Djúpstæð áhrif Íslands 18. desember 2006 09:00 Petter gefur í dag út plötuna Easily Tricked ásamt hljómsveit sinni The Pix. MYND/Heiða Petter Winnberg, fyrrverandi bassaleikari Hjálma, gefur í dag út plötuna Easily Tricked með hljómsveit sinni The Pix. Freyr Bjarnason hringdi í hann til Svíþjóðar og spurði hann úti í gerð plötunnar. Petter & The Pix varð til til þegar Petter komst í tæri við President Bongo úr hljómsveitinni GusGus sem ákvað að taka upp plötu með þeim. Bongo, sem heitir réttu nafni Stephan Stephensen og er meðlimur GusGus, kallaði til sín færa tónlistarmenn á borð við Gunnar Örn Tynes, eða Illi Vill úr Múm, Samúel J. Samúelsson, Urði Hákondóttur úr GusGus og Þorstein Einarsson, fyrrverandi liðsmann Hjálma. Auk þess tóku allir þeir sem eiga og reka Stúdíó Flís þátt í verkefninu. Er platan gefin út undir merkjum Pineapple Records, sem er nýstofnað útgáfufyrirtæki GusGus.Engin sólóplataReggísveitin Hjálmar lagði upp laupana eftir að hafa gefið út tvær vel heppnaðar plötur.„Við byrjuðum að taka upp í vor. Við tókum upp með Stebba, Gunna og bandinu á þremur dögum, held ég," segir Petter afslappaður. „Þeir tóku síðan upp strengi og fleira síðar."Að sögn Petters voru lögin ekki samin sérstaklega fyrir þessa plötu. „Ég hélt ég myndi gefa út tvær plötur áður en ég gaf þessa út en það varð ekkert af því," segir hann.Petter vill þó ekki viðurkenna að Easily Tricked sé sólóplata hans. „Nafnið mitt er á henni en ég myndi aldrei fara og spila þessi lög bara á gítarinn. Þetta er ekki þannig tónlist því ég þarf pottþétt að hafa fólk með mér til að spila lögin og það er heldur ekki hægt að skipta neinum út í bandinu. Á þann hátt er þetta ekki sólóplata en nafnið mitt er samt á henni."Afslöppuð og náttúrulegPetter lýsir Easily Tricked sem poppplötu og segir að reggíáhrifin séu lítil. Lögin eru mörg hver ansi afslöppuð en hann segist ekki hafa ákveðið það fyrirfram. „Það er alltaf gott þegar plata hefur afslappandi áhrif á fólk. Það sýnir að hún er náttúruleg og ekkert gervileg.Allan minn feril hef ég gert allt sjálfur, bæði tekið upp og spilað. Þá hefur maður hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera en þegar maður vinnur með svo mörgum öðrum getur maður ekki haft fyrirfram ákveðnar hugmyndir. Ég samdi lögin og þau eru eins og þau eru en á meðan Stebbi og Gunni gátu gert eitthvað sniðugt við þau var ég mjög ánægður."Saknar HjálmaReggísveitin Hjálmar hætti störfum fyrr á árinu eftir að hafa gefið út tvær fyrirtaks plötur og notið mikilla vinsælda hér á landi. Petter segist að sjálfsögðu sakna félaga sinna úr hljómsveitinni enda séu þeir allir góðir vinir, en vegna þess að hann búi í Svíþjóð hitti hann þá sjaldan. Hann segist ekki sakna neins umfram annars úr veru sinni í Hjálmum. „Ef ég færi að sakna alls gæti ég ekki gert það sem ég er að gera. Ég gæti ekki gert neitt. Auðvitað sakna ég þeirra enda er alltaf gaman að spila góða tónlist fyrir fólk sem hefur áhuga á henni," segir hann. Uppgjör við ÍslandPetter, sem er 27 ára, segist nánast hafa flutt til Íslands eftir að hann gekk til liðs við Hjálma. „Síðasta haust gistum við Mikki hljómborðsleikari á Íslandi frá ágúst fram í desember. Síðan við tókum upp fyrstu plötuna eyddi ég meiri tíma á Íslandi en í Svíþjóð og hætti í flestum hljómsveitunum sem ég var í hér."Hann segist hafa elskað að búa á Íslandi en það hafi samt haft sína galla. „Það er kannski kjarni plötunnar að mér líður eins og ég sé að ljúka Íslandstímanum mínum. Ég lærði mikið af Íslandi. Þetta er svo lítið land með marga og alls konar menningaratburði en samt er fólk frekar þunglynt. Kannski er það þess vegna sem fólk semur svona mikið af tónlist. Það er sérstakt andrúmsloft þarna og ef þú býrð þarna þá lendirðu í sama hugsunarhætti. Þú verður svolítið þunglyndur, drekkur mikið og svoleiðis. Mér fannst mjög áhugavert að búa þarna."Erfitt fyrir geðheilsunaHann segist ekki geta hugsað sér að flytja aftur til Íslands í bráð. „Það hafði djúpstæð áhrif á mig að vera þarna síðasta haust vegna þess að menningin er svo lík sænskri menningu en á annan hátt, algjör andstæða. Það er dálítið erfitt fyrir geðheilsuna. En ég kem aftur og verð kannski í mánuð. Ef ég myndi vilja búa á Íslandi yrði það að vera lengur, í ár eða eitthvað," segir Petter, sem verður önnum kafinn í hinum ýmsum verkefnum í föðurlandi sínu næstu árin. Þar starfar hann sem upptökustjóri og lagahöfundur ásamt bróður sínum og Nissa, fyrrverandi trommara Hjálma, í fyrirtæki sem bróðir hans stofnaði með vini sínum. „Við erum að prófa ýmis verkefni og höfum mikinn áhuga á því að finna okkar eigin tónlistarmenn og byggja eitthvað frá grunni." Vill spila á ÍslandiPetter vonast til að spila á Íslandi til að fylgja plötunni eftir en segir engan tíma hafa verið ákveðinn. „Við komum örugglega um leið og rétti tíminn kemur. Ég er mjög ánægður með hvernig Stebbi heldur utan um þetta allt saman, hann er góður í því," segir fyrrverandi bassaleikari Hjálma. Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Petter Winnberg, fyrrverandi bassaleikari Hjálma, gefur í dag út plötuna Easily Tricked með hljómsveit sinni The Pix. Freyr Bjarnason hringdi í hann til Svíþjóðar og spurði hann úti í gerð plötunnar. Petter & The Pix varð til til þegar Petter komst í tæri við President Bongo úr hljómsveitinni GusGus sem ákvað að taka upp plötu með þeim. Bongo, sem heitir réttu nafni Stephan Stephensen og er meðlimur GusGus, kallaði til sín færa tónlistarmenn á borð við Gunnar Örn Tynes, eða Illi Vill úr Múm, Samúel J. Samúelsson, Urði Hákondóttur úr GusGus og Þorstein Einarsson, fyrrverandi liðsmann Hjálma. Auk þess tóku allir þeir sem eiga og reka Stúdíó Flís þátt í verkefninu. Er platan gefin út undir merkjum Pineapple Records, sem er nýstofnað útgáfufyrirtæki GusGus.Engin sólóplataReggísveitin Hjálmar lagði upp laupana eftir að hafa gefið út tvær vel heppnaðar plötur.„Við byrjuðum að taka upp í vor. Við tókum upp með Stebba, Gunna og bandinu á þremur dögum, held ég," segir Petter afslappaður. „Þeir tóku síðan upp strengi og fleira síðar."Að sögn Petters voru lögin ekki samin sérstaklega fyrir þessa plötu. „Ég hélt ég myndi gefa út tvær plötur áður en ég gaf þessa út en það varð ekkert af því," segir hann.Petter vill þó ekki viðurkenna að Easily Tricked sé sólóplata hans. „Nafnið mitt er á henni en ég myndi aldrei fara og spila þessi lög bara á gítarinn. Þetta er ekki þannig tónlist því ég þarf pottþétt að hafa fólk með mér til að spila lögin og það er heldur ekki hægt að skipta neinum út í bandinu. Á þann hátt er þetta ekki sólóplata en nafnið mitt er samt á henni."Afslöppuð og náttúrulegPetter lýsir Easily Tricked sem poppplötu og segir að reggíáhrifin séu lítil. Lögin eru mörg hver ansi afslöppuð en hann segist ekki hafa ákveðið það fyrirfram. „Það er alltaf gott þegar plata hefur afslappandi áhrif á fólk. Það sýnir að hún er náttúruleg og ekkert gervileg.Allan minn feril hef ég gert allt sjálfur, bæði tekið upp og spilað. Þá hefur maður hugmyndir um hvernig hlutirnir eiga að vera en þegar maður vinnur með svo mörgum öðrum getur maður ekki haft fyrirfram ákveðnar hugmyndir. Ég samdi lögin og þau eru eins og þau eru en á meðan Stebbi og Gunni gátu gert eitthvað sniðugt við þau var ég mjög ánægður."Saknar HjálmaReggísveitin Hjálmar hætti störfum fyrr á árinu eftir að hafa gefið út tvær fyrirtaks plötur og notið mikilla vinsælda hér á landi. Petter segist að sjálfsögðu sakna félaga sinna úr hljómsveitinni enda séu þeir allir góðir vinir, en vegna þess að hann búi í Svíþjóð hitti hann þá sjaldan. Hann segist ekki sakna neins umfram annars úr veru sinni í Hjálmum. „Ef ég færi að sakna alls gæti ég ekki gert það sem ég er að gera. Ég gæti ekki gert neitt. Auðvitað sakna ég þeirra enda er alltaf gaman að spila góða tónlist fyrir fólk sem hefur áhuga á henni," segir hann. Uppgjör við ÍslandPetter, sem er 27 ára, segist nánast hafa flutt til Íslands eftir að hann gekk til liðs við Hjálma. „Síðasta haust gistum við Mikki hljómborðsleikari á Íslandi frá ágúst fram í desember. Síðan við tókum upp fyrstu plötuna eyddi ég meiri tíma á Íslandi en í Svíþjóð og hætti í flestum hljómsveitunum sem ég var í hér."Hann segist hafa elskað að búa á Íslandi en það hafi samt haft sína galla. „Það er kannski kjarni plötunnar að mér líður eins og ég sé að ljúka Íslandstímanum mínum. Ég lærði mikið af Íslandi. Þetta er svo lítið land með marga og alls konar menningaratburði en samt er fólk frekar þunglynt. Kannski er það þess vegna sem fólk semur svona mikið af tónlist. Það er sérstakt andrúmsloft þarna og ef þú býrð þarna þá lendirðu í sama hugsunarhætti. Þú verður svolítið þunglyndur, drekkur mikið og svoleiðis. Mér fannst mjög áhugavert að búa þarna."Erfitt fyrir geðheilsunaHann segist ekki geta hugsað sér að flytja aftur til Íslands í bráð. „Það hafði djúpstæð áhrif á mig að vera þarna síðasta haust vegna þess að menningin er svo lík sænskri menningu en á annan hátt, algjör andstæða. Það er dálítið erfitt fyrir geðheilsuna. En ég kem aftur og verð kannski í mánuð. Ef ég myndi vilja búa á Íslandi yrði það að vera lengur, í ár eða eitthvað," segir Petter, sem verður önnum kafinn í hinum ýmsum verkefnum í föðurlandi sínu næstu árin. Þar starfar hann sem upptökustjóri og lagahöfundur ásamt bróður sínum og Nissa, fyrrverandi trommara Hjálma, í fyrirtæki sem bróðir hans stofnaði með vini sínum. „Við erum að prófa ýmis verkefni og höfum mikinn áhuga á því að finna okkar eigin tónlistarmenn og byggja eitthvað frá grunni." Vill spila á ÍslandiPetter vonast til að spila á Íslandi til að fylgja plötunni eftir en segir engan tíma hafa verið ákveðinn. „Við komum örugglega um leið og rétti tíminn kemur. Ég er mjög ánægður með hvernig Stebbi heldur utan um þetta allt saman, hann er góður í því," segir fyrrverandi bassaleikari Hjálma.
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira