Tæplega hundrað liggja í valnum 2. desember 2006 18:50 Óttast er að hátt í hundrað manns hafi farist þegar enn ein bílsprengjuárásin var gerð á sjíahverfi í Bagdad í dag. Síðastliðinn mánuður var sá mannskæðasti í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Það er engin furða að margar af stærstu fréttastofum heims séu farnar að kalla vargöldina í Írak borgarastyrjöld því ofbeldið í landinu fer stöðugt vaxandi og mannfallið um leið, sérstaklega á meðal saklausra borgara. Árásin í dag er í raun dæmigerð fyrir þetta en hún var gerð með því að aka þremur bílum, drekkhlöðnum sprengiefnum, að vinsælu verslunarhverfi í Bagdad. Sprengjurnar sprungu örskömmu millibili og þegar allt var um garð gengið lágu hátt í hundrað manns í valnum. Fjölmargir særðust og voru þeir fluttir á nærliggjandi sjúkrahús. Þá rannsakar lögregla tildrög þess að vörubíl var ekið á strætisvagnabiðstöð skammt utan við Bagdad í morgun með þeim afleiðingum að 22 létu lífið. Talið er afar ólíklegt að þar hafi verið um slys að ræða. Þetta skelfilega upphaf á mánuðinum þarf því miður ekki að koma á óvart því í í síðastliðnum mánuði létu 1.850 borgarar lífið vegna ofbeldisverka í Írak, fleiri en nokkru sinni fyrr. Það eru næstum því helmingi fleiri dauðsföll en í mánuðinum á undan en sá var blóði drifnari en dæmi voru um. Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Óttast er að hátt í hundrað manns hafi farist þegar enn ein bílsprengjuárásin var gerð á sjíahverfi í Bagdad í dag. Síðastliðinn mánuður var sá mannskæðasti í Írak frá því að ráðist var inn í landið. Það er engin furða að margar af stærstu fréttastofum heims séu farnar að kalla vargöldina í Írak borgarastyrjöld því ofbeldið í landinu fer stöðugt vaxandi og mannfallið um leið, sérstaklega á meðal saklausra borgara. Árásin í dag er í raun dæmigerð fyrir þetta en hún var gerð með því að aka þremur bílum, drekkhlöðnum sprengiefnum, að vinsælu verslunarhverfi í Bagdad. Sprengjurnar sprungu örskömmu millibili og þegar allt var um garð gengið lágu hátt í hundrað manns í valnum. Fjölmargir særðust og voru þeir fluttir á nærliggjandi sjúkrahús. Þá rannsakar lögregla tildrög þess að vörubíl var ekið á strætisvagnabiðstöð skammt utan við Bagdad í morgun með þeim afleiðingum að 22 létu lífið. Talið er afar ólíklegt að þar hafi verið um slys að ræða. Þetta skelfilega upphaf á mánuðinum þarf því miður ekki að koma á óvart því í í síðastliðnum mánuði létu 1.850 borgarar lífið vegna ofbeldisverka í Írak, fleiri en nokkru sinni fyrr. Það eru næstum því helmingi fleiri dauðsföll en í mánuðinum á undan en sá var blóði drifnari en dæmi voru um.
Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira