Þjóðin má vera stolt af mér 15. mars 2007 08:00 Einar Örn segir það gamla og þreytta tuggu að hann hafi eyðilagt fyrir Björk í Sykurmolunum. MYND/Vilhelm „Ég er í alveg rosalega fínum hópi. Ég held að ég geti verið stoltur að ná inn á þennan lista,“ segir Einar Örn Benediktsson, fyrrverandi söngvari Sykurmolanna, sem hefur verði kjörinn fimmti versti söngvari allra tíma af breska tónlistartímaritinu Q. Á meðal fleiri söngvara á listanum eru Yoko Ono, Fred Durst úr Limp Bizkit, Mariah Carey, Celine Dion, Bobby Gillespie og Ozzy Osbourne, sem situr í toppsætinu. „Ég held að íslenska þjóðin geti verið stolt af því að eiga þvílíkan stórsöngvara sem ég er. Þetta gefur tilefni til að það verði gefinn frídagur það sem eftir verður, þetta er alveg stórkostlegt. Þrátt fyrir allt og allt þá er enn þá munað eftir manni úti í hinum stóra heimi. Margir menn hafa reynt mjög lengi að ná athygli en hér hef ég ekkert annað til saka unnið en að gefa út plötur. Ég hef ekki einu sinni verið í raunveruleikaþætti,“ segir Einar Örn. Í greininni segir m.a. að Björk og félagar í Sykurmolunum hafi búið til undurfagurt indípopp á níunda áratugnum en Einar Örn hafi eyðilagt það allt saman með leiðindasöng sínum. Sömu ummæli eru í grein annars staðar í tímaritinu þar sem Björk er valin 35. besta söngkona allra tíma. Þar segir að hún hafi sungið frábærlega með Sykurmolunum á sama tíma og Einar Örn öskraði sífellt inn í lögin á sinn pirrandi hátt. „Þetta er orðin svo gömul tugga og þreytt. Ég held að maður hafi eiginlega ekkert um það að segja hvort maður hafi eyðilegt fyrir henni eða ekki. Í grein um Sykurmolatónleikana í Mojo kemur í ljós að Björk væri ekkert án mín. Ég og Björk erum búin að kljá þetta út og höfum komist að því að við stígum ekki á tær hvort annars eða skyggjum hvort á annað,“ segir Einar Örn og bætir við: „Fjórtán árum eftir að hljómsveitin hætti, að þeir skuli taka fram að ég hafi verið að eyðileggja fyrir Björk er svo þreytt og leiðinlegt að það ber vott um þeirra eigin hugmyndaleysi.“ Á listanum yfir bestu söngvarana kemst Jónsi úr Sigur Rós jafnframt í 100. sætið. Þar segir að rödd hans sé einstök og að söngur hans virki sem annað hljóðfæri. Einar Örn er sjálfur á því að sín rödd sé einstök og enginn annar geti komist með tærnar þar sem hann hafi hælana. „Það sem ég geri, geri ég langbest af öllum. Það getur enginn annar sungið eins ég og það gerir mig einstakan og þess vegna á ég heima á öllum þessum listum.“ Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er í alveg rosalega fínum hópi. Ég held að ég geti verið stoltur að ná inn á þennan lista,“ segir Einar Örn Benediktsson, fyrrverandi söngvari Sykurmolanna, sem hefur verði kjörinn fimmti versti söngvari allra tíma af breska tónlistartímaritinu Q. Á meðal fleiri söngvara á listanum eru Yoko Ono, Fred Durst úr Limp Bizkit, Mariah Carey, Celine Dion, Bobby Gillespie og Ozzy Osbourne, sem situr í toppsætinu. „Ég held að íslenska þjóðin geti verið stolt af því að eiga þvílíkan stórsöngvara sem ég er. Þetta gefur tilefni til að það verði gefinn frídagur það sem eftir verður, þetta er alveg stórkostlegt. Þrátt fyrir allt og allt þá er enn þá munað eftir manni úti í hinum stóra heimi. Margir menn hafa reynt mjög lengi að ná athygli en hér hef ég ekkert annað til saka unnið en að gefa út plötur. Ég hef ekki einu sinni verið í raunveruleikaþætti,“ segir Einar Örn. Í greininni segir m.a. að Björk og félagar í Sykurmolunum hafi búið til undurfagurt indípopp á níunda áratugnum en Einar Örn hafi eyðilagt það allt saman með leiðindasöng sínum. Sömu ummæli eru í grein annars staðar í tímaritinu þar sem Björk er valin 35. besta söngkona allra tíma. Þar segir að hún hafi sungið frábærlega með Sykurmolunum á sama tíma og Einar Örn öskraði sífellt inn í lögin á sinn pirrandi hátt. „Þetta er orðin svo gömul tugga og þreytt. Ég held að maður hafi eiginlega ekkert um það að segja hvort maður hafi eyðilegt fyrir henni eða ekki. Í grein um Sykurmolatónleikana í Mojo kemur í ljós að Björk væri ekkert án mín. Ég og Björk erum búin að kljá þetta út og höfum komist að því að við stígum ekki á tær hvort annars eða skyggjum hvort á annað,“ segir Einar Örn og bætir við: „Fjórtán árum eftir að hljómsveitin hætti, að þeir skuli taka fram að ég hafi verið að eyðileggja fyrir Björk er svo þreytt og leiðinlegt að það ber vott um þeirra eigin hugmyndaleysi.“ Á listanum yfir bestu söngvarana kemst Jónsi úr Sigur Rós jafnframt í 100. sætið. Þar segir að rödd hans sé einstök og að söngur hans virki sem annað hljóðfæri. Einar Örn er sjálfur á því að sín rödd sé einstök og enginn annar geti komist með tærnar þar sem hann hafi hælana. „Það sem ég geri, geri ég langbest af öllum. Það getur enginn annar sungið eins ég og það gerir mig einstakan og þess vegna á ég heima á öllum þessum listum.“
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira