Alþjóða Rauði krossinn hefur óskað eftir því að Ísraelar leyfi flutning á nauðsynlegum hjálpargöngum til íbúa á Gaza-svæðinu. Talsmaður samtakanna segir Ísraelum skylt, samkvæmt alþjóðalögum, að tryggja íbúum á svæðinu nauðsynleg lyf og önnur hjálpargögn.
Loftárásir hafa haldið áfram á svæðinu og óttast Rauði krossinn að erfiðlega gangi að ná til þeirra sem eigi óhjákvæmilega eftir að særast í átökum þar sem búið sé að loka helstu flutningaleiðum. Einnig hafa brýr, vatnsveitur og rafveitur eyðilagst í loftárásum og því stefni í erfitt ástand.