Yoko Ono: Yes, I‘m a Witch - fjórar stjörnur 23. mars 2007 07:45 Gömul lög Ono ganga í endurnýjun lífdaga og fá nýjan ljóma á þessu vel heppnaða samsoðningssafni. Útgáfa Jasons Pierce af Walking on Thin Ice ber sérstaklega af. Fyrirsögn þessi er reyndar svolítil rangtúlkun á efni plötunnar. Jú, vissulega eru þetta allt lög (upprunalega) eftir Yoko Ono en það eru í raun hjálparhellur Ono, hinir tónlistarmennirnir á plötunni, sem bíta frá sér og ætli Ono að gera slíkt hið sama í kjölfarið. Mér hefur samt aldrei verið neitt sérstaklega vel við safnplötur eða endurvinnsluplötur (remix-plötur) á borð við þessa. Ringulreið einkennir þær yfirleitt og heildarsvipur þeirra er afar sjaldan mjög sterkur. Yes, I’m a Witch gengur hins vegar vel upp og þrátt fyrir að vera ekki heilsteypt er platan áhugaverð frá upphafi til enda. Á plötunni kennir ýmissa grasa, allt frá hörðu elektrói Peaches til sýrupopps The Sleepy Jackson. Framlag nokkurra tónlistarmanna er samt töluvert minnisstæðara en annað. Le Tigre pönkar upp hið ótrúlega viðeigandi Sister O Sister, Cat Power gerir íðilfagra ballöðu úr Revelations sem minnir á helstu sprettina úr meistaraverki hennar Moon Pix, Polyphonic Spree sýnir að meðlimir eru ekki enn dauðir úr öllum æðum sem og The Flam-ing Lips með æsilegri útgáfu af Cambridge 1969. Chris Armstrong lýkur síðan plötunni á dramatískan og viðeigandi hátt. Þó er meistaraverk plötunnar enn óupptalið. Jason Pierce úr Spiritualized, og áður Spacemen 3, fer með lagið Walking on Thin Ice út fyrir öll endamörk þess sem hægt er að teljast epískt. Án efa það langbesta sem Pierce hefur gert í heilan áratug, jafnvel síðan Spacemen 3 var og hét enda hef ég aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi Spiritualized. Ekki komast þó allir vel frá sínu. The Apples in Stereo veldur vonbrigðum, Blow Up er alveg úti á túni og titillagið nær engum hæðum í klisjukenndri útgáfu The Brother Brothers. Þrátt fyrir þessa galla nær platan oft á tíðum miklu skriði, gefur fína mynd af Yoko Ono og tónlistarsköpun hennar og ætti að virka hvetjandi fyrir þá sem vilja athuga tónlistarferil hennar nánar. Áhugasömum vil ég að lokum benda á útgáfu Galaxie 500 af laginu Listen, the Snow is Falling. Mikið meistaraverk og hefði ég viljað sjá það lag í nýrri útgáfu á þessari plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fyrirsögn þessi er reyndar svolítil rangtúlkun á efni plötunnar. Jú, vissulega eru þetta allt lög (upprunalega) eftir Yoko Ono en það eru í raun hjálparhellur Ono, hinir tónlistarmennirnir á plötunni, sem bíta frá sér og ætli Ono að gera slíkt hið sama í kjölfarið. Mér hefur samt aldrei verið neitt sérstaklega vel við safnplötur eða endurvinnsluplötur (remix-plötur) á borð við þessa. Ringulreið einkennir þær yfirleitt og heildarsvipur þeirra er afar sjaldan mjög sterkur. Yes, I’m a Witch gengur hins vegar vel upp og þrátt fyrir að vera ekki heilsteypt er platan áhugaverð frá upphafi til enda. Á plötunni kennir ýmissa grasa, allt frá hörðu elektrói Peaches til sýrupopps The Sleepy Jackson. Framlag nokkurra tónlistarmanna er samt töluvert minnisstæðara en annað. Le Tigre pönkar upp hið ótrúlega viðeigandi Sister O Sister, Cat Power gerir íðilfagra ballöðu úr Revelations sem minnir á helstu sprettina úr meistaraverki hennar Moon Pix, Polyphonic Spree sýnir að meðlimir eru ekki enn dauðir úr öllum æðum sem og The Flam-ing Lips með æsilegri útgáfu af Cambridge 1969. Chris Armstrong lýkur síðan plötunni á dramatískan og viðeigandi hátt. Þó er meistaraverk plötunnar enn óupptalið. Jason Pierce úr Spiritualized, og áður Spacemen 3, fer með lagið Walking on Thin Ice út fyrir öll endamörk þess sem hægt er að teljast epískt. Án efa það langbesta sem Pierce hefur gert í heilan áratug, jafnvel síðan Spacemen 3 var og hét enda hef ég aldrei verið neinn sérstakur aðdáandi Spiritualized. Ekki komast þó allir vel frá sínu. The Apples in Stereo veldur vonbrigðum, Blow Up er alveg úti á túni og titillagið nær engum hæðum í klisjukenndri útgáfu The Brother Brothers. Þrátt fyrir þessa galla nær platan oft á tíðum miklu skriði, gefur fína mynd af Yoko Ono og tónlistarsköpun hennar og ætti að virka hvetjandi fyrir þá sem vilja athuga tónlistarferil hennar nánar. Áhugasömum vil ég að lokum benda á útgáfu Galaxie 500 af laginu Listen, the Snow is Falling. Mikið meistaraverk og hefði ég viljað sjá það lag í nýrri útgáfu á þessari plötu. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira