Þrír demókratar í bandarísku öldungadeildinni sem koma til með að verða yfir nefndum um umhverfismál í Bandaríkjunum segjast óánægðir með framlag George W. Bush, bandaríkjaforseta, í umhverfismálum. Þeir segjast ætla að setja á hann pressu um að koma með lög sem takmarka losun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftið.
Í bréfi sem þeir skrifuðu Bush kom fram að þeir héldu að sigur sinn í kosningunum þýddi ekki aðeins stefnubreytingu í Írak heldur hefðu kjósendur líka verið að gagnrýna stefnu Bush í umhverfismálum.
Fulltrúi Bush á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Næróbí í Kenía hefur hafnað öllum hugmyndum sem þar hafa fram komið varðandi að takmarka losun gróðurhúsateguna meira en komið er.