Fór að ráðum Russell og rétti út sáttarhönd 17. janúar 2006 14:45 Deila Kobe Bryant og Shaquille O´Neal virðist á enda NordicPhotos/GettyImages Það vakti gríðarlega athygli í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mættust á degi Martin Luther King, að fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant töluðust lítillega við og féllust í faðma fyrir leikinn, en þeir hafa verið miklir óvinir undanfarin tvö ár. O´Neal og Bryant urðu NBA meistarar þrjú ár í röð í upphafi áratugarins, en samband þeirra hefur þó alla tíð verið stormasamt og fyrir leikinn í gær höfðu þeir ekki talast við í tvö ár, nema ef vera skyldi til að senda hvor öðrum pillur í fjölmiðlum. Fyrir leikinn í gær gekk O´Neal þó til Bryant þar sem hann var að hita upp og talaði stutt við hann. Þeir féllust síðar í faðma fyrir leikinn og brostu sínu breiðasta. "Þetta voru skipanir frá hinum mikla Bill Russell," sagði Shaquille O´Neal þegar hann var spurður hvernig hefði staðið á því að hann ákvað að brjóta ísinn og sættast við Bryant. "Ég hitti Russell þegar ég var uppi í Seattle á dögunum og eftir spjall við hann, þar sem hann sagði mér að hann hefði talað við erkióvin sinn á leikvellinum til margra ára, Wilt Chamberlain, rétt áður en hann dó. Russell er mikill maður og þegar hann ráðleggur manni eitthvað svona, fer maður eftir því," sagði O´Neal. Bryant sagðist hafa verið hissa á uppátæki O´Neal, en sagðist jafnframt fagna því. "Mér líður vel að ísinn skuli vera brotinn. Við höfum gengið í gegn um ýmislegt saman og það að þetta mál skuli vera úr sögunni er gott fyrir okkur og gott fyrir borgina. Það var líka gaman að þessari deilu skyldi ljúka á degi Dr. Martin Luther King," sagði Bryant og brosti sínu breiðasta. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í gærkvöldi þegar Los Angeles Lakers og Miami Heat mættust á degi Martin Luther King, að fyrrum liðsfélagarnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant töluðust lítillega við og féllust í faðma fyrir leikinn, en þeir hafa verið miklir óvinir undanfarin tvö ár. O´Neal og Bryant urðu NBA meistarar þrjú ár í röð í upphafi áratugarins, en samband þeirra hefur þó alla tíð verið stormasamt og fyrir leikinn í gær höfðu þeir ekki talast við í tvö ár, nema ef vera skyldi til að senda hvor öðrum pillur í fjölmiðlum. Fyrir leikinn í gær gekk O´Neal þó til Bryant þar sem hann var að hita upp og talaði stutt við hann. Þeir féllust síðar í faðma fyrir leikinn og brostu sínu breiðasta. "Þetta voru skipanir frá hinum mikla Bill Russell," sagði Shaquille O´Neal þegar hann var spurður hvernig hefði staðið á því að hann ákvað að brjóta ísinn og sættast við Bryant. "Ég hitti Russell þegar ég var uppi í Seattle á dögunum og eftir spjall við hann, þar sem hann sagði mér að hann hefði talað við erkióvin sinn á leikvellinum til margra ára, Wilt Chamberlain, rétt áður en hann dó. Russell er mikill maður og þegar hann ráðleggur manni eitthvað svona, fer maður eftir því," sagði O´Neal. Bryant sagðist hafa verið hissa á uppátæki O´Neal, en sagðist jafnframt fagna því. "Mér líður vel að ísinn skuli vera brotinn. Við höfum gengið í gegn um ýmislegt saman og það að þetta mál skuli vera úr sögunni er gott fyrir okkur og gott fyrir borgina. Það var líka gaman að þessari deilu skyldi ljúka á degi Dr. Martin Luther King," sagði Bryant og brosti sínu breiðasta.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira