Aldrei of seint fyrir Noruh 12. janúar 2007 00:30 Norah Jones Bandaríska tónlistarkonan Norah Jones er að gefa út sína þriðju sólóplötu. Bandaríska tónlistarkonan Norah Jones gefur út sína þriðju sólóplötu 29. janúar næstkomandi. Platan nefnist Not Too Late og hefur að geyma þrettán glæný lög. Fyrsta smáskífulag plötunnar, Thinking About You, kom út seint á síðasta ári og hefur fallið vel í kramið. Lagið er rólegt með blúsuðum djasskeim eins og Noruh er von og vísa; bæði afslappandi og fallegt. Nýja platan er sögð hennar persónulegasta til þessa og voru lögin samin annaðhvort af Noruh Jones einni eða með aðstoð bassaleikarans Lee Alexander. Tóku þau jafnframt plötuna upp í sameiningu í heimahljóðveri þeirra.Dóttir Ravi ShankarNorah Jones fæddist í New York-borg 30. mars árið 1979 en ólst upp í Texas frá fjögurra ára aldri hjá móður sinni. Faðir hennar er indverski tónlistarmaðurinn Ravi Shankar, sem meðal annars starfaði með Bítlunum á sínum tíma og þá aðallega George Harrison. Hlustaði á Billie HollidayNorah hlustaði mikið á Billie Holliday og Bill Evans á sínum yngri árum en fór ekki að hafa áhuga á að spila djass fyrr en í menntaskóla. Fljótlega fór hún að fá verðlaun fyrir frammistöðu sína og hóf að læra djasspíanóleik í framhaldinu. Í staðinn fyrir að ljúka háskólagráðu í píanóleiknum ákvað hún að einbeita sér að lagasmíðum. Ekki bara snoppufríðNorah gerði plötusamning við djassfyrirtækið Blue Note Records snemma á árinu 2001 og fór í kjölfarið að vinna að sinni fyrstu plötu, Come Away With Me. Platan kom út snemma árs 2002 og sló umsvifalaust í gegn. Auk fallegrar tónlistarinnar vakti Norah athygli fyrir fegurð sína og fyrir að vera dóttir Ravi Shankar. Töldu margir hana einungis vera enn einn snoppufríða tónlistarmanninn sem ætti að eftir að hverfa í gleymskunnar dá. Almenningur var ekki á sama máli og hefur platan selst í átján milljónum eintaka úti um allan heim. Vann Jones jafnframt átta Grammy-verðlaun fyrir plötuna. Meiri kántríáhrifÁrið 2004 gaf Jones út sína aðra sólóplötu, Feels Like Home, þar sem hún blandaði enn á ný saman blús og djassi, auk þess sem kántríáhrifin voru meira áberandi en áður. Platan fékk góðar viðtökur eins og sú fyrri. Little WilliesÁrið áður byrjaði Norah að spila með hljómsveitinni The Little Willies, sem lék lög eftir þekkta bandaríska sveitasöngvara á borð við Hank Williams og Willie Nelson. Sveitin fékk góðar viðtökur og fljótlega fóru Norah og félagar að semja eigin lög. Má útkomuna finna á plötunni Little Willies sem kom út á síðasta ári. Á sama tíma var Jones í óða önn að semja lög á næstu sólóplötu sína sem brátt lítur dagsins ljós og margir hafa beðið spenntir eftir. Prófar leiklistinaAuk þess að gefa út sína þriðju sólóplötu mun Norah Jones sjást á hvíta tjaldinu í fyrsta sinn í kvikmyndinni My Blueberry Nights. Þar fer hún með eitt aðalhlutverkanna á móti þekktum nöfnum á borð við Jude Law, Natalie Portman og Tim Roth. Verður gaman að sjá hvort leiklistin sé eitthvað sem hún muni einbeita sér í auknum mæli að í framtíð[email protected] Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Norah Jones gefur út sína þriðju sólóplötu 29. janúar næstkomandi. Platan nefnist Not Too Late og hefur að geyma þrettán glæný lög. Fyrsta smáskífulag plötunnar, Thinking About You, kom út seint á síðasta ári og hefur fallið vel í kramið. Lagið er rólegt með blúsuðum djasskeim eins og Noruh er von og vísa; bæði afslappandi og fallegt. Nýja platan er sögð hennar persónulegasta til þessa og voru lögin samin annaðhvort af Noruh Jones einni eða með aðstoð bassaleikarans Lee Alexander. Tóku þau jafnframt plötuna upp í sameiningu í heimahljóðveri þeirra.Dóttir Ravi ShankarNorah Jones fæddist í New York-borg 30. mars árið 1979 en ólst upp í Texas frá fjögurra ára aldri hjá móður sinni. Faðir hennar er indverski tónlistarmaðurinn Ravi Shankar, sem meðal annars starfaði með Bítlunum á sínum tíma og þá aðallega George Harrison. Hlustaði á Billie HollidayNorah hlustaði mikið á Billie Holliday og Bill Evans á sínum yngri árum en fór ekki að hafa áhuga á að spila djass fyrr en í menntaskóla. Fljótlega fór hún að fá verðlaun fyrir frammistöðu sína og hóf að læra djasspíanóleik í framhaldinu. Í staðinn fyrir að ljúka háskólagráðu í píanóleiknum ákvað hún að einbeita sér að lagasmíðum. Ekki bara snoppufríðNorah gerði plötusamning við djassfyrirtækið Blue Note Records snemma á árinu 2001 og fór í kjölfarið að vinna að sinni fyrstu plötu, Come Away With Me. Platan kom út snemma árs 2002 og sló umsvifalaust í gegn. Auk fallegrar tónlistarinnar vakti Norah athygli fyrir fegurð sína og fyrir að vera dóttir Ravi Shankar. Töldu margir hana einungis vera enn einn snoppufríða tónlistarmanninn sem ætti að eftir að hverfa í gleymskunnar dá. Almenningur var ekki á sama máli og hefur platan selst í átján milljónum eintaka úti um allan heim. Vann Jones jafnframt átta Grammy-verðlaun fyrir plötuna. Meiri kántríáhrifÁrið 2004 gaf Jones út sína aðra sólóplötu, Feels Like Home, þar sem hún blandaði enn á ný saman blús og djassi, auk þess sem kántríáhrifin voru meira áberandi en áður. Platan fékk góðar viðtökur eins og sú fyrri. Little WilliesÁrið áður byrjaði Norah að spila með hljómsveitinni The Little Willies, sem lék lög eftir þekkta bandaríska sveitasöngvara á borð við Hank Williams og Willie Nelson. Sveitin fékk góðar viðtökur og fljótlega fóru Norah og félagar að semja eigin lög. Má útkomuna finna á plötunni Little Willies sem kom út á síðasta ári. Á sama tíma var Jones í óða önn að semja lög á næstu sólóplötu sína sem brátt lítur dagsins ljós og margir hafa beðið spenntir eftir. Prófar leiklistinaAuk þess að gefa út sína þriðju sólóplötu mun Norah Jones sjást á hvíta tjaldinu í fyrsta sinn í kvikmyndinni My Blueberry Nights. Þar fer hún með eitt aðalhlutverkanna á móti þekktum nöfnum á borð við Jude Law, Natalie Portman og Tim Roth. Verður gaman að sjá hvort leiklistin sé eitthvað sem hún muni einbeita sér í auknum mæli að í framtíð[email protected]
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira