Þórir ferðast um Ítalíu 9. mars 2007 06:30 Tónlistarmaðurinn Þórir Georg Jónsson er að vinna að sinni þriðju plötu. MYND/Anton Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur. Að sögn Þóris er ekki að vænta mikilla breytinga frá fyrri plötum nema kannski að hljómurinn verður stærri en áður, með fleiri hljóðfærum. „Öll lögin eru útsett eins og fyrir hljómsveit. Það verða trommur, bassi, píanó, selló og allt mögulegt í þessum lögum. Þetta verður kannski líflegri plata en síðustu tvær,“ segir hann. Þórir spilar sjálfur á hljóðfærin á plötunni en á tónleikum fær hann aðstoð frá félögum sínum úr rokksveitinni Gavin Portland, Hildi Kristínu úr Rökkurró og Ólafi Arnalds. Spilaði hann með Ólafi á tónleikum í Þýskalandi í desember síðastliðinum. „Við spiluðum á fimm eða sex tónleikum. Það gekk ótrúlega vel og þeir voru vel sóttir.“ Gavin Portland, sem spilaði óvænt á tvennum tónleikum hér heima um síðustu helgi, er um þessar mundir að bóka tónleikaferðalag um Evrópu sem verður farið í júní. Vonast er til að fyrsta plata sveitarinnar, sem fékk fádæma góðar undirtektir fyrir síðustu jól, komi út erlendis áður en Evróputúrinn hefst. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur. Að sögn Þóris er ekki að vænta mikilla breytinga frá fyrri plötum nema kannski að hljómurinn verður stærri en áður, með fleiri hljóðfærum. „Öll lögin eru útsett eins og fyrir hljómsveit. Það verða trommur, bassi, píanó, selló og allt mögulegt í þessum lögum. Þetta verður kannski líflegri plata en síðustu tvær,“ segir hann. Þórir spilar sjálfur á hljóðfærin á plötunni en á tónleikum fær hann aðstoð frá félögum sínum úr rokksveitinni Gavin Portland, Hildi Kristínu úr Rökkurró og Ólafi Arnalds. Spilaði hann með Ólafi á tónleikum í Þýskalandi í desember síðastliðinum. „Við spiluðum á fimm eða sex tónleikum. Það gekk ótrúlega vel og þeir voru vel sóttir.“ Gavin Portland, sem spilaði óvænt á tvennum tónleikum hér heima um síðustu helgi, er um þessar mundir að bóka tónleikaferðalag um Evrópu sem verður farið í júní. Vonast er til að fyrsta plata sveitarinnar, sem fékk fádæma góðar undirtektir fyrir síðustu jól, komi út erlendis áður en Evróputúrinn hefst.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira