Niðurgreiðslur á raforkuverði Jón Sigurðsson skrifar 2. apríl 2007 05:00 Fyrir ber að frásagnir fjölmiðla snarskekkja upplýsingar um það efni sem greina átti frá. Fyrir nokkrum dögum var því lýst á ársfundi Orkustofnunar á Akureyri að álitamál sé hve miklar niðurgreiðslur eigi að vera á raforkuverði í dreifbýli andspænis möguleikum til þess að auka orkusparnað með umbótum á húsnæði. Ríkisútvarpið skýrði frá þessu með þeim hætti að allmargir skildu sem svo að sú stefna hafi verið tekin að draga mjög úr eða jafnvel fella niður allar niðurgreiðslur á raforkuverði í dreifbýlinu. Þetta er fjarri öllu lagi. Á þessu ári verður varið tæpum 1.100 milljónum króna til niðurgreiðslna og tengdra verkefna. Á síðasta ári var tæpum milljarði króna varið í sama skyni. Auk niðurgreiðslna er meðal annars um að ræða framlög til stofnkostnaðar hitaveitna, framlög til orkusparnaðar og húsaviðgerða og fleira. Mikið hefur verið rætt um að orkukostnaður í dreifbýlinu hafi hækkað verulega síðustu tvö til þrjú ár, eftir að nýskipan raforkumála var komið á. Yfirlit frá Rarik bendir ekki til þess að þetta eigi sér stoð í veruleikanum. Miklu fleiri njóta sambærilegs verðs eða 5-15 % lækkunar í raunverði á tímanum frá 2004 heldur en þeir sem hafa þurft að taka á sig hækkanir. Þær hækkanir sem þó hafa orðið eru hjá flestum innan við 15 % á þessum tíma. Greining á ástæðum verðhækkana á raforku í dreifbýli á þessum sama tíma leiðir ekki til þess að sömu ástæður finnist hjá öllum eða flestum þeim sem hafa orðið fyrir hækkunum. Svo virðist sem einkum sé um atviksbundnar hækkanir að ræða. Í þessu efni ber að hafa í huga að það getur skipt máli meðal annars hvort um er að ræða vel einangruð hús eða ekki, og einnig ber að hafa í huga að niðurgreiðslur eiga aðeins við um íbúðarhúsnæði. Nauðsynlegt er að vanda greiningu slíkra ástæðna og velja af kostngæfni þau úrræði sem koma til greina í hverju atviki. En sú stefna ríkisstjórnarinnar liggur alveg fyrir að mæta þörfum fólksins í dreifbýlinu með niðurgreiðslum og aðstoð við hitaveitur og einnig við viðgerðir á húsnæði. Höfundur er viðskipta- og iðnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir ber að frásagnir fjölmiðla snarskekkja upplýsingar um það efni sem greina átti frá. Fyrir nokkrum dögum var því lýst á ársfundi Orkustofnunar á Akureyri að álitamál sé hve miklar niðurgreiðslur eigi að vera á raforkuverði í dreifbýli andspænis möguleikum til þess að auka orkusparnað með umbótum á húsnæði. Ríkisútvarpið skýrði frá þessu með þeim hætti að allmargir skildu sem svo að sú stefna hafi verið tekin að draga mjög úr eða jafnvel fella niður allar niðurgreiðslur á raforkuverði í dreifbýlinu. Þetta er fjarri öllu lagi. Á þessu ári verður varið tæpum 1.100 milljónum króna til niðurgreiðslna og tengdra verkefna. Á síðasta ári var tæpum milljarði króna varið í sama skyni. Auk niðurgreiðslna er meðal annars um að ræða framlög til stofnkostnaðar hitaveitna, framlög til orkusparnaðar og húsaviðgerða og fleira. Mikið hefur verið rætt um að orkukostnaður í dreifbýlinu hafi hækkað verulega síðustu tvö til þrjú ár, eftir að nýskipan raforkumála var komið á. Yfirlit frá Rarik bendir ekki til þess að þetta eigi sér stoð í veruleikanum. Miklu fleiri njóta sambærilegs verðs eða 5-15 % lækkunar í raunverði á tímanum frá 2004 heldur en þeir sem hafa þurft að taka á sig hækkanir. Þær hækkanir sem þó hafa orðið eru hjá flestum innan við 15 % á þessum tíma. Greining á ástæðum verðhækkana á raforku í dreifbýli á þessum sama tíma leiðir ekki til þess að sömu ástæður finnist hjá öllum eða flestum þeim sem hafa orðið fyrir hækkunum. Svo virðist sem einkum sé um atviksbundnar hækkanir að ræða. Í þessu efni ber að hafa í huga að það getur skipt máli meðal annars hvort um er að ræða vel einangruð hús eða ekki, og einnig ber að hafa í huga að niðurgreiðslur eiga aðeins við um íbúðarhúsnæði. Nauðsynlegt er að vanda greiningu slíkra ástæðna og velja af kostngæfni þau úrræði sem koma til greina í hverju atviki. En sú stefna ríkisstjórnarinnar liggur alveg fyrir að mæta þörfum fólksins í dreifbýlinu með niðurgreiðslum og aðstoð við hitaveitur og einnig við viðgerðir á húsnæði. Höfundur er viðskipta- og iðnaðarráðherra.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun