Tónleikar samfélags svefnherbergjanna 10. apríl 2007 09:30 Tónlistarmaðurinn Ben Frost Útgáfan sem kennir sig við Bedroom Community stendur fyrir tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. ram koma Ben Frost, Nico Muhly og Valgeir Sigurðsson sem allir flytja eigin verk ásamt hljómsveitum sínum. Tónleikarnir eru forsmekkur að tónleikaferð tónlistarmannanna til Belgíu og Hollands þar sem þeir munu leika á Domino og Motel Mozaïque tónlistarhátíðunum sem þykja í fararbroddi í kynningu á framsækinni tónlist. Útgáfunni var boðið að taka þátt í þessum hátíðum eftir að útsendari sá tónleikakvöld hennar á Iceland Airwaves í fyrra. Bedroom Community er ný íslensk hljómplötuútgáfa sem stofnuð var af upptökustjóranum Valgeiri Sigurðssyni sem þekktur er af störfum sínum í hljóðverinu Gróðurhúsinu. Bedroom Community hefur á sínum stutta tíma tryggt sér öfluga dreifingu víðast hvar í Evrópu, Bandaríkjunum og í Japan og leitast við að gefa út fjölbreytta tónlist. Fyrsta útgáfan var platan Speaks Volumes með hinum bandaríska Nico Muhly, en hún inniheldur kammertónlist sem færð er í nýstárlegan búning. Nico flutti nýverið verk af henni fyrir troðfullu húsi í Carnegie Hall í New York. Önnur plata útgáfunnar kom út í mars en þar er að verki Ástralinn Ben Frost, sem búsettur hefur verið á Íslandi undanfarin misseri, með plötuna Theory of Machines. Platan hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda bæði hér heima sem erlendis sem hafa keppst við að hlaða verkið lofi. Ben beitir helst gítarnum fyrir sig í tónsmíðum sínum en ljær honum oftar en ekki nýstárlegan blæ með notkun tölva og tóla svo að útkoman verður oft sinfónísk og á köflum ofsafengin. Framundan er útgáfa á plötu Valgeirs Sigurðssonar, Ekvílibríum, í sumar. Valgeir notast jafnt við lífrænan sem rafrænan efnivið og naut hann að auki fulltingis ýmissa samstarfsmanna sinna um árin, þar á meðal ljúfsárrar söngraddar tónlistarmannsins Bonnie Prince Billy. Tónleikarnir í Fríkirkjunni hefjast kl. 20.30. Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Útgáfan sem kennir sig við Bedroom Community stendur fyrir tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. ram koma Ben Frost, Nico Muhly og Valgeir Sigurðsson sem allir flytja eigin verk ásamt hljómsveitum sínum. Tónleikarnir eru forsmekkur að tónleikaferð tónlistarmannanna til Belgíu og Hollands þar sem þeir munu leika á Domino og Motel Mozaïque tónlistarhátíðunum sem þykja í fararbroddi í kynningu á framsækinni tónlist. Útgáfunni var boðið að taka þátt í þessum hátíðum eftir að útsendari sá tónleikakvöld hennar á Iceland Airwaves í fyrra. Bedroom Community er ný íslensk hljómplötuútgáfa sem stofnuð var af upptökustjóranum Valgeiri Sigurðssyni sem þekktur er af störfum sínum í hljóðverinu Gróðurhúsinu. Bedroom Community hefur á sínum stutta tíma tryggt sér öfluga dreifingu víðast hvar í Evrópu, Bandaríkjunum og í Japan og leitast við að gefa út fjölbreytta tónlist. Fyrsta útgáfan var platan Speaks Volumes með hinum bandaríska Nico Muhly, en hún inniheldur kammertónlist sem færð er í nýstárlegan búning. Nico flutti nýverið verk af henni fyrir troðfullu húsi í Carnegie Hall í New York. Önnur plata útgáfunnar kom út í mars en þar er að verki Ástralinn Ben Frost, sem búsettur hefur verið á Íslandi undanfarin misseri, með plötuna Theory of Machines. Platan hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda bæði hér heima sem erlendis sem hafa keppst við að hlaða verkið lofi. Ben beitir helst gítarnum fyrir sig í tónsmíðum sínum en ljær honum oftar en ekki nýstárlegan blæ með notkun tölva og tóla svo að útkoman verður oft sinfónísk og á köflum ofsafengin. Framundan er útgáfa á plötu Valgeirs Sigurðssonar, Ekvílibríum, í sumar. Valgeir notast jafnt við lífrænan sem rafrænan efnivið og naut hann að auki fulltingis ýmissa samstarfsmanna sinna um árin, þar á meðal ljúfsárrar söngraddar tónlistarmannsins Bonnie Prince Billy. Tónleikarnir í Fríkirkjunni hefjast kl. 20.30.
Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira