Banaslys varð á Sæbraut, við gatnamótin að Kringlumýrarbraut, um klukkan hálfeitt í nótt. 19 ára stúlka, sem var ein í bíl sínum á austurleið eftir Sæbraut, missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann fór út af akbrautinni og braut niður tvo ljósastaura uns hann staðnæmdist á þeim þriðja. Á miðri leið kastaðist stúlkan út úr bílnum og var hún úrskurðuð látin skömmu síðar. Rannsóknanefnd umferðarslysa og lögregla eru að rannsaka tildrög slyssins.
Banaslys á Sæbrautinni í nótt
