Pólverjar leita að betra lífi í Vestur-Evrópu 20. september 2006 21:18 Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott. Rúm tvö ár eru liðin frá því að Pólland, ásamt níu öðrum ríkjum Austur- og Suður-Evrópu, gekk inn í Evrópusambandið og er óhætt að segja að því hafi fylgt stórfelldar breytingar. Talið er að í það minnsta 600.000 Pólverjar hafi ákveðið að freista gæfunnar í gömlu Evrópu á síðustu tveimur árum þar sem laun eru mun hærri en í heimalandinu, sumir telja raunar að sá fjöldi geti numið allt að tveimur milljónum. Hlutfallslega mun Pólverjum hvergi hafa fjölgað jafn ört og mikið í Vestur-Evrópu og hér á landi. Árið 2004 rann 31% allra útgefinna atvinnuleyfa hérlendis til Pólverja og á síðasta ári var þetta hlutfall komið upp í 44%. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt er atvinnuleysi um 15% í Póllandi og í því ljósi er brottflutningur fólks þaðan afar skiljanlegur. Þessi þróun hefur hins vegar neikvæðar hliðar líka. Þannig er allstór hluti brottfluttra vel menntað ungt fólk sem innan fárra ára hefði getað staðið fyrir mestu verðmætasköpuninni í landinu. Þá hefur hjónaskilnuðum í þessu kaþólska landi fjölgað stórlega síðan landið gekk inn í ESB og einstæðum fátækum mæðrum um leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru jafnvel dæmi um að foreldrar reyni að koma börnum sínum fyrir á munaðarleysingjahælum og haldi þangað sem grasið er grænna. Erlent Fréttir Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott. Rúm tvö ár eru liðin frá því að Pólland, ásamt níu öðrum ríkjum Austur- og Suður-Evrópu, gekk inn í Evrópusambandið og er óhætt að segja að því hafi fylgt stórfelldar breytingar. Talið er að í það minnsta 600.000 Pólverjar hafi ákveðið að freista gæfunnar í gömlu Evrópu á síðustu tveimur árum þar sem laun eru mun hærri en í heimalandinu, sumir telja raunar að sá fjöldi geti numið allt að tveimur milljónum. Hlutfallslega mun Pólverjum hvergi hafa fjölgað jafn ört og mikið í Vestur-Evrópu og hér á landi. Árið 2004 rann 31% allra útgefinna atvinnuleyfa hérlendis til Pólverja og á síðasta ári var þetta hlutfall komið upp í 44%. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt er atvinnuleysi um 15% í Póllandi og í því ljósi er brottflutningur fólks þaðan afar skiljanlegur. Þessi þróun hefur hins vegar neikvæðar hliðar líka. Þannig er allstór hluti brottfluttra vel menntað ungt fólk sem innan fárra ára hefði getað staðið fyrir mestu verðmætasköpuninni í landinu. Þá hefur hjónaskilnuðum í þessu kaþólska landi fjölgað stórlega síðan landið gekk inn í ESB og einstæðum fátækum mæðrum um leið. Að sögn Reuters-fréttastofunnar eru jafnvel dæmi um að foreldrar reyni að koma börnum sínum fyrir á munaðarleysingjahælum og haldi þangað sem grasið er grænna.
Erlent Fréttir Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira