Efnahagsstjórn, hagvöxtur og Vestfirðir Guðbjartur Hannesson skrifar 2. febrúar 2007 00:01 Ég var að lesa furðulega grein ráðherrans Einars K. Guðfinnssonar sem hann kallar „Vonbrigði ESB – daðrara“ á vefnum www.bb.is frá 25. janúar síðastliðnum. Greinin vakti ekki athygli mína fyrir skrifin um Evrópusambandið og stöðu íslensku krónunnar, ég vissi að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki né þorir að ræða það mál né skoða. Sennilega veit ráðherrann ekki að í Vaxtasamningi Vestfjarða 1) er tilgreind sem ein helsta ógnun svæðisins að: „Sterk staða krónunnar og gengissveiflur, skaða samkeppnishæfni samkeppnis- og útflutningsgreina s.s. sjávarútvegs, iðnaðar og ferðaþjónustu og getur torveldað vöxt“ (bls. 38). Ráðherrann segir í greininni að viðskiptahallinn sé til staðar en fari ört minnkandi og að verðbólgan sé of mikil en hjaðni hratt. Þetta les ég þannig að efnahagsbatinn í landinu hefur verið greiddur með miklum erlendum lántökum, ekki síst vegna þenslu af stóriðju- og virkjanaframkvæmdum, aðgerðum ríkisstjórnar og útlánakapphlaupi einkavæddu bankanna á húsnæðismarkaði á sama tíma. Það er gott að spáð er lækkaðri verðbólgu, en gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að skaðinn er skeður, verðbólgan hefur þegar hækkað skuldir heimila og fyrirtækja um tugi ef ekki hundruð milljarða. Gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að vaxtaokrið hefur kostað sömu aðila álíka upphæðir. Áhrif verðbólgunnar verða ekki tekin til baka, við megum borga hærri afborganir af húsnæðislánum okkar næstu 25-40 árin. Gaman væri ef ráðherrann lýsti „tækjum og tólum“ efnahagsstjórnar ríkisstjórnarinnar, sem hann segir að hafi verið notuð til að bregðast við ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Var ekki aðal „tólið“ frestun á vegaframkvæmdum á Vestfjörðum sl. sumar? Eru það okurvextirnir á einstaklinga og smærri fyrirtæki, þá sem ekki hafa þegar fært lán sín í erlenda gjaldmiðla? Er það togstreitan á milli stýrivaxtahækkana Seðlabankans og þenslufjárlaga ríkisstjórnarinnar, sem varð til þess að erlent matsfyrirtæki lækkaði lánshæfismat íslenska ríkisins rétt fyrir jólin? Ráðherra nefnir réttilega að hér hefur verið óverulegt atvinnuleysi, sem betur fer, en gleymdi hann ekki að nefna að skortur á vinnuafli hefur kallað á langan vinnudag og á stóraukinn fjölda innflytjenda? Var það þetta sem fyrrverandi fjármálaráðherra og núverðandi forsætisráðherra var að stuðla að þegar hann rökstuddi afnám hátekjuskatts með því að hann væri vinnuletjandi? Það sem ráðherrann kallar „pólitíska stefnumótun“ ríkisstjórnarinnar, kalla ég stjórnleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, sem hefur kallað yfir okkur ójafnvægi og leitt til umræðunnar um stöðu íslensku krónunnar. Ég vænti þess að reyndir stjórnmálamenn, stjórnarþingmenn og ráðherra eins og Einar K. Guðfinnsson skýri betur fyrir Vestfirðingum hvers vegna íbúum hefur fækkað á svæðinu um 20% á árunum 1990-2003 og af hverju íbúaþróunin er enn á niðurleið. Skyldi kvótakerfi í sjávarútvegi og landbúnaði eiga sinn þátt í því? Hver kom því kerfi á? Skyldu samgöngumál fjórðungsins eiga sinn þátt í íbúaþróuninni? Hver fer með samgöngumálin? Stuðlaði sala Landsímans með grunnnetinu að bættum hag Vestfirðinga? Stuðluðu helmingaskipti ríkisstjórnar-innar á ríkisbönkunum að bættri stöðu landsbyggðarinnar? Ef svo er, lýsir það sér þá helst í uppkaupum þeirra sem fengu bankana að gjöf á jörðum í héraðinu? Það er mörgum spurningum ósvarað um efnahagsstjórn eða stjórnleysi sl. ára og ég treysti því að ráðherrann upplýsi íbúa Vestfjarða og þjóðina alla betur um ágæti stefnunnar. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Ég var að lesa furðulega grein ráðherrans Einars K. Guðfinnssonar sem hann kallar „Vonbrigði ESB – daðrara“ á vefnum www.bb.is frá 25. janúar síðastliðnum. Greinin vakti ekki athygli mína fyrir skrifin um Evrópusambandið og stöðu íslensku krónunnar, ég vissi að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki né þorir að ræða það mál né skoða. Sennilega veit ráðherrann ekki að í Vaxtasamningi Vestfjarða 1) er tilgreind sem ein helsta ógnun svæðisins að: „Sterk staða krónunnar og gengissveiflur, skaða samkeppnishæfni samkeppnis- og útflutningsgreina s.s. sjávarútvegs, iðnaðar og ferðaþjónustu og getur torveldað vöxt“ (bls. 38). Ráðherrann segir í greininni að viðskiptahallinn sé til staðar en fari ört minnkandi og að verðbólgan sé of mikil en hjaðni hratt. Þetta les ég þannig að efnahagsbatinn í landinu hefur verið greiddur með miklum erlendum lántökum, ekki síst vegna þenslu af stóriðju- og virkjanaframkvæmdum, aðgerðum ríkisstjórnar og útlánakapphlaupi einkavæddu bankanna á húsnæðismarkaði á sama tíma. Það er gott að spáð er lækkaðri verðbólgu, en gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að skaðinn er skeður, verðbólgan hefur þegar hækkað skuldir heimila og fyrirtækja um tugi ef ekki hundruð milljarða. Gleymdi ráðherrann ekki að taka fram að vaxtaokrið hefur kostað sömu aðila álíka upphæðir. Áhrif verðbólgunnar verða ekki tekin til baka, við megum borga hærri afborganir af húsnæðislánum okkar næstu 25-40 árin. Gaman væri ef ráðherrann lýsti „tækjum og tólum“ efnahagsstjórnar ríkisstjórnarinnar, sem hann segir að hafi verið notuð til að bregðast við ójafnvægi í þjóðarbúskapnum. Var ekki aðal „tólið“ frestun á vegaframkvæmdum á Vestfjörðum sl. sumar? Eru það okurvextirnir á einstaklinga og smærri fyrirtæki, þá sem ekki hafa þegar fært lán sín í erlenda gjaldmiðla? Er það togstreitan á milli stýrivaxtahækkana Seðlabankans og þenslufjárlaga ríkisstjórnarinnar, sem varð til þess að erlent matsfyrirtæki lækkaði lánshæfismat íslenska ríkisins rétt fyrir jólin? Ráðherra nefnir réttilega að hér hefur verið óverulegt atvinnuleysi, sem betur fer, en gleymdi hann ekki að nefna að skortur á vinnuafli hefur kallað á langan vinnudag og á stóraukinn fjölda innflytjenda? Var það þetta sem fyrrverandi fjármálaráðherra og núverðandi forsætisráðherra var að stuðla að þegar hann rökstuddi afnám hátekjuskatts með því að hann væri vinnuletjandi? Það sem ráðherrann kallar „pólitíska stefnumótun“ ríkisstjórnarinnar, kalla ég stjórnleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, sem hefur kallað yfir okkur ójafnvægi og leitt til umræðunnar um stöðu íslensku krónunnar. Ég vænti þess að reyndir stjórnmálamenn, stjórnarþingmenn og ráðherra eins og Einar K. Guðfinnsson skýri betur fyrir Vestfirðingum hvers vegna íbúum hefur fækkað á svæðinu um 20% á árunum 1990-2003 og af hverju íbúaþróunin er enn á niðurleið. Skyldi kvótakerfi í sjávarútvegi og landbúnaði eiga sinn þátt í því? Hver kom því kerfi á? Skyldu samgöngumál fjórðungsins eiga sinn þátt í íbúaþróuninni? Hver fer með samgöngumálin? Stuðlaði sala Landsímans með grunnnetinu að bættum hag Vestfirðinga? Stuðluðu helmingaskipti ríkisstjórnar-innar á ríkisbönkunum að bættri stöðu landsbyggðarinnar? Ef svo er, lýsir það sér þá helst í uppkaupum þeirra sem fengu bankana að gjöf á jörðum í héraðinu? Það er mörgum spurningum ósvarað um efnahagsstjórn eða stjórnleysi sl. ára og ég treysti því að ráðherrann upplýsi íbúa Vestfjarða og þjóðina alla betur um ágæti stefnunnar. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun