Sögur af konum - Ein stjarna 28. desember 2006 12:30 Vandaður flutningur á slöku efni Eru Selma og Hansa poppstjörnur? Selma var það vissulega. Báðar eru þær kraftmiklar söngkonur, ráða við blæbrigði í túlkun, geta auðveldlega tekist á við flutninginn í flóknum línum, falla ágætlega saman í tvísöng. Það safn sem hér er á ferðinni er sett saman á svipuðum nótum og diskur Ásgerðar Júníusdóttur fyrir fáum árum: lög kvenna við ljóð kvenna. Ekki slæm endurtekning á góðri hugmynd. En eru konur í bransanum nægilega margar til að geta komið saman þokkalegu og markverðu lagasafni? Hér eru vanar konur eins og Ingibjörg Þorbergs og Ragnhildur Gísladóttir. Anna Halldórsdóttir og Hera, Védís og Móeiður, Margrét Örnólfsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir, og svo þær sjálfar, Selma á hér tvö lög og Hansa eitt. Ljóðin eru nær öll unnin af mikilli fátækt og er þeim er stillt upp við stakt ljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur skilur langt, langt á milli. Það erufáar athyglisverðar laglínur hér á bæ. Og enn færri orð er best að hafa um þann samsetning sem þær stöllur kjósa að taka sér í munn - með fullri virðingu fyrir þeim ágætu konum sem þarna hafa lagt hönd á plóg. Góðar söngkonur vantaði efni eftir konur: nú þá er til dæmis bara að fletta ljóðabókunum finna spennandi ljóð og ráða tónlistarkonur af öllum sviðum bransans til að takast á við þrautina. Þar með er tryggt að efnið, söngtextinn, er alla vega fyrsta flokks - úrvalið meira en hér er sett á disk. Þetta safn verður heldur ósannfærandi - sökum þess að hvorki lög né ljóð eru burðug. Því bjargar ekki fagmannlegur flutningur né snoturt útlit. Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Val Kilmer er látinn Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Eru Selma og Hansa poppstjörnur? Selma var það vissulega. Báðar eru þær kraftmiklar söngkonur, ráða við blæbrigði í túlkun, geta auðveldlega tekist á við flutninginn í flóknum línum, falla ágætlega saman í tvísöng. Það safn sem hér er á ferðinni er sett saman á svipuðum nótum og diskur Ásgerðar Júníusdóttur fyrir fáum árum: lög kvenna við ljóð kvenna. Ekki slæm endurtekning á góðri hugmynd. En eru konur í bransanum nægilega margar til að geta komið saman þokkalegu og markverðu lagasafni? Hér eru vanar konur eins og Ingibjörg Þorbergs og Ragnhildur Gísladóttir. Anna Halldórsdóttir og Hera, Védís og Móeiður, Margrét Örnólfsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir, og svo þær sjálfar, Selma á hér tvö lög og Hansa eitt. Ljóðin eru nær öll unnin af mikilli fátækt og er þeim er stillt upp við stakt ljóð eftir Jakobínu Sigurðardóttur skilur langt, langt á milli. Það erufáar athyglisverðar laglínur hér á bæ. Og enn færri orð er best að hafa um þann samsetning sem þær stöllur kjósa að taka sér í munn - með fullri virðingu fyrir þeim ágætu konum sem þarna hafa lagt hönd á plóg. Góðar söngkonur vantaði efni eftir konur: nú þá er til dæmis bara að fletta ljóðabókunum finna spennandi ljóð og ráða tónlistarkonur af öllum sviðum bransans til að takast á við þrautina. Þar með er tryggt að efnið, söngtextinn, er alla vega fyrsta flokks - úrvalið meira en hér er sett á disk. Þetta safn verður heldur ósannfærandi - sökum þess að hvorki lög né ljóð eru burðug. Því bjargar ekki fagmannlegur flutningur né snoturt útlit. Páll Baldvin Baldvinsson
Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Val Kilmer er látinn Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira