Björk hefur fengið nóg 17. mars 2007 09:00 Björk Guðmundsdóttir mun spila á tónlistarhátíð í Toronto í Kanada í september. Í nýlegu viðtali á heimasíðu MTV segist Björk Guðmundsdóttir vera eins og margir aðrir óhress með gang mála í heiminum. „Þar sem ég er tónlistarkona vildi ég tala fyrir hönd fólksins á götunni sem er yfirhöfuð frekar fúlt,“ segir Björk Guðmundsdóttir í viðtali við MTV. „Ég er bara ein af þessum röddum og það að einhver eins og ég sé búinn að fá nóg sýnir þá erfiðu tíma sem við lifum á.“ Björk segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum af heimsókn sinni til bæjar í Indónesíu þar sem 180 þúsund manns fórust í tsunami-flóðunum gríðarlegu. „Þau urðu að breyta golfvelli í fjöldagröf. Og lyktin ... kom líklega mest á óvart. Maður gat fundið lyktina af dauðanum ári eftir atburðina,“ sagði hún. Björk gefur út sjöttu hljóðversplötu sína Volta 7. maí og mun spila víða um heim á þessu ári. Hún verður aðalnúmerið ásamt bandarísku rokksveitinni The Smashing Pumpkins, sem er byrjuð aftur eftir nokkurra ára hlé, á Virgin-tónlistarhátíðinni í Toronto sem verður haldin 8.-9. september. Virgin Group, fyrirtæki Richards Branson, er styrktaraðili hátíðarinnar. Á meðal fleiri þekktra nafna á hátíðinni eru The Killers, Interpol, Amy Winehouse og Jamie T. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum mun Björk spila á styrktartónleikum á Nasa 1. apríl nk. og 9. apríl heldur hún síðan stóra tónleika í Laugardalshöll með hljómsveit sinni. Eftir það mun hún spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í nýlegu viðtali á heimasíðu MTV segist Björk Guðmundsdóttir vera eins og margir aðrir óhress með gang mála í heiminum. „Þar sem ég er tónlistarkona vildi ég tala fyrir hönd fólksins á götunni sem er yfirhöfuð frekar fúlt,“ segir Björk Guðmundsdóttir í viðtali við MTV. „Ég er bara ein af þessum röddum og það að einhver eins og ég sé búinn að fá nóg sýnir þá erfiðu tíma sem við lifum á.“ Björk segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum af heimsókn sinni til bæjar í Indónesíu þar sem 180 þúsund manns fórust í tsunami-flóðunum gríðarlegu. „Þau urðu að breyta golfvelli í fjöldagröf. Og lyktin ... kom líklega mest á óvart. Maður gat fundið lyktina af dauðanum ári eftir atburðina,“ sagði hún. Björk gefur út sjöttu hljóðversplötu sína Volta 7. maí og mun spila víða um heim á þessu ári. Hún verður aðalnúmerið ásamt bandarísku rokksveitinni The Smashing Pumpkins, sem er byrjuð aftur eftir nokkurra ára hlé, á Virgin-tónlistarhátíðinni í Toronto sem verður haldin 8.-9. september. Virgin Group, fyrirtæki Richards Branson, er styrktaraðili hátíðarinnar. Á meðal fleiri þekktra nafna á hátíðinni eru The Killers, Interpol, Amy Winehouse og Jamie T. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum mun Björk spila á styrktartónleikum á Nasa 1. apríl nk. og 9. apríl heldur hún síðan stóra tónleika í Laugardalshöll með hljómsveit sinni. Eftir það mun hún spila á hinum ýmsu tónlistarhátíðum, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira