Þórir ferðast um Ítalíu 9. mars 2007 06:30 Tónlistarmaðurinn Þórir Georg Jónsson er að vinna að sinni þriðju plötu. MYND/Anton Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur. Að sögn Þóris er ekki að vænta mikilla breytinga frá fyrri plötum nema kannski að hljómurinn verður stærri en áður, með fleiri hljóðfærum. „Öll lögin eru útsett eins og fyrir hljómsveit. Það verða trommur, bassi, píanó, selló og allt mögulegt í þessum lögum. Þetta verður kannski líflegri plata en síðustu tvær,“ segir hann. Þórir spilar sjálfur á hljóðfærin á plötunni en á tónleikum fær hann aðstoð frá félögum sínum úr rokksveitinni Gavin Portland, Hildi Kristínu úr Rökkurró og Ólafi Arnalds. Spilaði hann með Ólafi á tónleikum í Þýskalandi í desember síðastliðinum. „Við spiluðum á fimm eða sex tónleikum. Það gekk ótrúlega vel og þeir voru vel sóttir.“ Gavin Portland, sem spilaði óvænt á tvennum tónleikum hér heima um síðustu helgi, er um þessar mundir að bóka tónleikaferðalag um Evrópu sem verður farið í júní. Vonast er til að fyrsta plata sveitarinnar, sem fékk fádæma góðar undirtektir fyrir síðustu jól, komi út erlendis áður en Evróputúrinn hefst. Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur. Að sögn Þóris er ekki að vænta mikilla breytinga frá fyrri plötum nema kannski að hljómurinn verður stærri en áður, með fleiri hljóðfærum. „Öll lögin eru útsett eins og fyrir hljómsveit. Það verða trommur, bassi, píanó, selló og allt mögulegt í þessum lögum. Þetta verður kannski líflegri plata en síðustu tvær,“ segir hann. Þórir spilar sjálfur á hljóðfærin á plötunni en á tónleikum fær hann aðstoð frá félögum sínum úr rokksveitinni Gavin Portland, Hildi Kristínu úr Rökkurró og Ólafi Arnalds. Spilaði hann með Ólafi á tónleikum í Þýskalandi í desember síðastliðinum. „Við spiluðum á fimm eða sex tónleikum. Það gekk ótrúlega vel og þeir voru vel sóttir.“ Gavin Portland, sem spilaði óvænt á tvennum tónleikum hér heima um síðustu helgi, er um þessar mundir að bóka tónleikaferðalag um Evrópu sem verður farið í júní. Vonast er til að fyrsta plata sveitarinnar, sem fékk fádæma góðar undirtektir fyrir síðustu jól, komi út erlendis áður en Evróputúrinn hefst.
Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira