Ljúka nýrri plötu á árinu 13. janúar 2007 13:00 Hljómsveitin Sigur Rós er að vinna í nýrri plötu sem mun fylgja á eftir hinni vinsælu Takk. fréttablaðið/anton Hljómsveitin Sigur Rós hefur undanfarna tvo mánuði verið upptekin í hljóðveri sínu, Sundlauginni, í Mosfellsbæ við að taka upp lög á nýja plötu. Að sögn bassaleikarans Georgs Holm er afar líklegt að platan klárist á þessu ári. Veltur það síðan á plötufyrirtæki sveitarinnar erlendis hvort hún komi út á árinu. Georg segir að það muni koma í ljós hvort einhverjar stefnubreytingar verði á plötunni. „Við erum búnir að klára nokkur lög en það er meira eftir að gera. Við vitum ekkert nákvæmlega hvernig hún endar. Við erum bara að gera tilraunir eins og er. Sum af þessum lögum eru líka gömul lög sem við sömdum fyrir svolitlu síðan. Efni sem var aldrei klárað og hefur því aldrei verið gefið út. Við ákváðum að það væri tími til kominn að klára það," segir hann. Sigur Rós mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að vinna í plötunni og tónleikamynd sinni sem var tekin upp hérlendis á síðasta ári mun sveitin spila á fjáröflunartónleikum til styrktar Tíbet þann 26. febrúar í Carnegie Hall í New York. Þetta verður í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar á þessum þekkta tónleikastað. Patti Smith, sem hélt tónleika hér á landi á síðasta ári, og tónskáldið heimsþekkta Philip Glass munu einnig koma fram. Daginn fyrir tónleikana mun Sigur Rós flytja tónlist sína við dansverk Merce Cunningham, Split Sides, í Miami. „Þetta er árlegur viðburður sem Glass er að sjá um. Hann hafði samband við okkur og vildi fá okkur til að koma. Við verðum úti í Bandaríkjunum á þessum tíma þannig að við ákváðum að skella okkur," segir Georg. „Við viljum styrkja og styðja við bakið á þessum málstað. Okkur hefur áður verið boðið að koma og spila en aldrei séð okkur fært að mæta." Sigur Rós mun aðeins spila eitt lag á tónleikunum og segir Georg líklegast að Heysátan, lokalag síðustu plötu sveitarinnar, Takk, verði fyrir valinu. „Við verðum ekki þarna úti til að spila á okkar eigin tónleikum og þess vegna verðum við með voða lítið af græjum. Það eru fá lög sem við getum spilað án þess að vera með þrjú tonn af hljóðfærum, þannig að það verður að vera Heysátan," segir hann. Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós hefur undanfarna tvo mánuði verið upptekin í hljóðveri sínu, Sundlauginni, í Mosfellsbæ við að taka upp lög á nýja plötu. Að sögn bassaleikarans Georgs Holm er afar líklegt að platan klárist á þessu ári. Veltur það síðan á plötufyrirtæki sveitarinnar erlendis hvort hún komi út á árinu. Georg segir að það muni koma í ljós hvort einhverjar stefnubreytingar verði á plötunni. „Við erum búnir að klára nokkur lög en það er meira eftir að gera. Við vitum ekkert nákvæmlega hvernig hún endar. Við erum bara að gera tilraunir eins og er. Sum af þessum lögum eru líka gömul lög sem við sömdum fyrir svolitlu síðan. Efni sem var aldrei klárað og hefur því aldrei verið gefið út. Við ákváðum að það væri tími til kominn að klára það," segir hann. Sigur Rós mun hafa í nógu að snúast á næstunni. Auk þess að vinna í plötunni og tónleikamynd sinni sem var tekin upp hérlendis á síðasta ári mun sveitin spila á fjáröflunartónleikum til styrktar Tíbet þann 26. febrúar í Carnegie Hall í New York. Þetta verður í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar á þessum þekkta tónleikastað. Patti Smith, sem hélt tónleika hér á landi á síðasta ári, og tónskáldið heimsþekkta Philip Glass munu einnig koma fram. Daginn fyrir tónleikana mun Sigur Rós flytja tónlist sína við dansverk Merce Cunningham, Split Sides, í Miami. „Þetta er árlegur viðburður sem Glass er að sjá um. Hann hafði samband við okkur og vildi fá okkur til að koma. Við verðum úti í Bandaríkjunum á þessum tíma þannig að við ákváðum að skella okkur," segir Georg. „Við viljum styrkja og styðja við bakið á þessum málstað. Okkur hefur áður verið boðið að koma og spila en aldrei séð okkur fært að mæta." Sigur Rós mun aðeins spila eitt lag á tónleikunum og segir Georg líklegast að Heysátan, lokalag síðustu plötu sveitarinnar, Takk, verði fyrir valinu. „Við verðum ekki þarna úti til að spila á okkar eigin tónleikum og þess vegna verðum við með voða lítið af græjum. Það eru fá lög sem við getum spilað án þess að vera með þrjú tonn af hljóðfærum, þannig að það verður að vera Heysátan," segir hann.
Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira