér vel unnið, söngur víða í væmnara lagi, einkum hjá Pálma, Magnús er eins og kyndugur álfur út úr hól, Sigurður og Ragnheiður gera vel. Uppgötvun mínum eyrum var rödd Hrundar sem er sérkennilega seiðandi, ljær væmnustu textum einhverju sexi sem sjaldan heyrist hér og alls ekki í jólalögum. Hún er líka einfær um sárt drama í blúsuðum pörtum eins og Bjöllurnar hringja, krúttlegum barnaskap í samsetningi eins og Kæri stúfur, og jafnvel í gamla slagaranum Hvít jól sem hún syngur með Pálma, gefur hún kunnuglegri laglínu brothættan innileik sem maður taldi víðsfjarri laginu. Mætti maður biðja um gott úrval af sálmum drengir en svona jólalagaglundur. Hrund er til bjargar.Páll Baldvin Baldvinsson Jól með Mannakornum Sígildar jólaperlu. Enn ein jólaplatan – fáguð en full af gömlum hugmyndum. Stjörnur: 2 . Mannakorn á afmælistónleikum. .
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira