Arctic Monkeys bar af á Brit 16. febrúar 2007 10:00 Hljómsveitin The Killers hlaut tvenn Brit-verðlaun. MYND/Getty Brit-verðlaunin voru afhent í London í fyrrakvöld. Arctic Monkeys var sigurvegari kvöldsins með tvenn stærstu verðlaunin. The Arctic Monkeys hlaut verðlaun sem besta breska hljómsveitin og fyrir bestu bresku plötuna, frumburðinn Whatever People Say I Am, That"s What I"m Not. Engin plata hefur selst hraðar í sögu breska vinsældalistans. Meðlimir sveitarinnar mættu ekki á verðlaunahátíðina frekar en á síðasta ári og sendu í staðinn skilaboð á myndbandi klæddir sem persónur í söngleiknum Galdrakarlinn í Oz og sem meðlimir hljómsveitarinnar The Village People.Killers með tvennuMorrison var kjörinn besti breski söngvarinn.Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas fékk einnig tvenn verðlaun. Annars vegar sem besta erlenda hljómsveitin og hins vegar fyrir bestu erlendu plötuna.Amy Winehouse var kjörin besta breska söngkonan og James Morrison besti söngvarinn. „Ég vil bara segja að ég trúi því ekki að ég sé hérna. Þessi verðlaun eru tileinkuð öllum þeim söngvaskáldum sem eru enn þá að spila á börum," sagði Morrison er hann tók á móti verðlaununum.Take That bestirbesta smáskífan Strákasveitin Take That fékk Brit-verðlaun fyrir besta smáskífulagið, Patience.MYND/APStrákasveitin Take That, sem átti frábæra endurkomu á síðasta ári, fékk verðlaun fyrir bestu bresku smáskífuna, Patience, og Justin Timberlake var valinn besti erlendi söngvarinn. Hin kanadíska Nelly Furtado var valin besta erlenda söngkonan. Þá var rokksveitin Muse valin besta breska tónleikasveitin og skoska indí-sveitin The Frattellis bestu bresku nýliðarnir. Lily Allen tómhentWinehouse, sem gaf út plötuna Back to Black, tekur á móti verðlaunum sínum sem besta breska söngkonan.MYND/APAthygli vakti að Lily Allen, sem hafði verið tilnefnd til fernra Brit-verðlauna fékk engin, ekki frekar en Corinne Baily Rae, Snow Patrol og Gnarls Barkley, sem öll fengu margar tilnefningar. Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Brit-verðlaunin voru afhent í London í fyrrakvöld. Arctic Monkeys var sigurvegari kvöldsins með tvenn stærstu verðlaunin. The Arctic Monkeys hlaut verðlaun sem besta breska hljómsveitin og fyrir bestu bresku plötuna, frumburðinn Whatever People Say I Am, That"s What I"m Not. Engin plata hefur selst hraðar í sögu breska vinsældalistans. Meðlimir sveitarinnar mættu ekki á verðlaunahátíðina frekar en á síðasta ári og sendu í staðinn skilaboð á myndbandi klæddir sem persónur í söngleiknum Galdrakarlinn í Oz og sem meðlimir hljómsveitarinnar The Village People.Killers með tvennuMorrison var kjörinn besti breski söngvarinn.Hljómsveitin The Killers frá Las Vegas fékk einnig tvenn verðlaun. Annars vegar sem besta erlenda hljómsveitin og hins vegar fyrir bestu erlendu plötuna.Amy Winehouse var kjörin besta breska söngkonan og James Morrison besti söngvarinn. „Ég vil bara segja að ég trúi því ekki að ég sé hérna. Þessi verðlaun eru tileinkuð öllum þeim söngvaskáldum sem eru enn þá að spila á börum," sagði Morrison er hann tók á móti verðlaununum.Take That bestirbesta smáskífan Strákasveitin Take That fékk Brit-verðlaun fyrir besta smáskífulagið, Patience.MYND/APStrákasveitin Take That, sem átti frábæra endurkomu á síðasta ári, fékk verðlaun fyrir bestu bresku smáskífuna, Patience, og Justin Timberlake var valinn besti erlendi söngvarinn. Hin kanadíska Nelly Furtado var valin besta erlenda söngkonan. Þá var rokksveitin Muse valin besta breska tónleikasveitin og skoska indí-sveitin The Frattellis bestu bresku nýliðarnir. Lily Allen tómhentWinehouse, sem gaf út plötuna Back to Black, tekur á móti verðlaunum sínum sem besta breska söngkonan.MYND/APAthygli vakti að Lily Allen, sem hafði verið tilnefnd til fernra Brit-verðlauna fékk engin, ekki frekar en Corinne Baily Rae, Snow Patrol og Gnarls Barkley, sem öll fengu margar tilnefningar.
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira