Samkvæmt fyrstu tölum leiðir Magnús Stefánsson listann með 80 atkvæði, í öðru sæti er Herdís Sæmundardóttir með 79 atkvæði, í því þriðja er Kristinn H. Gunnarsson með 80 atkvæði, í fjórða sæti er svo Valdimar Sigurjónsson með 90 atkvæði og í fimmta sæti er Inga Ósk Jónsdóttir með 113 atkvæði. Alls hafa 150 atkvæði verið talin.
Talning atkvæða í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hófst nú í kvöld en greitt var með póstatkvæðagreiðslu og kusu alls 1.666 manns af þeim 2522 sem voru á kjörskrá, eða um 66,6%.
Frambjóðendur eru eftirfarandi:
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sækist eftir 1. sæti
Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður sækist eftir 1. sæti
Herdís Á. Sæmundardóttir framhaldsskólakennari og varaþingmaður sækist eftir 2. sæti
G. Valdimar Valdemarsson kerfisfræðingur sækist eftir 3. sæti
Valdimar Sigurjónsson viðskiptalögfræðingur sækist eftir 3. sæti
Inga Ósk Jónsdóttir viðskiptafræðingur sækist eftir 3.-4. sæti
Albertína Elíasdóttir umsjónarmaður sækist eftir 3.-5. sæti
Heiðar Þór Gunnarsson verslunarrekandi sækist eftir 3.-5. sæti