Höfnum heræfingum á Íslandi! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Það voru miklar gleðifregnir sl. haust, þegar bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði var lokað og Ísland varð á ný herlaust land eftir margra áratuga bið. Það varpaði þó skugga á þessi ánægjulegu tímamót þegar stjórnvöld kynntu áætlanir um að hér skyldu haldnar reglulegar heræfingar, jafnvel með þátttöku borgaralegra íslenskra stofnana. Til marks um þessa stefnu, var risaherskipinu USS Wasp boðið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur á haustmánuðum. Ekki er langt síðan Cheney, varaforseti Bandríkjanna, heiðraði áhöfn skipsins sérstaklega fyrir þátttöku sína í stríðinu í Írak, hernaði sem kallað hefur ólýsanlegar hörmungum yfir íröksku þjóðina og virðist síst fara dvínandi. Mikill meirihluti Íslendinga hefur frá upphafi verið andvígur stríðinu í Írak, framferði Bandaríkjastjórnar og stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við innrásina og hernámið. Á sama hátt kæra landsmenn sig ekki um að taka á móti vígvélum þeim sem notaðar hafa verið til manndrápa í fjarlægum löndum. Herskip og orrustuþotur Bandaríkjahers eru engir aufúsugestir í íslenskum höfnum eða lofthelgi og fráleitt að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að fá slíkar óheillasendingar hingað til lands. Reynt hefur verið að klæða heræfingar þær sem haldnar hafa verið hér á landi síðustu misserin í þann búning að um borgaralegar aðgerðir sé að ræða, s.s. almannavarnir, björgunar- og löggæslustörf. Öll þessi verkefni eru þó betur komin í höndum annarra aðila, s.s. björgunarsveita, lögreglu eða slökkviliðs. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki komist að hernaður er megintilgangur herja. Hver veit nema hermennirnir sem nú drepa írakska borgara hafi einmitt æft aðferðirnar hér á landi? Brottför bandaríska hersins síðasta haust felur í sér stórkostleg tækifæri fyrir Ísland. Alltof lengi hafa íslensk stjórnvöld hangið í pilsfaldi Bandríkjastjórnar og miðað aðgerðir sínar í alþjóðamálum við það eitt að ríghalda í nokkrar orrustuþotur. Nú virðist loks komið færi á að Íslendingar móti sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Sú stefna ætti að felast í að tala máli friðar og afvopnunar í heiminum. Heræfingar á íslensku landi geta aldrei verið hluti af þeirri framtíðarsýn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi-norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Það voru miklar gleðifregnir sl. haust, þegar bandarísku herstöðinni á Miðnesheiði var lokað og Ísland varð á ný herlaust land eftir margra áratuga bið. Það varpaði þó skugga á þessi ánægjulegu tímamót þegar stjórnvöld kynntu áætlanir um að hér skyldu haldnar reglulegar heræfingar, jafnvel með þátttöku borgaralegra íslenskra stofnana. Til marks um þessa stefnu, var risaherskipinu USS Wasp boðið í kurteisisheimsókn til Reykjavíkur á haustmánuðum. Ekki er langt síðan Cheney, varaforseti Bandríkjanna, heiðraði áhöfn skipsins sérstaklega fyrir þátttöku sína í stríðinu í Írak, hernaði sem kallað hefur ólýsanlegar hörmungum yfir íröksku þjóðina og virðist síst fara dvínandi. Mikill meirihluti Íslendinga hefur frá upphafi verið andvígur stríðinu í Írak, framferði Bandaríkjastjórnar og stuðningi íslensku ríkisstjórnarinnar við innrásina og hernámið. Á sama hátt kæra landsmenn sig ekki um að taka á móti vígvélum þeim sem notaðar hafa verið til manndrápa í fjarlægum löndum. Herskip og orrustuþotur Bandaríkjahers eru engir aufúsugestir í íslenskum höfnum eða lofthelgi og fráleitt að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að fá slíkar óheillasendingar hingað til lands. Reynt hefur verið að klæða heræfingar þær sem haldnar hafa verið hér á landi síðustu misserin í þann búning að um borgaralegar aðgerðir sé að ræða, s.s. almannavarnir, björgunar- og löggæslustörf. Öll þessi verkefni eru þó betur komin í höndum annarra aðila, s.s. björgunarsveita, lögreglu eða slökkviliðs. Fram hjá þeirri staðreynd verður ekki komist að hernaður er megintilgangur herja. Hver veit nema hermennirnir sem nú drepa írakska borgara hafi einmitt æft aðferðirnar hér á landi? Brottför bandaríska hersins síðasta haust felur í sér stórkostleg tækifæri fyrir Ísland. Alltof lengi hafa íslensk stjórnvöld hangið í pilsfaldi Bandríkjastjórnar og miðað aðgerðir sínar í alþjóðamálum við það eitt að ríghalda í nokkrar orrustuþotur. Nú virðist loks komið færi á að Íslendingar móti sér sjálfstæða utanríkisstefnu. Sú stefna ætti að felast í að tala máli friðar og afvopnunar í heiminum. Heræfingar á íslensku landi geta aldrei verið hluti af þeirri framtíðarsýn. Höfundur skipar 4. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi-norður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun