Peningaskápurinn ... 6. janúar 2007 00:01 Af mismunandi spámönnumÞað er kunnugra en frá þarf að segja að það er erfitt að spá, einkanlega um framtíðina. Mat á verðmæti fyrirtækja eru að hluta til vísindi, en að hluta til huglægt fyrirbæri og því er munur á slíku mati milli greinenda. Margir brostu í kampinn þegar Jónas G. Friðþjófsson mat verðmæti Kaupþings á gengið 1014 kr. á hlut og þótti mörgum vel í lagt. Glitnir hefur almennt spáð betur um hagnað Kaupþings en Landsbankinn sem hefur alltaf verið mun hófstilltari í væntingum sínum. Landsbankinn missteig sig í túlkun á Citigroup og taldi þá meta Kaupþing þannig að gengið eftir 12 mánuði væri um og yfir 1000 kr. á hlut. Raunin er hins vegar sú að það er mat Citigroup að slíkt sé núverandi virði hluta í bankanum. Glitnir og Citigroup eru því algjörlega samstíga í mati sínu á bankanum. Fleiri misstigKaupþing hefur goldið stærðar sinnar í umræðunni og er í uppáhaldi þeirra sem af einhverjum sökum telja sig eiga bönkunum skuld að gjalda. Þannig hefur gengið póstur manna á milli þar sem gert er grín að auglýsingum Kaupþings og þeim snúið upp á grátandi viðskiptavini sem skulda á háum vöxtum í bankanum. Menn hafa skemmt sér yfir þessum brandara, enda vel útfærður. Svo brá við að hópur fólks víða um samfélagið fékk sendan slíkan póst frá starfsmanni Íbúðalánasjóðs sem er þekktur af öðru en kærleika til Kaupþings. Ekki var öllum jafn skemmt við sendinguna og skömmu síðar barst annar póstur þar sem beðist var velvirðingar á sendingunni og hún sögð hafa verið ætluð þremur vinum, en ekki tugum manna sem af ýmsum ástæðum eru í samkiptum við stofnunina. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Af mismunandi spámönnumÞað er kunnugra en frá þarf að segja að það er erfitt að spá, einkanlega um framtíðina. Mat á verðmæti fyrirtækja eru að hluta til vísindi, en að hluta til huglægt fyrirbæri og því er munur á slíku mati milli greinenda. Margir brostu í kampinn þegar Jónas G. Friðþjófsson mat verðmæti Kaupþings á gengið 1014 kr. á hlut og þótti mörgum vel í lagt. Glitnir hefur almennt spáð betur um hagnað Kaupþings en Landsbankinn sem hefur alltaf verið mun hófstilltari í væntingum sínum. Landsbankinn missteig sig í túlkun á Citigroup og taldi þá meta Kaupþing þannig að gengið eftir 12 mánuði væri um og yfir 1000 kr. á hlut. Raunin er hins vegar sú að það er mat Citigroup að slíkt sé núverandi virði hluta í bankanum. Glitnir og Citigroup eru því algjörlega samstíga í mati sínu á bankanum. Fleiri misstigKaupþing hefur goldið stærðar sinnar í umræðunni og er í uppáhaldi þeirra sem af einhverjum sökum telja sig eiga bönkunum skuld að gjalda. Þannig hefur gengið póstur manna á milli þar sem gert er grín að auglýsingum Kaupþings og þeim snúið upp á grátandi viðskiptavini sem skulda á háum vöxtum í bankanum. Menn hafa skemmt sér yfir þessum brandara, enda vel útfærður. Svo brá við að hópur fólks víða um samfélagið fékk sendan slíkan póst frá starfsmanni Íbúðalánasjóðs sem er þekktur af öðru en kærleika til Kaupþings. Ekki var öllum jafn skemmt við sendinguna og skömmu síðar barst annar póstur þar sem beðist var velvirðingar á sendingunni og hún sögð hafa verið ætluð þremur vinum, en ekki tugum manna sem af ýmsum ástæðum eru í samkiptum við stofnunina.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira