Í góðum hópi 25. febrúar 2007 12:30 Guðlaugur Kristinn Óttarsson spilar á gítarinn. mynd/róbert reynisson Guðlaugur Kristinn Óttarson tónskáld og gítarleikari með meiru heldur tónleika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar í kvöld kl. 20. Á efnisskrá tónleikanna verða ný verk eftir Guðlaug auk verka eftir Vivaldi, Bach og Charles Mingus en hljóðfæraleikararnir Áki Ásgeirsson, Birgir Baldursson, Einar Melax, Elena Jagalina, Georg Bjarnason Guðmundur Pétursson, Hilmar Örn Hilmarsson, Steingrímur Guðmundsson og Tómas Magnús Tómasson munu leika með tónskáldinu. Guðlaugur Kristinn er þekktur fyrir gítarleik sinn og tónsmíðar en hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarmönnum á löngum ferli sínum. Á níunda áratugnum var hann einn af þeim sem leiddi endursköpun íslenskrar rokk- og popptónlistar með hljómsveitunum Þey og Kukli þar sem hann bæði lék á gítarinn og samdi talsvert af efni sveitanna. Hann hefur líka komið víða við í samstarfi við aðra hljómlistarmenn og tónskáld, til að mynda sömdu hann og Björk lög saman og hann hefur leikið á flestöllum hljómplötum Megasar frá því á níunda áratugnum. Sem tónskáld sameinar Guðlaugur ýmsar stefnur og nálganir og erfitt er að skipa tónsmíðum hans á bás. Þótt hann hafi átt þátt í að skapa hið kraftmikla pönk nýbylgjuáranna eru verk hans sjálfs flóknar smíðar og vandasamar, jafnt í hljómskipan og í ryþma, enda Guðlaugur annálaður fyrir djúpan skilning sinn á stærð- og tónfræði. Það má kannski segja að verkin standi einhvers staðar á mótum djass og rokks, en með tónsmíðaaðferðum sem oft eru meira í ætt við Bach eða tuttugustu aldar tónskáld eins og Sjostakovitsj eða Pärt. Fyrir rúmu ári kom út platan Dense Time en á þeirri plötu má finna gott yfirlit yfir verk hans síðustu tuttugu árin og kynnast þeim tónheimi og þeirri nálgun sem Guðlaugur hefur þróað með sér. Tónleikarnir í Hafnarborg byggja að mestu á efninu sem þar er að finna. Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Guðlaugur Kristinn Óttarson tónskáld og gítarleikari með meiru heldur tónleika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar í kvöld kl. 20. Á efnisskrá tónleikanna verða ný verk eftir Guðlaug auk verka eftir Vivaldi, Bach og Charles Mingus en hljóðfæraleikararnir Áki Ásgeirsson, Birgir Baldursson, Einar Melax, Elena Jagalina, Georg Bjarnason Guðmundur Pétursson, Hilmar Örn Hilmarsson, Steingrímur Guðmundsson og Tómas Magnús Tómasson munu leika með tónskáldinu. Guðlaugur Kristinn er þekktur fyrir gítarleik sinn og tónsmíðar en hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarmönnum á löngum ferli sínum. Á níunda áratugnum var hann einn af þeim sem leiddi endursköpun íslenskrar rokk- og popptónlistar með hljómsveitunum Þey og Kukli þar sem hann bæði lék á gítarinn og samdi talsvert af efni sveitanna. Hann hefur líka komið víða við í samstarfi við aðra hljómlistarmenn og tónskáld, til að mynda sömdu hann og Björk lög saman og hann hefur leikið á flestöllum hljómplötum Megasar frá því á níunda áratugnum. Sem tónskáld sameinar Guðlaugur ýmsar stefnur og nálganir og erfitt er að skipa tónsmíðum hans á bás. Þótt hann hafi átt þátt í að skapa hið kraftmikla pönk nýbylgjuáranna eru verk hans sjálfs flóknar smíðar og vandasamar, jafnt í hljómskipan og í ryþma, enda Guðlaugur annálaður fyrir djúpan skilning sinn á stærð- og tónfræði. Það má kannski segja að verkin standi einhvers staðar á mótum djass og rokks, en með tónsmíðaaðferðum sem oft eru meira í ætt við Bach eða tuttugustu aldar tónskáld eins og Sjostakovitsj eða Pärt. Fyrir rúmu ári kom út platan Dense Time en á þeirri plötu má finna gott yfirlit yfir verk hans síðustu tuttugu árin og kynnast þeim tónheimi og þeirri nálgun sem Guðlaugur hefur þróað með sér. Tónleikarnir í Hafnarborg byggja að mestu á efninu sem þar er að finna.
Mest lesið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira