Villenueve ræðst hart að Schumacher 18. ágúst 2006 15:45 Michael Schumacher mun aldrei verða goðsögn í Formúlu 1 að mati Villenueve AFP Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Kanadamaðurinn Jacques Villenueve, er harðorður í garð Michael Schumacher hjá Ferrari og kallar hann lygara og bragðaref sem aldrei muni ná að festa sig í sessi sem goðsögn í íþróttinni vegna þessa. Oft hefur verið grunnt á því góða milli þeirra Schumacher og Villenueve í gegn um tíðina, en sá kanadíski vandar Þjóðverjanum ekki kveðjurnar í nýju viðtali sem birtist í F1 Racing Magazine á næstu dögum. "Michael er ekki stórmeistari á borð við menn eins og Ayrton Senna, því hann er brögðóttur og fjarri því að vera góðmenni," sagði Villenueve og bætti því við að Schumacher myndi líklega gleymast fljótlega eftir að hann hætti að keppa. "Hann er góður ökumaður, en hann er ekkert nema ökumaður. Ég held að hann falli fljótt í gleymsku þegar hann hengir upp hjálminn. Menn eins og Senna munu hinsvegar verða alltaf í minningunni - ekki bara vegna þess að hann dó ungur á kappakstursbrautinni, heldur vegna þess hve magnaður persónuleiki hann var. Ég held meira að segja að Schumacher muni ekki verða eins lengi í umræðunni eins og Alain Prost og alls ekki eins og Nigel Mansell. Þessir menn náðu ákveðnum hetjustimpli og það mun Schumacher aldrei gera," sagði Villenueve. Sá kanadíski hefur aldrei fyrirgefið Schumacher síðan þeim lenti saman í keppni árið 1997 þegar þeir voru að berjast um titil ökumanna, en þá var talið að Schumacher hefði viljandi ekið á Villenueve til að hindra hann á leið sinni að titlinum. Schumacher kom raunar verr út úr þeim viðskiptum en Villenueve, en það breytir því ekki að sá kanadíski virðist enn sjá rautt þegar hann sér Schumacher. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn í Formúlu 1, Kanadamaðurinn Jacques Villenueve, er harðorður í garð Michael Schumacher hjá Ferrari og kallar hann lygara og bragðaref sem aldrei muni ná að festa sig í sessi sem goðsögn í íþróttinni vegna þessa. Oft hefur verið grunnt á því góða milli þeirra Schumacher og Villenueve í gegn um tíðina, en sá kanadíski vandar Þjóðverjanum ekki kveðjurnar í nýju viðtali sem birtist í F1 Racing Magazine á næstu dögum. "Michael er ekki stórmeistari á borð við menn eins og Ayrton Senna, því hann er brögðóttur og fjarri því að vera góðmenni," sagði Villenueve og bætti því við að Schumacher myndi líklega gleymast fljótlega eftir að hann hætti að keppa. "Hann er góður ökumaður, en hann er ekkert nema ökumaður. Ég held að hann falli fljótt í gleymsku þegar hann hengir upp hjálminn. Menn eins og Senna munu hinsvegar verða alltaf í minningunni - ekki bara vegna þess að hann dó ungur á kappakstursbrautinni, heldur vegna þess hve magnaður persónuleiki hann var. Ég held meira að segja að Schumacher muni ekki verða eins lengi í umræðunni eins og Alain Prost og alls ekki eins og Nigel Mansell. Þessir menn náðu ákveðnum hetjustimpli og það mun Schumacher aldrei gera," sagði Villenueve. Sá kanadíski hefur aldrei fyrirgefið Schumacher síðan þeim lenti saman í keppni árið 1997 þegar þeir voru að berjast um titil ökumanna, en þá var talið að Schumacher hefði viljandi ekið á Villenueve til að hindra hann á leið sinni að titlinum. Schumacher kom raunar verr út úr þeim viðskiptum en Villenueve, en það breytir því ekki að sá kanadíski virðist enn sjá rautt þegar hann sér Schumacher.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira