Lenka Mátéová og Peter Máté í Reykholtskirkju 7. júlí 2006 15:00 Laugardaginn 8. júlí kl. 17.00 verða haldnir aðrir tónleikar af sjö í orgeltónleikaröð Reykholtskirkju og FÍO 2006. Á tónleikunum leika Lenka Mátéová á orgelið og Peter Máté á flygilinn. Á efnisskránni eru verk eftir: J.S.Bach, F. Mendelssohn Bartholdy, F.Chopin, L. Janácek M. Reger Lenka Mátéová er fædd í Tékkóslóvakíu. Hún lauk kantorsprófi við Conservatory í Kromeríz og mastersnámi við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hún til margra verðlauna í heimalandi sínu en hefur leikið einleik í Rússlandi og Þýskalandi. Lenka hefur starfað á Íslandi frá 1990 og er nú organisti og kórstjóri við Fella- og Hólakirkju. Hún hefur einnig tekið þátt í kammer- og kórtónleikum hér á landi og komið fram sem einleikari. Peter Máté er fæddur í Roznava í Tékkóslóvakíu, hann lærði hjá Ludmilu Kojanová í Kosice og Valentinu Kameníková við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989. Peter hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990 og kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Orgel Reykholtskirkju var smíðað fyrir Dómkirkjuna í Reykjavík hjá Th. Frobenius & Co í Kaupmannahöfn árið 1934 og var í henni til 1985 að skipt var um orgel. Þá var það keypt af Reykholtssöfnuði og geymt til uppsetningar í hinni nýju kirkju sem þá var ákveðið að reisa. Sama verksmiðja og smíðaði orgelið upphaflega gerði það upp fyrir Reykholtskirkju og var það sett upp í byrjun liðins árs og vígt á páskum 2002. Orgelið er 26 radda með þremur hljómborðum og fótspili. Orgelið er kallað að hluta til „mekanískt" og að hluta „pneumatískt" (loftknúið). Það þýðir að aflflutningur frá nótunum, sem organleikarinn styður á þegar hann spilar, að lokum þeim sem opna fyrirloftstrauminn í pípurnar, fer sumpart fram með beinni tengingu og sumpart með loftstraumi. Aflflutningur í raddskipan og raddblöndun orgelsins er með loftstraumi frá stillihnöppunum við hljómborðin að röddunum sem eru ýmist djúpar eða háar og með mismunandi blæ eftir stærð og gerð pípanna í hverri rödd. Viðgerð orgelsins tókst vel og hinn sérstaki tónn þess sem kemur mörgum kunnuglega fyrir eyru frá fyrri tíð nýtur sín vel í Reykholtskirkju. Orgelið er óbreytt frá því það var í Dómkirkjunni að raddskipan og gerð. Röðun á innviðum þess var lítillega breytt til aðlögunar að rými Reykholtskirkju. Svellverk þess og blásari var endurnýjað. Skipt var um öll filt og loftbelgir allir endurnýjaðir. Umgjörð þess var endurnýjuð og löguð að stíl kirkjunnar. Tónleikarnir eru haldnir á vegum kirkjunnar í samvinnu við Félag íslenskra organleikara til styrktar Orgel- og söngmálasjóði Bjarna Bjarnasonar en sjóðurinn stóð straum af kostnaði við viðgerð og uppsetningu orgels kirkjunnar. Aðgangseyrir, 1.500 krónur, rennur óskiptur til sjóðsins því listamenn og aðrir aðstandendur tónleikanna gefa vinnu sína til styrktar málefninu. Nánari upplýsingar um tónlistarmenn og efnisskrár tónleikanna eru á heimasíðu Reykholts www.reykholt.is Lífið Menning Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Laugardaginn 8. júlí kl. 17.00 verða haldnir aðrir tónleikar af sjö í orgeltónleikaröð Reykholtskirkju og FÍO 2006. Á tónleikunum leika Lenka Mátéová á orgelið og Peter Máté á flygilinn. Á efnisskránni eru verk eftir: J.S.Bach, F. Mendelssohn Bartholdy, F.Chopin, L. Janácek M. Reger Lenka Mátéová er fædd í Tékkóslóvakíu. Hún lauk kantorsprófi við Conservatory í Kromeríz og mastersnámi við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hún til margra verðlauna í heimalandi sínu en hefur leikið einleik í Rússlandi og Þýskalandi. Lenka hefur starfað á Íslandi frá 1990 og er nú organisti og kórstjóri við Fella- og Hólakirkju. Hún hefur einnig tekið þátt í kammer- og kórtónleikum hér á landi og komið fram sem einleikari. Peter Máté er fæddur í Roznava í Tékkóslóvakíu, hann lærði hjá Ludmilu Kojanová í Kosice og Valentinu Kameníková við Tónlistarakademíuna í Prag. Á námsárunum vann hann til margra verðlauna í heimalandi sínu og síðar í alþjóðlegum keppnum, svo sem í Vercelli og Enna á Ítalíu 1986 og 1989. Peter hefur verið búsettur á Íslandi frá árinu 1990 og kennir nú við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og tekið þátt í kammertónleikum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Orgel Reykholtskirkju var smíðað fyrir Dómkirkjuna í Reykjavík hjá Th. Frobenius & Co í Kaupmannahöfn árið 1934 og var í henni til 1985 að skipt var um orgel. Þá var það keypt af Reykholtssöfnuði og geymt til uppsetningar í hinni nýju kirkju sem þá var ákveðið að reisa. Sama verksmiðja og smíðaði orgelið upphaflega gerði það upp fyrir Reykholtskirkju og var það sett upp í byrjun liðins árs og vígt á páskum 2002. Orgelið er 26 radda með þremur hljómborðum og fótspili. Orgelið er kallað að hluta til „mekanískt" og að hluta „pneumatískt" (loftknúið). Það þýðir að aflflutningur frá nótunum, sem organleikarinn styður á þegar hann spilar, að lokum þeim sem opna fyrirloftstrauminn í pípurnar, fer sumpart fram með beinni tengingu og sumpart með loftstraumi. Aflflutningur í raddskipan og raddblöndun orgelsins er með loftstraumi frá stillihnöppunum við hljómborðin að röddunum sem eru ýmist djúpar eða háar og með mismunandi blæ eftir stærð og gerð pípanna í hverri rödd. Viðgerð orgelsins tókst vel og hinn sérstaki tónn þess sem kemur mörgum kunnuglega fyrir eyru frá fyrri tíð nýtur sín vel í Reykholtskirkju. Orgelið er óbreytt frá því það var í Dómkirkjunni að raddskipan og gerð. Röðun á innviðum þess var lítillega breytt til aðlögunar að rými Reykholtskirkju. Svellverk þess og blásari var endurnýjað. Skipt var um öll filt og loftbelgir allir endurnýjaðir. Umgjörð þess var endurnýjuð og löguð að stíl kirkjunnar. Tónleikarnir eru haldnir á vegum kirkjunnar í samvinnu við Félag íslenskra organleikara til styrktar Orgel- og söngmálasjóði Bjarna Bjarnasonar en sjóðurinn stóð straum af kostnaði við viðgerð og uppsetningu orgels kirkjunnar. Aðgangseyrir, 1.500 krónur, rennur óskiptur til sjóðsins því listamenn og aðrir aðstandendur tónleikanna gefa vinnu sína til styrktar málefninu. Nánari upplýsingar um tónlistarmenn og efnisskrár tónleikanna eru á heimasíðu Reykholts www.reykholt.is
Lífið Menning Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira