Málverk austurríska málarans Gustav Klimt sem Nasistar stálu á valdatíma sínum í Þýskalandi var selt í New York í gær, að því er talið er, fyrir jafnvirði rúmra 10 milljarða íslenskra króna. Málverkið er eitt fjögurra verka Klimt sem Nasistar hrifsuðu til sín.
Verkið ber nafn viðfangsefnsins og heitir Adele Bloch-Bauer eitt 1. Það var frænka Bloch-Bauer sem seldi myndina safni í New York. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en bandaríska blaðið New York Times hefur eftir heimildarmönnum að það sé 135 milljónir bandaríkjadala.
Verkið var til sýnis í safni í Austurríki og lögðu ættingjar Bloch-Bauer áherslu á að endurheimta það. Þeim var lítið ágengt þar til 1998 þegar austurrískum söfnum var gert skilt að skila verkum sem nasistar stálu.