Umsóknarfrestur að renna út 5. júlí 2006 11:45 MYND/ Hjalti Jakobsson Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves vilja minna á að umsóknarfrestur fyrir innlendar hljómsveitir og listamenn sem vilja koma fram á hátíðinni í ár rennur út næstkomandi mánudag, þann 10. júlí. Þegar hafa yfir 150 umsóknir borist og búist er við að mikill fjöldi skili sér núna síðustu dagana fyrir umsóknarfrest. Líkt og undanfarin ár munu yfir 100 íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2006. Meðal þeirra rúmlega 30 flytjenda sem komu í fyrsta sinn fram á Airwaves í fyrra má nefna Benna Hemm Hemm, Mammút og Jakobínarínu - sem vakið hafa verðskuldaða athygli innanlands sem utan á síðustu misserum. Áfram er stefnt að því að bjóða upp á gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á hátíðinni. Ungar og upprennandi sveitir - jafnt sem reynslumeiri jálkar - eru hvattir til að senda inn umsókn. Framkvæmd hátíðarinnar er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Til að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves 2006 þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru a) diskur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Þeir sem áður hafa sótt um að spila á Airwaves verða að fara í gegnum umsóknarferlið á nýjan leik - sem og þeir sem að undanförnu hafa sent inn tónlist og erindi um að fá að koma fram á hátíðinni. Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58 Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 1. september. Það eru starfsmenn Hr. Örlygs - þeir Árni Einar Birgisson, Egill Tómasson, Eldar Ástþórsson og Þorsteinn Stephensen - sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2006 en þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafanefnd úr tónlistarbransanum. -- Lífið Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira
Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves vilja minna á að umsóknarfrestur fyrir innlendar hljómsveitir og listamenn sem vilja koma fram á hátíðinni í ár rennur út næstkomandi mánudag, þann 10. júlí. Þegar hafa yfir 150 umsóknir borist og búist er við að mikill fjöldi skili sér núna síðustu dagana fyrir umsóknarfrest. Líkt og undanfarin ár munu yfir 100 íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2006. Meðal þeirra rúmlega 30 flytjenda sem komu í fyrsta sinn fram á Airwaves í fyrra má nefna Benna Hemm Hemm, Mammút og Jakobínarínu - sem vakið hafa verðskuldaða athygli innanlands sem utan á síðustu misserum. Áfram er stefnt að því að bjóða upp á gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á hátíðinni. Ungar og upprennandi sveitir - jafnt sem reynslumeiri jálkar - eru hvattir til að senda inn umsókn. Framkvæmd hátíðarinnar er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Til að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves 2006 þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru a) diskur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Þeir sem áður hafa sótt um að spila á Airwaves verða að fara í gegnum umsóknarferlið á nýjan leik - sem og þeir sem að undanförnu hafa sent inn tónlist og erindi um að fá að koma fram á hátíðinni. Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58 Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 1. september. Það eru starfsmenn Hr. Örlygs - þeir Árni Einar Birgisson, Egill Tómasson, Eldar Ástþórsson og Þorsteinn Stephensen - sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2006 en þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafanefnd úr tónlistarbransanum. --
Lífið Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Sjá meira